Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 43 Ólík staða á milli landa Staðan er æði ólík á milli landa og á meðan sótspor t.d. íslenskrar mjólkurframleiðslu er afar lágt á hvert framleitt kíló mjólkur, þá er það afar hátt í mörgun þróunarlöndum og þegar saman fer ört vaxandi mjólkurframleiðsla í þessum löndum og hátt sótspor á hvern framleiddan líter mjólkur, þá er það vissulega ákveðið áhyggjuefni. Á þetta er bent í skýrslu frá FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna) og GDP (samstarfsvettvangur mjólkur­ iðnaðarins) og þar er ráðlagt að beina spjótunum að framleiðsluháttum í þróunarlöndum eigi að takast almennilega að draga verulega eða jafnvel jafna út heildarsótspor mjólkurframleiðslu heimsins á næstu áratugum. Nytin hefur mikil áhrif á sótsporið Í skýrslunni kemur m.a. fram að ein megin ástæða þess að mikill munur er á sótspori hvers mjólkur­ lítra á milli landa skýrist aðallega af afurðasemi kúnna. Þannig verði alltaf til á degi hverjum ákveðið fast magn af lofttegundum frá kúnum óháð því hvort þær fram­ leiði mikla mjólk eða litla. Þessi fasti „útgjaldaliður“ lækkar eðli­ lega á hverja framleiðslueiningu eftir því sem þeim fjölgar og því lækkar sótspor hvers lítra mjólkur í takti við aukna afurðasemi kúnna. Mestu munar um nyt sem er lægri en 4.500 kg/kú/ári og sér í lagi ef afurðasemin er slakari en 2.500 kg/ kú/ári. Þannig eru á bak við hvert kíló mjólkur frá kú sem mjólkar 4,5 tonn á ári minna en 2 kg af CO2 ígildum en ef kýrin mjólkar ekki nema 2,5 tonn bætist við heilt kíló í viðbót af CO2 ígildum! Ef nytin er ekki nema um 1000 kg/kú/ári þá er CO2 ígildið tvöfalt á við kúna sem framleiðir 5 tonn á ári. Þó svo þessar lágu tölur um nyt kúa séu sem betur fer óþekktar á Íslandi í dag, þá er tilfellið að þorri kúa heimsins fellur undir þessa skil­ greiningu og raunar er það svo að meðal afurðasemi kúa í heiminum í dag er ekki nema 2.000­2.500 kg/kú/ári. Fyrir vikið er sótspor mjólkurframleiðslunnar, eins og hún er stunduð í dag, í raun miklu hærra en það þyrfti að vera, þ.e. sótsporið myndi lækka hraustlega ef allir bændur heimsins væru með nytháar kýr, eins og flestir bændur hafa á Vesturlöndum, og þar með væri hægt að snarfækka kúm í heiminum. Vegna þessa er nú í dag lögð gríðarlega mikil áhersla á að auka afurðasemi nytlægstu kúnna í heiminum en þær er harla oft að finna í þróunarlöndunum. Ending skiptir máli Í síðasta mánuði kom út önnur skýrsla um þetta efni en þessi skýrsla var gefin út af Global Research Alliance, sem eru samstarfsvettvangur fyrir málefni gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Í þessari skýrslu, sem er í raun óbeint framhald skýrslu FAO og GDP sem áður hefur verið minnst á, er samhengi heilsufars og endingu mjólkurkúa á sótspor framleiðslunnar. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að með fyrirbyggjandi aðgerðum, þ.e. með því að koma í veg fyrir að kýr veikist í stað þess að lækna veikar kýr, megi draga úr sótspori framleiðslunnar! Þetta kann að virka hálf undarlegt samhengi en skýringin á þessu felst í því að með bættu heilsufari gripa almennt eykst heildarframleiðsla og ending þeirra í hjörðum bændanna. Kýrnar verða því hagkvæmari vegna meiri framleiðslu og samhliða minni þörf fyrir að ala upp nýja gripi, með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi, við að endurnýja kýrnar snemma á lífsleiðinni. Júgurbólgan stækkar sótsporið Ennfremur hafa sumir sjúkdómar afar neikvæð áhrif á sótspor kúnna og þá sérstaklega júgurbólga og slök frjósemi. Þannig segja greinarhöfundar að júgurbólgutilfelli stækki sótspor kúnna um 6% í vægum tilvikum og upp í allt að 12% þegar um svæsin tilfelli er að ræða! Skýringin felst aðallega í tveimur þáttum þ.e. því magni af mjólk sem þarf að hella niður þar sem hún er óhæf til manneldis og í kjölfar veikindanna hve mikil áhrif þau hafa haft á heildarframleiðslu kýrinnar á viðkomandi mjaltaskeiði og mögulega á endingu gripsins í hjörðinni. Slök frjósemi skaðleg Annað atriði sem vert er að nefna hér varðandi heilsufar kúnna er slök frjósemi. Í skýrslunni kemur fram að þar sem kúm seinkar vegna vandamála við að festa fang stækki sótspor kúnna um 7­16% að jafnaði í vestrænum löndum eftir alvarleika tilvikanna. Í þróunarlöndum gætu þessi áhrif verið miklu meiri þar sem hvert bú hefur oft einungis 1­2 kýr og ef önnur þeirra seinkar sér þá þarf að gefa henni viðhaldsfóður lengi án teljandi mjólkurframleiðslu, með tilheyrandi áhrifum á heildarsótspor hverrar kýr á ári. Samantekið má segja að heilt yfir þá skiptir góð bústjórn mestu máli varðandi heildarsótspor framleiðslunnar enda vegur kúabúið sjálft þungt í heildarmynd sótsporsins frá haga í maga. Hraustar og afurðamiklar kýr sem endast vel og lengi eru þær kýr sem hafa lægsta sótsporið og það er eitthvað sem allir bændur, um allan heim, ættu að stefna að. Þegar mjólkin fer svo með mjólkurbílnum frá búinu taka aðrir ferlar við sem bóndinn ræður síður yfir en þessir ferlar eru þó ekki minna mikilvægir og lúta að bæði framleiðsluháttum, hönnun og nýtingu umbúða, dreifingu mjólkurvaranna, kælingu eða kælingarþörf þeirra auk fleiri þátta. Allur ferillinn skiptir máli og þarf að ná tökum á honum ef takast á að ná 100% sjálfbærni við mjólkurframleiðslu og ­vinnslu í heiminum á næstu áratugum. Helstu heimildir Án höfundar, 2019. Climate change and the global dairy sector. Skýrsla FAO og GDP, 36 blaðsíður. Statham, J. ofl., 2020. Dairy cattle health and greenhouse gas emission pilot study: Chile, Kenya and the UK. Skýrsla Global Research Alliance, 17 blaðsíður. www.fao.org og www.fil-idf.org Að gefnu tilefni, og vegna ábend­ ingar frá Matvælastofnun, skal áréttað að ekki má nota mónensín sem bætiefni fyrir mjólkur kýr hér á landi. Í grein sem birtist í Bænda­ blaðinu 24. september sl. og bar heitið „Aðlögunartímabil kúa“ var þess þar getið að mónensín geti bætt orkuefnaskipti kúa og aukið þurrefnisinntöku þeirra eftir burð. Þetta bætiefni má hins vegar ekki nota fyrir mjólkurkýr hér á landi, né innan EES­svæðisins og láðist greinarhöfundi að geta þess. Monensín er skilgreint sem hníslalyf og er einungis leyft í ali­ fuglaeldi hérlendis, sem og innan alls EES­svæðisins. Þetta leiðrétt­ ist hér með. /SS Ábending til kúabænda Tíminn undanfarið hefur verið um margt skrítinn. Eins og flest­ ir þekkja er það venjan að halda aðalfund LK að vori, yfirleitt í mars. Stjórn LK ákvað í fyrstu bylgju COVID að fresta honum, þess fullviss að við næðum fundi núna í haust og gætum þá jafnvel stefnt að árshátíð kúabænda. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð að halda aðalfundinn í fjarfundar­ kerfi þann 6. nóvember nk. og öll skemmtanahöld bíða betri tíma. Þar sem ég hef ákveðið, fyrir nokkru, að gefa ekki kost á mér til frekari formannssetu fyrir LK er gott að fara aðeins yfir það sem helst hefur verið markvert í starfi samtakanna og starfsumhverfi greinarinnar frá því að ég tók við sem formaður vorið 2016. Það sem varð þess valdandi að ég gaf kost á mér í formannsstólinn á sínum tíma voru þær miklu vær­ ingar sem áttu sér stað í kringum framleiðslustýringarkerfið okkar í mjólkinni. Búvörusamningarnir sem þá voru nýundirritaðir hljóðuðu upp á niðurlagningu þess. Það var mikill kurr í bændum vegna þessa og auð­ heyrt að mikill meirihluti þeirra var á móti því að afnema framleiðslu­ stýringu með öllu. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að ráða nýjan framkvæmdastjóra en starfandi framkvæmdastjóri hafði þá sagt starfi sínu lausu. Auk þess hafði öll stjórnin hætt í einu þannig að við, í þá nýkjörinni stjórn, lögðum af stað í verkefnið með enga reynslu af stjórnarsetu í LK sem og nýjan framkvæmdastjóra. Það sem var veigamest í starfi stjórnar LK fyrstu misserin var innleiðing nýgerðra búvörusamn­ inga. Reglugerðaskrif, yfirlestur, fundarseta og tillögugerð fyrir framkvæmdanefnd búvöru samninga. Þegar þessu stóra verkefni var lokið leið ekki langur tími þar til huga þurfti að endurskoðun samning­ anna sem nýlega höfðu tekið gildi. Í samningana var sett veigamik­ ið ákvæði um atkvæðagreiðslu um framtíð framleiðslustýringar. Þetta ákvæði var sett inn á loka­ metrunum í samningavinnunni til að tryggja þeim brautargengi hjá bændum. Framhaldið þekkja svo flestir. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um að viðhalda framleiðslustýringu var afgerandi og samningunum því breytt í þá veru. Og erum við um þessar mundir að feta okkur af stað með viðskipti á nýjum kvótamarkaði. Stöndum vörð um okkar kjör Það hefur verið skemmtilegt og ákaflega lærdómsríkt að starfa fyrir Landssamband kúabænda og margt sem hægt væri að nefna í því sam­ bandi. Ég hef kynnst fullt af fólki og ranghölum stjórnsýslunnar, venjum og hefðum í því sambandi sem ég hef nú ekki allar skilið. Eitt langar mig að nefna sérstaklega en það er starfið í verðlagsnefnd. Það hefur verið ein sú magnaðasta upplifun sem ég hef reynt. Þegar störf mín hófust þar varð ég þess fljótt áskynja að það var „venja“ að gera hlutina með ákveðnum hætti. Einhvern veg­ inn hafði skapast sú venja þar inni að fara ekki eftir því sem stendur í bú­ vörulögunum heldur að semja alltaf um skarðan hlut fyrir bændur þegar kemur að reiknuðum, lögbundnum, mjólkurverðshækkunum sem byggja á verðlagsgrunni. Sú stemning virtist yfirleitt ríkja að fara aldrei fram á reiknaða hækkun heldur að sætta sig við minna, svona að því virtist til að allir „yrðu sáttari“. Ég verð að segja að það hefur verið með ólíkindum þrýstingurinn sem ég hef orðið fyrir í þá átt að fara ekki fram á fulla reiknaða hækkun fyrir bændur inn í verðlagsnefnd. Þetta þótti mér alltaf galið og hef síðan þá alltaf farið fram á fulla hækkun fyrir bændur enda er verið að túlka lögin frjálslega ef það er ekki gert. Um framkvæmd ákvarðana verðlagsnefndar þarf að standa fast vörð. Krefjandi verkefni fram undan En það er nú ekki í mínum karakter að hanga í baksýnisspeglinum, heldur að horfa fram á við. Það gefur á bátinn núna með lækkandi afurða­ verði í kjöti, verðlækkun erlendra landbúnaðarvara vegna breyttrar úthlutunar tollkvóta sem svo mynda verðþrýsting á markaðinn hér heima. Sterkar vísbendingar eru um misferli í tollskráningu sem leiða af sér að íslensk framleiðsla nýtur ekki þeirrar tollverndar sem lagt var upp með. Hér hefur ferðamönnum fækkað mikið sem eðli málsins samkvæmt leiðir af sér minni heildarneyslu matvæla. Krónan hefur gefið eftir sem hækkar öll okkar aðföng svo fátt eitt sé nefnt. En fátt er svo með öllu illt ... Mestu framfarir heimssögunnar hafa iðulega orðið þegar kreppir að og menn þurfa að hugsa út fyrir boxið. Fram undan eru faglega spennandi tímar svo ekki sé meira sagt. Ber þar helst að nefna áframhaldandi inn­ leiðingu á erfðamengisúrvalsver­ kefninu en LK hefur tryggt áfram­ haldandi fjármögnun þess verkefnis sem mun án efa færa okkur meiri framfarir í ræktunarstarfi íslenska kúastofnsins en nokkurn grunar. Þá er starfsemi Nautís í fullum gangi og kynbótagripir farnir að skila sér í hjarðir holdanautabænda. Mikil vinna hefur átt sér stað hjá BÍ og búgreina­ félögunum er varða endurskoðun á félagskerfinu okkar. Þar geta legið tækifæri í aukinni samvinnu allra bú­ greina en það verður verkefni nýrrar stjórnar LK að ljúka þeirri vinnu og gæta í henni að hagsmunum naut­ gripabænda í nýjum heildarsamtökum verði það niðurstaðan. Stofnaður hefur verið vinnuhópur til þess að vinna landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í þessu geta legið tæki­ færi fyrir okkur og þurfum við að tryggja aðkomu okkar að þessari vinnu og að lögð verði fram tíma­ sett aðgerðaáætlun með skýrum markmiðum og leiðum. Án þess endar landbúnaðarstefnan bara eins og hver önnur skýrsla í hillumetrum ráðuneytisins. Við sem tókum við keflinu í LK 2016 vissum að við vorum að taka að okkur krefjandi verkefni í nýju umhverfi (nýir samningar) sem enginn vissi nákvæmlega hvernig leit út. Búið var að ákveða að fella niður búnaðargjaldið og stóðum við uppi með samtökin með engar öruggar tekjur. Það spilaðist vel úr og höfum við á þessum tíma aukið umfang LK um heilt stöðugildi (ver­ kefnisstjóri í nautakjöti) og það er ekkert sem bendir til annars en við getum aukið umfangið enn frekar en það er ljóst að það bíða okkar krefjandi verkefni í loftslagsmálum ásamt mörgu öðru. Ég stíg ákaflega sáttur frá borði og langar að þakka öllu því góða fólki sem ég hef fengið að kynnast og vinna með og fyrir síðustu árin. Ég óska næsta formanni og stjórn LK velfarnaðar í þeim mikilvægu og þörfu störfum sem þeirra bíða. Takk fyrir mig Arnar Árnason Takk fyrir mig LANDSSAMBAND KÚABÆNDA Arnar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.