Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202018 Sviðsmyndagreining fyrir ferðaþjónustuna næstu misserin: Mikilvægt að ferðaþjónustan verði í stakk búin þegar rofar til – Aðgerðirnar sem gripið verður til í ljósi þróunarinnar munu skipta verulegu máli Gefin var út sviðsmyndagrein- ing fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi 28. október á kynningu sem KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir. Markmið hennar er að draga fram þær áskoranir sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þannig að hægt sé að meta og forgangsraða aðgerðum, svo samræmi sé milli ríkis, sveitarfé- laga og atvinnulífs um þær. Í skýrslunni kemur fram að þróunarferill ferðaþjónustunnar á næstu misserum muni hafa mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og því munu aðgerðirnar sem grip- ið verður til, í ljósi sviðsmynda- greiningarinnar, skipta verulegu máli. Fjórar mögulegar sviðsmyndir greindar Sviðsmyndirnar eru fjórar og svo eru teiknaðir upp mögulegir þró- unarferlar fyrir ferðaþjónustuna í ljósi sviðsmyndanna, sem aðgerð- irnar ættu að taka mið af. Í sviðsmyndagreiningunni kemur fram að lykilatriðin hvað varðar þróun í átt að nýjum veruleika verði heilbrigðiskerfið, faralds- fræðin, stefna stjórnvalda og viðhorf. Einstök lönd og mark- aðssvæði hafi mismunandi getu, viðhorf og viðbrögð til að taka á COVID-19 og því eru áhrifin mis- munandi eftir löndum hversu djúp efnahagskreppan verður og hve lengi hún mun vara. Almennt sé gert ráð fyrir því að á Vesturlöndum náist tök á heilsuvá um eða upp úr miðju ári 2021, ef vel gangi með þróun bóluefnis. Það megi hins vegar búast við sveiflum og bakslagi í þróun ferðaþjónustunnar vegna smitáhrifa milli landa. Á réttri syllu Sviðsmyndin „Á réttri syllu“ lýsir því hvernig ferðaþjónusta og inn- viðir á Íslandi hafa verið byggðir upp og sérstaða landsins efld. „Kyrrstaða ríkir á helstu ferða- mörkuðum og fjöldi ferðamanna er umtalsvert minni en fyrir COVID. Því hefur ferðaþjónustan á landinu brugðist við með því að auka sér- hæfni og vinna á völdum mark- aðssyllum. Þeir ferðamenn sem þó koma vilja njóta sérstöðu landsins og gæða og eru tilbúnir að greiða fyrir það ásættanlegt verð. Samkeppnisstaða Fágætisferðamennska eflist og er samkeppnisstaða Íslands ekki hvað síst fólgin í hreinu og sterku vörumerki, nægu rými, öryggi og hreinlæti. Íslenskir ferðamenn eru mikilvægur markhópur. Staða fyrirtækja í ferðaþjón- ustunni Innviðir ferðaþjónustunnar eru ekki fullnýttir og bíða þess að markaðir opnist aftur. Því hefur þetta leitt til þess að þau ferða- þjónustufyrirtæki sem veikari voru fyrir, hafa mörg hver hætt starfsemi. Hægfara bati vegna COVID-19 á hefðbundnum ferða- mörkuðum hefur gert flestum fyr- irtækjum í greininni erfitt um vik að halda í lykilstarfsmenn. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa mörg gengið í gegnum mikla hag- ræðingu og sameiningar. Nokkur nýsköpun hefur átt sér stað þar sem fyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig að breyttum kröfum ferða- manna og aðstæðum. Starfsfólk Mikill árangur hefur náðst í að mennta upp og aðlaga starfsfólk að breyttum störfum tengdum ferðaþjónustunni. Minna er um erlent starfsfólk í greininni. Aðkoma opinberra aðila Hvatt hefur verið til nýsköpunar og verulegir fjármunir settir til að efla hana og mannauðinn í grein- inni. Sömuleiðis hefur verið farið í aðgerðir til að styðja við sterka ímynd Íslands og gott samstarf um að gera þeim ferðamönnum sem kjósa að koma til landsins kleift að ferðast hingað án þess að ógna sóttvörnum í landinu. Innviðir hafa verið styrktir og verulegar framkvæmdir átt sér stað til að styrkja þá áfangastaði sem þarf til að vinna á þessum mörkuðum. Mikilvægustu áherslur á kom- andi misserum „Skilgreina og sameinast um samkeppnishæfni greinarinnar. Horfa til framtíðar. Örva þekk- ingaröflun og nýsköpun. Tryggja fjármagn,“ segir í lýsingu á sviðs- myndinni. Land tækifæranna Sviðsmyndin „Land tækifæranna“ gerir ráð fyrir því að heimurinn sé búin að ná tökum á COVID-19 og ferðamenn vilji ferðast til öruggra staða. „Á Íslandi eru öflugir inn- viðir ferðaþjónustu og heilsugæslu og gott rými til að taka á móti ferðamönnum. Helsta áskorun ferðaþjónustunnar er að tryggja afkastagetu til að taka á móti þeim fjölda sem vill koma ásamt því að nýta stýringu til að jafna álagið um land allt með tilliti til skilgreindra þolmarka. Til staðar er mótuð sýn um að ná frekar til ferðamanna sem kjósa gæði umfram verð. Jafnframt er vaxandi eftirspurn annarra mark- hópa með tilheyrandi vaxtarverkj- um sem erfitt er að stýra. Samkeppnisstaðan Gott samstarf er milli stjórnvalda og ferðaþjónustunnar og almenn sátt ríkir um greinina. Dvalartími ferðamanna hefur aukist verulega frá því fyrir COVID, ekki hvað síst vegna nýrra áherslna í afþreyingar- möguleikum eins og lengri göngu- og fjallahjólaferðum. Starfsfólk Fjölbreytt störf á sanngjörnum launum. Lítið atvinnuleysi er í greininni enda eftirsóknarverð at- vinnugrein jafnt fyrir Íslendinga og erlent vinnuafl. Umhverfismál Ferðaþjónustan byggir á sjálfbærni í sátt við samfélagið og náttúruna. Því eru umhverfismál, náttúru- vernd og markviss álagsstýring, lykilþættir í markaðssetningu og nýtingu landsvæða. Rekstrarumhverfið Ferðaþjónustan er almennt farin að ganga vel og skila arðsemi til fjárfestinga. Í kjölfar sameininga í greininni eru komnir nokkrir stórir rekstraraðilar með yfirburði vegna stærðarhagkvæmni og aðgengi að fjármagni. Smærri ferðaþjónustu- aðilar byggja á sérstöðu. Vaxandi umræður eru um inn- komu erlendra ferðaþjónustufyrir- tækja sem þekkja ekki séríslenskar aðstæður og geta raskað því öryggisstigi sem greinin viðhefur. Aðkoma opinberra aðila Styrkja lífvænleg fyrirtæki. Virkja starfsfólk frá atvinnuleysisbótum,“ segir í lýsingu á sviðsmyndinni. Móðuharðindin 2.0 Svartasta sviðsmyndin er kölluð „Móðuharðindin 2.0“. Erfiðlega gengur að þróa og koma bóluefni í dreifingu samkvæmt henni og ekki hefur tekist að ryðja helstu ferða- hindrunum úr vegi. „Hindranir eru á landamærum og lítill ferðavilji. Almenn hræðsla er við ferðalög nema til sérvaldra öruggra staða og mikil smit á Íslandi hafa breytt ásýnd landsins til hins verra. Rekstrarumhverfið Mörg félög hafa orðið gjaldþrota og eftir standa fá stór félög. Mikið um einyrkjarekstur. Lítil verðmæta- sköpun og gjaldeyristekjur. Bankar í auknum mæli farnir að leysa til sín eignir og fyrirtæki. Ferðatengdar fasteignir að breytast í íbúðir fyrir aldraða og námsmenn. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er víða brotin þar sem mikilvæg fyrirtæki hafa helst úr lestinni, tæki hafa verið seld úr landi og þjónusta aflögð. Afkastageta greinarinnar er lítil. Eftirköst faraldursins eru umtals- verð sem hefur komið hart niður á lífskjörum landsmanna. Aðkoma opinberra aðila Útgjaldamörk opinberra aðila Ferðaþjónusta Ferðamenn við Tjörnina í Reykjavík. Mynd / smh Sviðsmyndirnar fjórar eru með lýsandi heiti og mótast af tveimur megindrifkröftum; hversu hratt bataferlið er vegna COVID-19 á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar og hins vegar hvernig tekst að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig verða til fjórar sviðsmyndir sem lýsa mismunandi starfsumhverfi ferðaþjónustunnar, áskorunum og tækifærum. Þær munu svo hjálpa stjórnvöldum og hagsmunaaðilum við að taka réttar ákvarðanir. Möguleg þróun ferðaþjónustunnar í ljósi sviðsmynda. Þróunin yfir tíma getur verið mismunandi eftir fyrirtækjum og hvað varðar almenna þróun greinarinnar. Þróunarferlið mun hafa mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Aðgerðir ferðaþjónustufyrirtækja, stjórnvalda og annarra hagaðila eins og fjármálageirans skipta verulegu máli. Stóra verkefnið er, samkvæmt greiningunni, að tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og öfluga viðspyrnu. Þróunarferill sviðsmyndarinnar „Á réttri syllu“ er U-laga. Þróunarferill sviðsmyndarinnar „Á réttri syllu“ er U-laga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.