Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202012
FRÉTTIR
GRÓÐURHÚS
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
571-3535
VEFFANG
www .bkhonnun . is
Kormákur og Skjöldur markaðssetja íslenskt vaðmál:
Framleiðsla undir vörumerkinu
„Icelandic Tweed“ komin á fullt
Herrafataverzlun Kormáks &
Skjaldar kynnti nýja vörulínu
síðastliðið vor, þar sem hráefnið
var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti
og sixpensarar var þá markaðssett
undir vörumerkinu „Icelandic
Tweed“. Nú er þessi fatnaður
kominn í stöðuga framleiðslu og
má því segja að í fyrsta
skipti í tæp 50
ár sé nú stöðug
framleiðsla á
íslensku vaðmáli
til framleiðslu á
fatnaði.
Gunnar Hil mars
son, yfir hönnuður
hjá framleiðsludeild
Kormáks & Skjaldar
og umsjónar maður
vaðmáls fram leiðsl
unnar, segir að nú sé
allt farið á fullt í framleiðslunni.
„Bæði erum við að framleiða flíkur
og fygihluti en einnig seljum við
efni í metravís með fókus á áklæði
fyrir húsgögn. Við erum einmitt með
afurðirnar á sýningunni 100% Ull
á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.
Íslensk ull ofin í Austurríki
Að sögn Gunnars kemur ullin frá
sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi,
ullarbandið sé spunnið af Ístex en
síðan þarf að senda það til Austurríkis
til að vefa úr því vaðmálið. Hann
segir að enn vanti tæki og þekkingu
svo allt framleiðsluferlið geti verið
hér á landi, eins og tíðkaðist áður
fyrr.
Ullin í íslenska vaðmálinu er í
grunnlitunum fjórum; mórauður,
hvítur, grár og svartur. Úr þessum
fjóru litum er hannað úrval mynstra
þar sem litunum er blandað saman og
mynda síðan heildstæða línu. /smh
Jakkafatajakkinn Geir
harðs son úr íslensku
vaðmáli.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Litirnir sem unnið verður með undir
vörumerkinu „Icelandic Tweed“.
Við birtingu þessarar myndar í umfjöllun um hrútasýningu Fjárræktarfélags
Sveinsstaðahrepps í síðasta blaði var klipptur út drengurinn sem sést í
lengst til vinstri í jaðri myndarinnar, en nafn hans var samt í myndatexta.
Beðist er velvirðingar á því en hér er myndin eins og hún barst blaðinu.
Börnin í skrautgimbraflokknum á hrútasýningunni, talin frá vinstri: Magnús
Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir, Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín
Sigurðardóttir. Mynd / Jón Gísalson
Landspítalinn þróar hraðvirkari greiningarpróf:
Einföld greining á innan við klukkutíma
á sýklalyfjaónæmum bakteríum
– Gæti nýst til greiningar í fóðri og matvælum áður en það fer á markað
Nýverið hlaut Landspítalinn níu
milljóna króna styrk til að þróa
hraðvirkari greiningarpróf fyrir
sýklalyfjaónæmar bakteríur. Í dag
eru slíkar greiningar tímafrekar og
krefjast rannsóknar á sérstökum
rannsóknarstofum. Vonast er til að
hægt verði að stytta greiningarfer
ilinn úr tveimur til þremur dögum
niður í innan við klukkustund, auk
þess sem hægt verður að greina
sýnin utan rannsóknarstofa.
Landspítalinn hlaut þennan styrk
úr sýklalyfjaónæmis og súnusjóði
sem nú úthlutar í fyrsta sinn.
Matvælastofnun fékk einnig styrk
úr sjóðnum til að hefja skimanir
fyrir E.Coli og sýklalyfjaónæmum
bakteríum í hráu grænmeti og kanna
tilvist og tíðni þeirra í grænmeti sem
er borðað hrátt.
Matvælastofnun mun einnig halda
áfram skimun á E.Coli í lömbum við
slátrun, sem hefur staðið yfir frá
árinu 2018. E. Colibakteríur geta
borið gen sem hafa þann eiginleika
að mynda ónæmi gegn mikilvægum
sýklalyfjum og eru líklegri til að vera
fjölónæmar.
Greint í fóðri og matvælum
áður en það fer á markað
Karl G. Kristinsson, prófessor og
yfirlæknir á sýklafræðideild Land
spítalans, segir að verkefni þeirra sé
unnið í samstarfi við nýsköpunar
og líftæknifyrirtækið ArcanaBio. Í
fyrstu sé ætlunin að þróa próf sem
greinir nær alónæmar bakteríur af
sömu ætt og E. coli. Hann segir að
stytting greiningartímans sé mjög
mikilvæg. „Með því að prófið tekur
svona stuttan tíma má til dæmis
stytta þann tíma sem sjúklingar
þurfa að vera í einangrun við komu
frá sjúkrahúsum erlendis. Auk þess
verða prófin ódýrari en þau hrað
greiningarpróf sem við notumst
við núna og því væri hægt að prófa
mun fleiri. Eins og er þurfum við að
takmarka þann fjölda sem fer í þau
hraðgreiningarpróf sem við notum
í dag.
Svo væri hægt að þjálfa starfs
menn til að framkvæma prófin
utan rannsóknastofa. Þannig mætti
leita að sýklalyfjaónæmi í fóðri og
matvælum áður en því væri dreift á
markað,“ segir Karl um ávinninginn
af því að þróa þessa greiningartækni.
Verið að þróa sambærilegt próf til
greininar á SARS-CoV-2
Að sögn Karls er búið að þróa þessa
tækni erlendis til þess að greina
SARSCoV2veiruna, en hann veit
ekki til þess að það sé búið að þróa
hana til að greina sýklalyfjaónæm
isgen. Hjá Landspítalanum er líka
verið að þróa prófið til greiningar á
SARSCoV2veirunni.
Þróunin byrjaði á þessu ári og
vonast Karl til þess að frumgerð
prófsins verði tilbúin á næsta ári.
Sjóðurinn nýtur framlaga frá
atvinnuvega og nýsköpunar
ráðuneytinu og heilbrigðis
ráðuneytinu í þrjú ár, með 30 milljóna
framlög á ári. Tilgangur sjóðsins er
að fjármagna verkefni í barátt unni
gegn sýklalyfjaónæmi.
Hann var stofnaður í samræmi
við aðgerðaráætlun um matvæla
öryggi og vernd búfjárstofna og
sam eiginlegt átak sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra og heilbrigðis
ráðherra um að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
Hann styrkir meðal annars, grunn
rannsóknir í sýklalyfjaónæmi, auk
þess að greiða fyrir skimun og vöktun
á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvæl
um, umhverfi og fóðri. /smh
Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar:
Jarðgöng milli Siglufjarðar
og Fljóta lífsnauðsynleg
Fulltrúar í Sveitarstjórn Sveitar
félagsins Skagafjarðar hafa undan
farin ár þrýst mjög á þingmenn og
Vegagerðina að hraða undirbún
ingi og framkvæmdum við jarð
göng á milli Fljóta og Siglufjarðar.
Nú sem aldrei fyrr er lífsnauð
synlegt að göngin komist til fram
kvæmda því jarðsig, skriðuföll og
grjóthrun hefur verið með mesta móti
á undanförnum misserum eins og þeir
þekkja sem aka daglega um veginn
segir í bókun frá fundi byggðaráðs.
Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir
Tröllaskaga bæta ekki ástandið.
„Það er mál manna að það sé ekki
spurning um hvort heldur hvenær
Siglufjarðarvegur rofnar á löngum
kafla,“ segir í bókun.
Heimamenn hafðir með í ráðum
Skorar Byggðaráð Sveitarfélagsins
Skagafjarðar á alþingismenn og
samgönguráðherra að tryggja að
undirbúningi jarðganga á milli
Fljóta og Siglufjarðar verði lokið
sem fyrst og tryggja fjármögnun
til að framkvæmdir við gerð þeirra
geti hafist innan tíðar. Byggðarráð
hvetur Vegagerðina jafnframt til
að hafa heimamenn í Fljótum og á
Siglufirði með í ráðum við greiningu
á heppilegri legu ganganna. /MÞÞ
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að
Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn
rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu. Mynd / HKr.