Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 Til sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda Sjóðfélagayfirlit fyrir tímabilið apríl 2020 til september 2020 fyrir alla greiðandi sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda eru nú aðgengileg á sjóðfélagavef. Vinsamlegast hafið samband við sjóðinn ef óskað er eftir að fá yfirlit sent í pósti. Skorað er á sjóðfélaga að bera yfirlitin saman við launaseðla og gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum. Jafnframt er sjóðfélögum bent á að hafa tafarlaust samband við sjóðinn, hafi þeir ekki fengið yfirlit frá sjóðnum en telja að vinnuveitandi hafi átt að skila iðgjöldum til sjóðsins. Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar, sé það síðar, og sjóðnum hefur ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík s. 563 1300 - lsb@lsb.is MÁLFAR&MÁLNOTKUN Ég hef stundum horft á fót- boltaleiki sem lýst er í sjónvarp- inu og þá hef ég tekið eftir að notuð eru orð sem mér finnast ekki hæfa efninu. Þegar liðin taka aukaspyrnu eða horn- spyrnu þá er talað um „föst leikatriði“ en mér finnast þau alltaf vera tilfallandi leikatriði. Einu föstu leikatriðin sem ég sé eru þegar leikurinn er flautað- ur á þegar hann hefst og síðan flautaður af þegar hann endar. Allt annað er háð gangi leiksins. Í hálfleik er talað um að annað liðið „leiði“ með tiltekið mörgum mörkum. Þegar við leiðum börn eða gamalmenni þá erum við að hjálpa þeim að komast áfram en þegar einstaklingar eða lið keppa hvert við annað þá eru þau ekki að hjálpa andstæðingunum áfram, þvert á móti eru þau að hindra andstæðingana í að ná árangri og um leið eru þau að keppast sjálf við að hafa forystu. Þegar liðnar eru 90 mínútur í fótboltaleik þá er það kallaður „venjulegur leiktími“. Það er venjan að bæta þurfi við þennan leiktíma nokkrum mínútum vegna tafa í leiknum þannig að það væri mjög óvenjulegt ef leiktíminn færi ekkert umfram þessar 90 mínútur. Betra væri að tala um markaðan leiktíma þegar 90 mínúturnar eru liðnar. Þegar leikmenn brjóta af sér innan vítateigs er dæmd vítaspyrna. „Víti“ vísar til að liðinu sé refsað fyrir ólöglegt athæfi. Ef leiknum lýkur án þess að úrslit hafi fengist þá er stundum gripið til „vítaspyrnukeppni“. Fyrir hvað er þá verið að refsa? Vítaspyrna einkennist af því að þá er knettinum spyrnt frá tilgreindum punkti og hún gæti eins kallast punktspyrna. Tímabilið sem keppnin á Íslandsmótinu stendur yfir er stundum kallað „season“ upp á ensku. Í skólakerfinu er talað um önn þegar átt er við hliðstæð tímabil. Þorsteinn Guðmundsson Fótbolti BÆKUR& MENNING Kindasögur 2: Afturgengnar kindur á Rauðasandi Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson hafa tekið saman annað hefti af kindasögum sem kallast Kindasögur 2. Fyrra bindi, Kindasögur, kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur. Höfundarnir ákváðu því að setja saman aðra bók með fleiri frásögnum af afrekum og uppátækjum íslenskra kinda til að slökkva kindasagnaþorsta þjóðarinnar. Höfundarnir eru áhugamenn um sögur og sauðfé og þeir segja kindasögur vera merkilega grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem eigi sér langa sögu en endurnýist þó sífellt með breyttum tímum og búskaparháttum. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi. Víða komið við Í nýju bókinni er víða leitað fanga eins og í þeirri fyrri. Greint er frá afreki forystusauðar í Þistilfirði, fjallað um afturgengnar kindur á Rauðasandi, í Vopnafirði og víðar, rifjaðar upp útvarpsauglýsingar Sauðfjárverndarinnar á Selfossi og sagt frá manninum sem stóð á bak við þær. Þá er stiklað á sögu sauðfjárhalds innan borgarmarka Reykjavíkur og sagt frá stormasömum samskiptum reykvískra fjáreigenda við garðeigendur og borgaryfirvöld. Rætt er um áhrif eldgosa á sauðfé, meðal annars greint frá afleiðingum öskufalls frá Eyjafjallajökli í Fljótshlíðinni, og rifjaðar upp sögur af strokukindum sem létu hvorki stórfljót né aðrar torfærur stöðva sig á leið sinni í forna heimahaga. Sagt er frá fjárskiptum og fjárböðun í Flóanum á síðustu öld og loks eru rifjuð upp kvæði íslenskra skálda þar sem kindur eru í aðalhlutverki. Með sögunum fljóta svo ýmsir fróðleiksmolar um líf og kjör fólks og fénaðar í landinu að fornu og nýju. Kindur úr handan heimum „Í íslenskri þjóðtrú úir og grúir af sögum af afturgöngum bæði manna og dýra. Einn skæðasti draugur á Íslandi var raunar ekki afturgenginn maður heldur naut, sjálfur Þorgeirsboli, og fleiri dæmi eru um að nautgripir, hestar, hundar og jafnvel selir gangi aftur. Þó er furðu lítið um að sauðfé komi við draugasögur að öðru leyti en því að illvígir draugar voru vísir til að drepa kindur til að ná sér niðri á eigendum þeirra. Þó er ekki dæmalaust að draugar bregði sér í kindalíki í gömlum sögum. Hrútsvatn heitir allstórt stöðuvatn rétt sunnan við hið forna stórbýli Ás í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Löngum lék það orð á að kynjadýr væru í vatni þessu, sumir sögðu nykur en aðrir töldu að í vatninu byggi hrútur, mórauður að lit. Sagt er að í fyrndinni hafi í búrhorninu í Ási haldið til draugur í líki mórauðs hrúts. Fenginn hafi verið kunnáttumaður til að kveða hann niður og sá á að hafa sett þann mórauða niður í Hrútshelli sem var norðanvert við vatnið. Vatnið hefur síðan brotið land þar sem hellir þessi var og er hann nú horfinn. Þar er nú aðeins bergsnös, spölkorn ofan við vatnsbakkann, en ekki hefur frést til hrútsins í seinni tíð. Fylgjur voru eins konar andaverur eða draugar sem fylgdu einstaklingum eða heilum ættum, mann fram af manni, og voru oft í líki dýra. Þegar maður sem átti sér fylgju kom á bæ var hún oft komin á undan honum og heimilismenn sem næmir voru eða skyggnir gátu þá séð hvaða gestakomu var að vænta. Fylgjur voru iðulega í hundslíki, sumar voru í mannsmynd og enn aðrar voru kynjaskepnur eða skrímsli. Þess eru líka dæmi að kindur séu fylgjur manna þótt ekki sé það algengt. Hins vegar eru til fjöldamargar frásagnir af kindum huldufólks sem áttu það til að hverfa þegar minnst varði. Sagnir eru til um að ær úr mannheimum hafi verði lembdar af hulduhrútum og svo gat það líka verið á hinn veginn, að huldufólk kæmi með ær um fengitímann og héldi þeim undir hrúta úr mannheimum. Til eru sögur um að mennskar konur hafi mjólkað ókunnar ær í kvíum, hirt mjólkina og orðið fyrir reiði huldufólksins sem ærnar átti – en á hinn bóginn gat bóndi sem fóðraði huldukindur um vetur átt von á launum frá eigendum þeirra um vorið. Loks má minnast þess að haft var eftir Einari Jónssyni á Einarsstöðum í Reykjadal, sem lengi starfaði sem lækningamiðill, að hann hefði oft átt í vandræðum með að telja fé í rétt eða fjárhúskró. Hann hefði séð miklu fleiri kindur en aðrir menn.“ /VH Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir nýjum umsóknum um álagsgreiðslur vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu. Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla nær m.a. til landnota, aðbúnaðar og umhverfis, skýrsluhalds, jarðræktar, fóðrunar, heilsufars og lyfjanotkunar. Skila skal umsóknum rafrænt í AFURÐ fyrir 20. nóvember nk., ásamt tilheyrandi fylgiskjölum með umsókn, óski framleiðandi eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Umsóknir um álagsgreiðslur KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is SETTU TÆKIN ÞÍN Á NEGLD DEKK Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Þú færð Best Grip naglana hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.