Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202024 LÍF&STARF Borgnesingurinn Nanna Einars­ dóttir, forritari og prjónakona, fékk þá hugmynd í upphafi kórónuveirufaraldursins að útbúa netsíðuna lykkjustund.is sem er prjónareiknivél, en þar má finna grunn að algengum prjónaverkefnum. Nanna segir þetta skemmtilegt gæluverkefni sem hún vonast til að veiti fleiri prjónurum frelsi til að gera sín eigin prjónastykki. Á lykkjustund.is má finna grunn að algengum prjónaverkefnum. Reiknivélin útbýr uppskriftir í réttri stærð fyrir allar gerðir af garni bæði fyrir börn og fullorðna. „Þetta eru einfaldar uppskriftir sem eru kjörnar fyrir byrjendur jafnt sem lengra kona sem vilja prófa sín eigin mynstur. Útreikningar sem fylgja prjónaskap geta verið tímafrekir og flóknir, sér í lagi ef uppskriftir passa ekki garni eða prjónfestu notandans. Með síð- unni er hægt að spara sér tíma í undirbúning og nýta tímann frekar í prjónaskapinn. Það er gríðarleg vinsældabylgja í prjóni í gangi sem tókst á loft þegar samkomubannið skall á og er það mikill meðbyr fyrir Lykkjustund. Sést það bæði á auknum fjölda prjónara sem og opnunum prjónabúða, fjölda upp- skriftahöfunda sem er að stíga fram og grósku í framleiðslu handlitaðs garns,“ útskýrir Nanna. Samhæfir forritun og prjónaskap Nanna segist hafa farið rólega af stað í að kynna síðuna en er gríðarlega ánægð með þær jákvæðu viðtökur sem hún hefur fengið. „Þarna inni eru grunnuppskriftir að algengustu prjónaflíkum, sokk- ar, húfar og vettlingar sem aðlagast að garntegund. Ef maður veit prjón- festuna sína með viðkomandi garn- tegund og prjónum getur maður fengið uppskrift sem hægt er að aðlaga sjálfur með prjónfestureikn- inum. Mín von er að þetta hjálpi fólki við að útfæra hugmyndir sem það fær. Fólk setur inn prjónfestuna og hvaða stærð viðkomandi vill og þá fær sá hin sami þær upplýsingar sem hann þarf,“ segir Nanna og bætir við: „Ég er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hef starfað við hugbúnaðarþróun síðastliðin 7 ár en ég byrjaði á svipuðum tíma í því og að prjóna. Þannig að þetta eru tvær ástríður sem ég tengi saman með þessu. Ég fæ hvort sína forritunaránægjuna út úr þessu, gæluverkefnið sem er af minni skala en í vinnunni hjá Anker Solutions þar sem ég tekst á við risastór vandamál og þar eru stærri áskoranir. Mikið af reikningsvinnunni fyrir lykkjustundina var ég búin að gera áður í mínum eigin prjónaskap en ég hef alltaf haft áhuga á að gera mitt eigið í prjóni svo þá var bara forritunarvinnan eftir, innan gæsalappa. Ég hefði ekki gefið mér tíma í það ef ekki hefði verið fyrir skipanir um að vera heima hjá sér. Allt í einu var ég í lausagangi og gat sinnt þessu. Ég gaf út fyrstu uppskriftina á síðunni í vor og hef verið að prjóna við hana síðan þá. Þegar ég er ekki að forrita síðuna get ég verið að prjóna svo það er gott að hafa það viðfangsefni samhliða.“ /ehg Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona: Útbjó prjónareiknivél í COVID-faraldrinum Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona, fékk þá hugmynd í upphafi kórónuveirufaraldursins að útbúa netsíðuna lykkjustund.is sem er prjónareiknivél og opin fyrir alla. Síðastliðna þrjá mánuði hafa heimsóknir inn á síðuna verið um tvö þúsund á mánuði að meðaltali. Instagram-síða lykkjustundar er https://www.instagram.com/lykkjustund/ „Þarna inni eru grunnuppskriftir að algengustu prjónaflíkum, sokkar, húfur og vettlingar, sem aðlagast að garntegund. Ef maður veit prjónfestuna sína með viðkomandi garntegund og prjónum getur maður fengið uppskrift sem hægt er að aðlaga sjálfur með prjónfestureikninum.“ Haust. Húfur. Vettlingar. Sokkar. Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is driflæsing framan og aftan / hátt og lágt drif / rafléttistýri / dráttarkúla / spil / stór dekk / stillanleg fjöðrun Cobalt 550 max ltd Kr. 1.469.000 með vsk. iron 450 max ltd Kr. 1.298.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.790.000 m/vsk. T3b götuskráð Bifreiðaskráð 1.590.000 m/vsk. T3b götuskráð UTAN ÚR HEIMI Afríska svínapestin: Tilfellum smitaðra villisvína fjölgar enn í Þýskalandi Afríska svínapestin heldur enn áfram að breiðast út í austurhluta Þýskalands. Þann 1. nóvember staðfesti Friedrich Loeffler Institute að smittilfellin væru orðin 123 og öll í villtum svín­ um. Enn sem komið er er ekki vitað til að eldissvín í landinu hafi smitast. Fyrst var greint frá því 10. september að smit hefðu greinst í villisvínum innan austurlandamæra Þýskalands sem liggja að Póllandi. Þann 16. október voru tilfellin þá orðin 91 og voru komin í 123 um síðustu helgi. Matvæla og landbúnaðarráðu- neyti Þýskalands hefur virkjað sér- stakar viðbragðssveitir til að takast á við afrísku svínapestina í landinu. Þýsk yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum, enda um gríðar- lega hagsmuni að ræða varðandi útflutning á svínakjöti. Vegna smits- ins sem fannst í villisvínum lokuðu nokkrar helstu viðskiptaþjóðir Þjóðverja í Asíu fyrir innflutning á svínakjöti strax í september. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.