Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 1
21. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 5. nóvember ▯ Blað nr. 574 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is MAST skoðar varnarefni í innfluttu grænmeti og ávöxtum: Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati – Leifar ýmissa varnarefna í ávöxtum reyndust í um 5% tilfella vera yfir hámarksmörkum en engar leifar í grænmeti Í skýrslunni kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum, fund ust í 4,7% ávaxta og 9,7% grænmetis. Meðal ávaxta þar sem leifar varnarefna reyndust yfir leyfilegu hámarki voru blæjuber, kíví, stjörnualdin, klementínur og appelsínur. Hvað grænmeti varðar reyndist mest vera af leifum af skordýraeitri í innfluttu spínati frá Bandaríkjunum. Ástæður varnarefnaleifa mismunandi Í skýrslu MAST segir að frum­ framleiðsla matjurta sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitar­ félag anna sem einnig hefur eftirlit með innflutnings­ og dreifingarfyrirtækjum. Matvæla­ stofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Þegar efni greinast yfir hámarks­ gildi er málum fylgt eftir með stöðv­ un dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niður­ stöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún inn­ kölluð. Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi. Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu. /VH – Sjá nánar á bls. 2 Fjóla Signý Hannesdóttir á bæn­ um Stóru­Sandvík í Sand víkur ­ hreppnum hinum forna, sem tilheyrir nú Sveitarfélaginu Árborg, hefur tekið við rófuræktinni á bænum af öldruðum föður sínum, sem hefur stundað rófurækt í 40 ár, auk þess að rækta rófufræ. „Já, ég er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá mér. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst ekki upp, það sprettur, sama hvernig sumarið er hér á Íslandi. Árlega eru ræktuð og seld um 900–1.100 tonn af rófum á Íslandi á ári hverju, en ég er mjög lítil í rófunum, eða með einhver 15 tonn,“ segir Fjóla Signý. Stór í fræjunum Já, Fjóla segist vera lítil í rófuræktinni en hún er stór í fræjunum. „Það passar, ég rækta um 18 kg af fræi á ári hverju. Ég sáði í sumar um 250–300 g og fékk þessi 15 tonn af rófum. Þannig að mín fræræktun passar fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, eða 900–1.100 tonn,“ segir hún. Gengur illa að fá styrki Fjólu Signýju hefur gengið illa að fá styrki frá hinu opinbera og sjóðum vegna rófu­ og fræræktunarinnar. „Ég hef sótt um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, sem ég fékk ekki og ekki heldur frá Erfðanefnd landbúnaðarins, þar sem veittir voru styrkir til verkefna sem stuðla að sjálfbærni á Íslandi. Okkar helstu sérfræðingar í jarðrækt segja að það sé mjög mikilvægt að ég haldi ræktuninni áfram, þar sem á þessum 40 árum hefur pabba tekist að þróa og rækta nýjan rófustofn, sem er alíslenskur. Við erum því alveg sjálfbær í rófnaræktun á Íslandi, það skiptir miklu máli fyrir Ísland, sérstaklega á tímum sem þessum. „Ég hef verið að leita eftir styrkjum þar sem ég er í raun að vinna nánast allt í sjálfboðavinnu. Mér finnst ræktunin mín skipta máli fyrir allt Ísland og mér finnst þetta líka skemmtilegt, annars gæti ég ekki unnið þetta svona mikið í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir. /MHH Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati. Fjóla Signý Hannesdóttir í Stóru-Sandvík: Eini ræktandinn á rófufræi í landinu fyrir íslenska bændur Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi í Stóru-Sandvík, sem náði um 15 tonnum upp úr görðunum sínum í haust af Sandvíkurrófum. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý sér um að rækta rófufræ fyrir alla rófubændur á Íslandi, eða um 18 kg á hverju ári. Útbjó prjónareiknivél í COVID-faraldrinum 26 –27 24 Breyta þarf regluverki þannig að bændur geti slátrað sínum lömbum í „örsláturhúsum“ Frumuræktun suðrænna ávaxta 28 –29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.