Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 20208 FRÉTTIR Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viský“ Brugghúsið Eimverk hefur sótt um að afurðar ­ heitið „Íslenskt viský“ verði skráð sem verndað afurðarheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Umsóknin barst Matvæla­ stofnun 16. september síðastliðinn og er þar í vinnslu. Þetta er þriðja umsóknin sem Matvælastofnun hefur borist um vernd á afurða­ heiti, en áður hefur stofn­ unin samþykkt um sóknir um vernd fyrir „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“. Eimverk framleiðir viskýið Flóki í nokkrum útgáfum. Það er bruggað að öllu leyti úr íslensku byggi og íslensku lindarvatni. Umsóknin í matsferli Einars Thorlacius, lögfræðingur Matvæla stofnunar, segir að sam­ kvæmt lögum um vernd afurða heita hefst ferlið með því að stofnunin fer yfir umsóknina og skal gæta þess að með umsókn fylgi öll gögn, umsókn sé nægilega rökstudd og uppfylli skil­ yrði laganna. „Þessi athugun stendur enn yfir, en ef Matvælastofnun telur skilyrðin uppfyllt er lögbundið að leita umsagnar Hugverkastofu og Samtaka atvinnulífsins um um sóknina. Ef skilyrði skráningar teljast uppfyllt mun Matvælastofnun birta síðan opinberlega afurðarheiti og afurðarlýsingu sem óskað er skráningar á. Þetta gerist með auglýsingu á vefsíðu stofnunarinnar. Jafnframt er gefinn kostur á andmælum. Þegar andmælafrestur er liðinn er farið yfir andmælin ef einhver hafa borist. Síðan mun Matvælastofnun annaðhvort hafna umsókninni eða samþykkja hana. Verði hún samþykkt er ákvörðun um skráningu afurðarheitis birt í Stjórnartíðindum,“ segir Einar um feril málsins. Hugmyndin er að slík vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf. /smh Íslenska viskýið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir. Mynd / Eimverk Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað: Sama bragð en 80 prósent léttari vara – Miklu magni af fersku skyri hent sem hægt væri að frostþurrka Frosti Skyr er heiti á frostþurrkuðu skyri, vöru sem tvær stöllur úr matvælafræðinámi í Háskóla Íslands hafa verið með í þróun frá því í janúar á þessu ári. Á undanförnum vikum hafa þær fengið tvenn bronsverðlaun í frumkvöðlakeppnum, fyrst Gullegginu og síðan Ecotrophelia fyrir skemmstu sem er eins konar Evrópukeppni háskólanema í matvælanýsköpun. Stofnendur Frosta Skyr heita Aníta Þórunn Þráinsdóttir og Guðrún Alfa Einarsdóttir og fengu þær hugmyndina að vörunni í byrjun þessa árs. „Við kynntumst frostþurrk­ unaraðferðinni í náminu okkar. En með frostþurrkun er hægt að lengja geymslu þol og þægindi margra mismunandi matvæla. Frostþurrkun hefur ekki áhrif á helstu skynmats eiginleika skyrsins eins og bragð, áferð og lykt,“ segir Aníta Þórunn Umbúðalaust skyr í fyrsta skipti með Frosta Skyr Með frostþurrkuðu skyri að leiðar­ ljósi hafa þær Aníta Þórunn og Guðrún Alfa hannað og markaðssett frostþurrkað skyr sem vöru og með áður óþekktum áherslum. „Við ætlum að kynna bláu spíru­ línuna fyrir landanum og að selja íslenskt skyr í fyrsta skiptið umbúða­ laust. En síðast en ekki síst að sporna gegn matarsóun á því,“ segja þær „Matarsóun á hinum ýmsu matvælum er gríðarlegt vandamál og er íslenska skyrið þar engin undantekning. Um 10.000 skömmtum af skyri er hent árlega, einungis hjá einni íslenskri verslunarkeðju. Með Frosta Skyr gefst kostur á því að frostþurrka skyr sem komið er á síðasta söludag og lengja endingartíma þess úr einum mánuði upp í mörg ár,“ segir Aníta, en vill ekki að svo komnu máli gefa upp hvaðan þær muni fá hráefni sitt. Það sé hins vegar ljóst, hvort sem þær muni kaupa skyr frá framleiðanda eða framleiða það sjálfar, að stefnan sé að hafa Frosta Skyr laktósafrían og framleiða hágæða vöru sem neytendur þekkja og treysta. Með nánast söluhæfa vöru „Við höfum unnið dag og nótt að vöruþróuninni frá því í janúar og erum nánast komnar með söluhæfa vöru í hendurnar. Framhaldið hjá okkur eru samningaviðræður við íslensk fyrirtæki. En nú í fyrsta skipti með Frosta Skyr gefst kostur á því að selja mikið magn af íslensku skyri erlendis,“ segir Guðrún Alfa. Þær segja að frostþurrkunin geri það að verkum að allur flutningur verður hagkvæmari. „Hár flutningskostnaður hefur hingað til verið mjög íþyngjandi í útflutningi á rúmfrekri ferskvöru sem íslenska skyrið er. En með því að frostþurrka skyrið gefst kostur á því að flytja út fimm sinnum meira magn fyrir sama verð þar sem að skyrið er orðið 80 prósent léttara. Stefnan er sett bæði á innlendan og erlendan markað. Frosti Skyr er tilvalinn sem íslenskt próteinduft og getur verið staðgengill innflutts próteindufts að einhverju leyti. Einnig er Frosti tilvalinn í þessu ástandi sem ríkir í samfélaginu þegar að fólk er að fækka búðar­ ferðum en vill kaupa holl matvæli með langan geymslutíma. Frosti Skyr stuðlar jafnframt að sjálfbærni og nýtingu innlendra afurða.“ Næringarríkur þörungur gefur fallegan lit „Spírulína er þörungur og er ein næringarríkasta fæða sem völ er á í heiminum, eða svokölluð ofurfæða. Bláa spírulínan sem við notum í Frosta Skyr er alveg laus við fiskibragðið sem margir tengja við þörunga. Þar af leiðandi er blá spírulína tilvalin sem viðbót í matvæli. Spírulínan eykur næringargildið í Frosta Skyr ásamt því að gefa þennan fallega bláa lit,“ segja þær. Aníta Þórunn bætir við að viðurkenningarinnar sem þær hafa fengið að undanförnu hafi gefið þeim mikla reynslu. „Þær eru frá­ bær stökkpallur inn í framtíðina. Að fá þessar viðurkenningar segir okkur jafnframt að við séum á réttri braut og að Frosti Skyr eigi góða möguleika á markaðnum.“ /smh Guðrún Alfa og Aníta Þórunn með bronsverðlaunin í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Þörungurinn spírulína gefur Frosta Skyri fallegan bláan lit og aukið næringargildi. Frosti Skyr sem búið er að hræra upp með vatni. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu verður að venju haldinn hátíðlegur 16. nóvember en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Degi íslenskrar tungu verður nú fagnað í tuttugasta og fimmta sinn, sem er á mánudegi í ár. Dagurinn er opinber fánadagur og því er mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins. Stofnun Árna Magnússonar hefur umsjón með deginum og skipulagningu hans í samvinnu við mennta­ og menningarmálaráðuneytið. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.