Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 33 „Það er virkilega ánægjulegt að geta miðlað svo fjölbreyttum og faglegum listviðburðum á vefn- um okkur og við viljum fyrir alla muni að kennarar nýti sér þennan möguleika og bjóði grunnskóla- börnum landsins upp á þetta efni,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri verkefnisins List fyrir alla. List fyrir alla er verkefni sem ætlað er að velja og miðla listvið- burðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjöl- breyttum og vönduðum listviðburð- um óháð búsetu og efnahag. List fyrir alla er á forræði mennta- og menningar málaráðuneytisins. Elfa Lilja segir að til hafi staðið að bjóða upp á fjölda viðburða í grunnskólum um land allt bæði á síðustu vorönn og svo nú í vetur en kórónuveirufaraldur og samkomutakmarkanir hafi heldur betur sett strik sitt í reikninginn. Fresta hefur þurft fjölda viðburða. „Það var mikil tilhlökkun að fara af stað með fjölbreytta listviðburði út um land, en eins og staðan er í augnablikinu bíður það um sinn og við fórum í framhaldinu að hugsa um nýjar og aðrar leiðir til að miðla faglegum listviðburðum,“ segir hún. Stuttmyndakeppni fyrir unglinga Listveitan er nýr vefur sem tengist verkefninu List fyrir alla en þar má finna upplýsingar um hinar ýmsu listgreinar, sviðslistir, bókmenntir, hönnun og byggingalist, tónlist og myndlist auk kvikmyndagerðar. Kvikmyndum og öllu sem að þeim snýr hefur nú verið bætt við vefinn og í tilefni af því verður efnt til stuttmyndahátíðar þar sem nemendum á unglingastigi gefst kostur á að taka þátt. Þema hennar eru kvikindi en Íslendingar hafa sagt og miðlað sögum af skrímslum og óvættum frá upphafi byggðar í landinu. Skilafrestur á myndum er til 23. nóvember næstkomandi. Aðgengilegt námsefni er á Listveitunni þar sem áhugasamir eru leiddir í gegnum ferlið við að búa til stuttmynd, m.a. fjallað um skapandi og tæknilega hluta kvikmyndagerðar eins og handritaskrif, leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu. Í fræðsluefninu er meðal annars veitt innsýn í líf og starf sex ólíkra listamanna á sviði kvikmyndagerðar. Umkringd myndum alla daga „Við lifum á tímum sjónrænna miðla og erum umkringd myndum alla daga, og sumar nætur jafnvel. Ungt fólk hefur gríðarlegan áhuga á kvikmyndagerð og myndmiðlun, það er vaxandi og spennandi at- vinnugrein og stefna stjórnvalda er að efla miðlalæsi. Fræðsla og þátttaka er mikilvægur partur af því,“ segir Elfa Lilja „Það er oft þannig að þegar þrengir að þá finna menn nýjar leiðir, hugsa málið upp á nýtt og til verða annars konar tækifæri. Það hefur sannað sig í tilfelli okkar verkefnis en í stað þess að fara um landið með viðburði bjóðum við upp á þá rafrænt nú í vetur,“ segir Elfa Lilja. Ekkert kemur í stað beinu tengslanna Í boði er fjölbreytt efni þar sem flestar listgreinar koma við sögu. „Við hugsum Listveituna sem viðbót við það sem fyrir er. Vissulega hlökkum við mikið til að geta heimsótt nemendur í grunnskólum landsins á ný í raunheimum með faglega unnin listverkefni. Þessar heimsókn- ir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi fyrir alla. Þessi beinu tengsl listamannanna og barnanna eru ómetanleg. Listveitan virkar vel en kemur aldrei að fullu í stað beinna tengsla og áhorfs úr sal þar sem börn og listamenn eru augliti til auglitis. Listveitan er góð viðbót og mögulega er hægt að þróa hana á spennandi hátt til framtíðar,“segir Elfa Lilja. Hún segir Listveituna mikinn fjársjóð og hvetur kennara til að leita í þessa gullkistu eftir efni svo grunnskólabörn landsins fái að njóta. /MÞÞ Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL MENNING&LISTIR Fiðurfé og fleiri furðuverur er tónlistardagskrá með leikrænu ívafi flutt af þríeykinu Tríópa. Verkefnið List fyrir alla: Fjöldi rafrænna listviðburða fyrir grunnskólanemendur um allt land Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri Listar fyrir alla. „Rákir – að teikna hreyfingu“ er samvinnuverkefni dansarans Katrínar Gunnarsdóttur og teikn­ arans Ránar Flygenring. Þær ferðuðust um Austurland rétt áður en skólum var lokað vegna COVID­19 í byrjun október. Mynd / Sebastian Ziegler. Stelpur rokka er smiðja í samstarfi við List fyrir alla við starfandi hljómsveitir sem eru öflugar fyrirmyndir fyrir konur í tónlist. Stelpur rokka eiga fjögur frábær myndbönd um raftónlist á Listveitunni. Mynd / Guðrún Veturliðadóttir List fyrir alla er verkefni sem ætlað er að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Fagráð í lífrænum búskap tilkynnir: Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa Málþing um lífrænan landbúnað Rafrænt málþing – sjá slóð á vef Bændablaðsins www.bbl.is 12. nóvember 2020 frá kl 10.00 -16.00 Fundarstjóri: Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor LBHÍ Kl. 10.00: Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun ? Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen, prófessor við LBHÍ. Kl. 10.45: Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá RML í hringrásarhagkerfum Kl. 11.40: Lífræn ræktun í grundvallaratriðum Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd - Hádegishlé kl. 12.15 - Kl. 13.00: Lífrænt ræktuð matvæli og áhrif á heilsu. Samantekt nýjustu rannsókna Prófessor Carlo Leifert (PhD, Dipl. Ing. Agr.) Doktor í örverufræði, Southern Cross University Kl. 13.45: Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til ? Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði Kl. 14.40: Lífræn framtíð á Norðurlandi – sjónarmið nýliða Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit. Kl. 15.15: Umræður og samantekt Málþingi lokið kl. 16.00 Hægt verður að tengjast málþinginu í gegnum vef Bændablaðsins www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.