Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 20204
FRÉTTIR
Landbúnaðarvörur fluttar inn frá ESB löndum á röngum tollanúmerum:
Talað um „stórfellt tollasvindl“ í innflutningi á ostum
– Skatturinn, sem fer með tollamál á Íslandi, segir að „reynist ábendingar réttar” gætu fyrstu mál verið kynnt innflytjendum á þessu ári
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis hefur verið með meint
lögbrot varðandi tollmeðferð við
innflutning á ostum til meðferðar.
Í umræðum á Alþingi 22. október
var sérstök umræða um tollamál og
eftirlit með innflutningi á búvör-
um. Þar var fullyrt að um stórfellt
tollasvindl væri að ræða virtust
ræðumenn sammála um að ekki
eigi að líða lögbrot af því tagi. Um
leið var upplýst að meint lögbrot
hafa haldið áfram jafnvel allt fram
í september þrátt fyrir vitneskju
tollayfirvalda.
Ítrekað hafa komið fram ábendinga
um að ekki væri allt með felldu varð
andi innflutning á ostum og kjöti frá
Evrópusambandinu sem flutt er inn í
skjóli tollasamnings sem skrifað var
undir haustið 2015. Þessi tollasamn
ingur átti að taka gildi um áramótin
2016/2017, en tók gekk ekki gildi
fyrr en 1. maí 2018. Mikið ósamræmi
hefur komið fram í útflutningstölum
ESB á landbúnaðarafurðum til Íslands
og þess innflutnings á sömu vörum á
árunum 2017, 2018 og 2019 sem inn
flytjendur á Íslandi hafa væntanlega
gefið upp við tollameðferð.
Ekki bættist ástandið þegar breyt
ingar á lögum um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim, nr. 25/1993 og
nýjar reglugerðir á sviði innflutn
ings landbúnaðarafurða tóku gildi
1. janúar 2020. Kemur það berlega
fram í svari tollayfirvalda við fyrir
spurn Bændablaðsins um innflutning
á land búnaðar vörum.
Þrátt fyrir vitneskju yfirvalda
um meint tollasvik, virðist hafa
verið haldið áfram að flytja inn
venjulegan ost sem jurtaost jafnvel
allt fram undir september. Nam
innflutningur á tolnúmeri jurtaosts
(2106.9068) t.d. 48 tonnum í júlí,
32 tonnum í ágúst, en hrapaði svo
af óútskýrðum ástæðum niður í 11,5
tonn í september.
Ábendingar í skoðun og verða
kynntar innflytjendum á þessu ári
reynist þær réttar!
Bændablaðið sendi Skattinum,
sem nú fer með tollamál á Íslandi,
fyrirspurn um þessi mál þann 26. júní
2020. Þar var spurt:
1. Hefur tollstjóraembættið grun
um að misferli hafi átt sér
stað í einhverjum tilvikum frá
ársbyrjun 2017 varðandi toll
skráningu á landbúnaðarafurð
um við innflutning frá löndum
Evrópusambandsins.
2. Hafa möguleg misferlistilvik
verið rannsökuð og hver er þá
niðurstaðan úr slíkum rannsókn
um?
3. Eru einhver meint brot á inn
flutningsreglum varðandi land
búnaðarafurðir í rannsókn eða
kæruferli og ef svo er hversu
mörg?
Vonir standa til að staðan skýrist
töluvert á haustmánuðum
Svar barst frá Skattinum þann 15. júlí
2020 og er svohljóðandi:
„Embættinu hafa borist ábend
ingar varðandi meint undanskot
aðflut nings gjalda í tengslum við
inn flutning landbúnaðarafurða.
Ábend ing arnar eru til skoðunar af sér
fræðingum embættisins en fjöldi mála
sem vísað verður í feril fyrir endurá
kvörðun aðflutningsgjalda samkvæmt
tollalögum liggur ekki fyrir á þessu
stigi. Vonir standa til að staðan skýrist
töluvert á haustmánuðum eftir vinnu
sérfræðinga. Reynast ábendingarnar
réttar gætu fyrstu málin sem byggja
á ábendingum verið kynntar inn
flytjendum á þessu ári. Við meðferð
mála er nauðsynlegt að standa rétt að
málsmeðferðarreglum skv. tollalög
um og stjórnsýslulögum.“
Ábyrgðinni að hluta
varpað yfir á MAST
Varðandi síðustu spurninguna er
svarið nokkuð sérstak. Þar vísa tolla
yfirvöld ábyrgðinni á tolla málum
að hluta hreinlega yfir á Matvæla
stofnun og bera fyrir sig breytingar
á lögum um innflutning á fersku
kjöti, eggjum og mjólk. Þetta er
enn athyglisverðara í ljósi þess að
í Bændablaðinu 8. október vísaði
MAST ábyrgðinni varandi svína
kjötsinnflutning yfir á eftirlitsaðila
inna ESB og þeirra vottorða. Í svari
tollayfirvalda segir:
„Embættið hefur ekki til rann
sóknar mál sem varða brot á inn
flutningsreglum landbúnaðarvara
vegna fraktsendinga í atvinnuskyni.
Þau mál eru almennt á forræði
Matvælastofnunar. Fyrirkomulagi
innflutnings á landbúnaðarvörum
frá EESsvæðinu tóku töluverðum
breytingum 1. janúar 2020 þegar
tóku gildi breytingar á lögum um
dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim,
nr. 25/1993 og nýjar reglugerðir á
sviði inn flutnings landbúnaðarafurða.
Með breytingunni var afnumin leyfis
skylda vegna innflutnings á hráum
og lítt söltuðum sláturafurðum, bæði
unnum og óunnum, hráum eggjum,
ógerilsneyddri mjólk og mjólkur
afurðum sem upprunnar eru og fluttar
eru inn frá aðildarríkjum samnings
ins um Evrópska efnahagssvæðið.
Breytingarnar höfðu í för með sér
töluverðar breytingar á fyrirkomulagi
innflutnings leyfisskyldra matvæla
frá EESríkjum.“
BÍ og LK gerðu skriflegar
athugasemdir í maí vegna
ostainnflutnings
Bændasamtök Íslands (BÍ) og
Landsamband kúabænda (LK) sendu
Bjarna Benedikssyni fjármálaráherra
tölvupóst þann 28 maí 2020 þegar
rúm tvö ár voru liði af gildistíma
samningsins. Erindið var innflutn
ingur á osti í töluverðu magni sem
fluttur var inn á röngu tollnúmeri
og þar með tollfrjáls sem jurtaostur,
en seldur á Íslandi sem venjulegur
ostur. Vísað var til þessa bréf í um
ræðum á Alþingi, en þar kmeur
m.a.fram að töluvert magn af osti
hefur verið flutt inn til landsins á
tollnúmeri 2106.9068 (jurtaostur)
sem ber engan toll. Ef litið er til
ársins 2019 þá nam innflutningur
inn um 300 tonnum eða sem sam
svarar 3.000.000 lítra mjólkur (um
2% heildar mjólkurframleiðslu
Íslands árið 2019). Fyrstu þrjá
mánuði ársins 2020 voru flutt inn
53,9 tonn undir þessu tollnúmeri.
Ostur þessi er að meginstofni eða 82
84% Mozzarellaostur og einungis
1112% pálmaolía og hefði því með
réttu ekki átt að flokkast undir það
tollnúmer.“ – Með öðrum orðum,
megin innihald vörunnar á að ráða
því undir hvaða tollflokk setja á vör
una, en gerði það ekki í tilvikum sem
vísað var til.
Búið til nýtt tollnúmer
fyrir ólöglega ostinn
Bætt um enn betur í þessu meinta
brotamáli og búin til nýr tollflokkur
utan samnings þar sem svo virðist
sem vísvitandi sé verið að gera brot
á tollasamningi varðandi innflutn
ing á ostum löglegt.
Þannig birtist þann 15. maí 2020
auglýsing í Stjórnartíðindum um
nýtt tollnúmer í tollskrá (2106.9060
matvæli að uppistöðu úr vörum úr
nr. 0405 (innsk. smjörflokkur) og
nr. 0405 (innsk. ostaflokkur) sem
innihalda jurtaolíu, t.d. ostur.).
Í þessu tilviki er aukaefni í vöru
ráðandi fyrir tollflokkun, eðlilegt
er að ráðandi innihaldsefni sé stýr
andi fyrir tollflokkun. Auk þess er
ekkert getið um hlutfall jurtaolíu
sem varan þarf að innihalda til að
flokkast undir nýtt tollnúmer sem
talsmenn BÍ og LK töldu í hæsta
máta óeðlilegt.
Bæði tollstjóri og stjórnarsvið
framkvæmdastjórnar ESB fyrir
skattamál og tollabandalag í Brussel
staðfestu að þessi vara sem með
auglýsingu í Stjórnartíðindum átti
að færa undir tollflokk 2106, ætti
skilyrðislaust að falla undir toll
flokk yfir osta númer 0406. Tók
ESB reyndar sérstaklega fram að
varan ætti ekki að falla undir toll
flokk 2106.
„Stórfellt tollasvindl“
Þann 22. október var sérstök um
ræða um tollamál og eftirlit með
innflutningi á búvörum á Alþingi
en málshefjandi var Sigurður Páll
Jónsson (Miðflokki) og til and
svara verður Bjarni Benediktsson
(Sjálfstæðisflokki), fjármála og
efnahagsráðherra. Sagði Sigurður
að í ljós hafi komið og í mörgum
tilfellum stórfelldur munur á því
sem virðist vera flutt inn í landið
borið saman við útflutning að utan
af sömu vörum, einkum frá löndum
ESB.
„Misræmið felst í því að meira
magn vara virðist fara út úr Evrópu
sambandinu á útflutnings skýrslum
frá tolla yfirvöldum þar, heldur en
toll afgreitt er hingað inn í landið í
tollflokkum sem bera tolla. Á hinn
bóginn virðast streyma inn vörur á
tollskrárnúmerum sem eru tollalaus
og engin leið að vita hvorki hvaðan
þær koma eða hvaða vörur er um að
ræða. Það má velta því fyrir sér hver
tilgangurinn er með slíkum vinnu
brögðum. Það er allt sem bendir til
þess frá allt benda til þessa að hér
væri ekki um neitt annað að ræða
en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl
eru lögbrot en ekki misræmi í fram
kvæmd samninga eins og gjörn
ingurinn hefur jafnvel verið nefndur
hér í ræðupúlti Alþingis.
Héraðssaksóknari hefur að
minnsta kosti einu sinni á þessu
ári kært fyrir brot af þessu tagi. Því
miður virðist hinsvegar svo að brot
sem þessi kunni að hafa staðið yfir
árum saman í einhverjum tilvikum.“
Sagði Sigurður einnig að
Íslenska ríkið þurfi að taka það
alvarlega að fylgja alþjóðlegri sam
ræmdri tollaskrá. Þar séu skýrar
réttarheimildir og Ísland sé skuld
bundið til að fylgja slíkri tollaskrá.
Misræmi í tollaframkvæmd hér á
landi miðað við tollaframkvæmd
ESB skekki opinberar inn og
útflutningstölur sem geri alla hag
sýslugerð ónákvæma. Rangar eða
ónákvæmar tölur hafi líka áhrif á
samningsgerð við önnur ríki, enda
séu traustar hagskýrslur grundvalla
forsenda fyrri gerð viðskiptasamn
inga.
„Fjölmargir aðilar hafa orðið
fyrir tjóni vegna athafnaleysis
stjórnvalda í þessu máli. Það er í
fyrsta lagi ríkið sem er að verða
fyrir mögulegum tekjum af tollum
af vörum sem fluttar eru til lands
ins og hefðu verið fluttar inn á
tollum að öllu eðlilegu. Í öðru lagi
hafa bændur orðið af markaði sem
hleypur á milljónum lítra mjólkur og
hundruðum, eða þúsundum tonna af
kjöti. Hafi slíkt verið ætlun stjórn
valda hefði verið nær að segja slíkt
berum orðum, en halda ekki uppi
samtímis fagurgala um mikilvægi
landbúnaðar því tekjutap bænda er
tilsvarandi. Allir aðrir aðilar á mark
aði sem hafa fylgt settum leikregl
um réttarríkisins, hafa sömu leiðis
setið við skertan hlut vegna þess
ólögmæta mismunar sem felst í því
að innheimta ekki lögboðna tolla af
innfluttum vörum.
Starfshópur greindi misræmið og
athugun verður haldið áfram
Bjarni Benediktsson fjármála
ráðherra sagði að viðbrögð yfir valda
við fregnum um misræmi í útflutn
ingstölum frá ESB og innflutnings
tölum á sömu vörum til Íslands hafi
verið að koma á fót starfshópi til að
greina þetta misræmi. Niðurstöður
þess starfshóps hafi verið birtar að
morgni 22. október, sama daga og
umræðan fór fram á þinginu.
„Þar er m.a. bent á að það þurfi
að auka nákvæmni í skjölun og
eftirfylgni við tollafgreiðslu. Það
er misræmi og það gengur í báðar
áttir. Stundum eru tölurnar hærri
hér á landi en útflutningstölur frá
Evrópusambandinu, en stundum
eru þær lægri. Við viljum fara nánar
ofan í þetta og ég hef þess vegna
ákveðið að þessari vinnu skuli
haldið áfram.“
Þá sagði Bjarni að hart hafi verið
tekið á tilteknu máli á misræmi í
tollskráningu á ostum sem kalla
mætti pizzaosta og hafi verið skráðir
í ranga tollflokka. Var hann þar að
vísa til þess máls sem BÍ og KLK
sendu honum erindi útaf.
Bjarni sagðist taka undir það að
það gæti skekkt samkeppnisstöðu
að vara kæmi hér inn í röngum toll
flokki. Þá sé réttilega bent á að ríkið
verði af tekjum.
„Þegar er verið að ákveða toll
flokkinn sem vara á heima í, þá
látum við þá niðurstöðu ekki ráðast
af því hver tollurinn kynni að verða,
heldur viljum við bara fá faglega
rétta niðurstöðu á grundvelli þeirra
alþjóðlegu viðmiða sem við höfum
skuldbundið okkur til að fylgja. Í
þessu tiltekna dæmi þá var uppi viss
vafi, en það þurfti nánari skoðun
til þess að komast að réttri niður
stöðu. Í því samhengi þá er erfitt að
halda því fram að menn hafi verið
að misnota kerfið þegar tollurinn
hafði skoðun á því að varan ætti
heima þar sem að hún var flokkuð.
Við endurskoðun og eftir að nú aug
lýsing var gefin út ættu ný viðhorf
að hafa tekið við.“
Bjarni sagðist líka taka undir
það að samkeppnisstaðan skaðað
ist ef innlendir framleiðendur sem
treysta á verndina sem felst í tollum
nytu ekki þeirrar verndar. Sagðist
Bjarni jafnframt vilja koma því til
leiðar að fullur vilji væri til að taka
fast á þessu máli. Hann sagðist líka
vilja taka það fram að auðvitað væri
verið að innheimta tolla í samræmi
við reglur, en það kynni að vera að
innflytjendur gefi upp röng tolla
númer sem leiði til rangrar tollun
ar. Þar hafi tollayfirvöld hinsvegar
ríkar heimildir til að fara langt aftur
í tímann og beita álagi þegar það
eigi við. /HKr.
Úr tollalögum
Innflytjandi, sem sendir [tollyfirvöldum] 1) aðflutningsskýrslu um vöru með rammaskeyti um gagnaflutningsnet vegna SMT- eða VEF-tollafgreiðslu, ber
ábyrgð á því að upplýsingar, sem þar eru veittar, séu réttar. Enn fremur ber hann
ábyrgð á að fram komi allar þær upplýsingar sem eiga að koma fram vegna
tollafgreiðslunnar og að þær séu byggðar á viðeigandi fylgiskjölum sem eiga að
liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu.
Sá sem undirritar og lætur [tollyfirvöldum] 1) í té skriflega aðflutningsskýrslu
ásamt fylgiskjölum ber ábyrgð á því að þær upplýsingar sem þar koma fram séu
réttar. Enn fremur ber hann ábyrgð á að fram komi allar þær upplýsingar sem
eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar.
112 gr. Endurákvörðun aðflutningsgjalda eftir skriflega tollafgreiðslu
Tollyfirvöldum er heimilt að endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld á grundvelli 1. mgr. vegna sendinga sem innflytjandi hefur fengið tollafgreiddar
á síðustu sex árum talið frá þeim degi þegar honum berst tilkynning skv. 1. mgr.
114. gr. um fyrirhugaðan úrskurð um endurákvörðun.
Sigurður Páll Jónsson opnaði sérstök umræðu á Alþingi um tollamál og
eftirlit með innflutningi á búvörum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að starfshópur myndi halda
áfram skoðun á meintu misferli á tollum.