Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 47
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá neinum umræðan um
hættulegt malbik síðan í sumar
eftir að banaslys var rakið til
malbiks sem ekki stóðst kröfur.
Það sem færri vita er að þessar
kvartanir bifhjólafólks hafa verið
árlegar síðan á síðustu öld, en ég
sem mótorhjólamaður síðastliðin
rúm fjörutíu ár kannast vel við
kvartanir um lélegt malbik fyrir
okkur mótorhjólafólk.
Við höfum bent á hættur ítrekað
nánast á hverju ári síðan ég byrj-
aði mína mótorhjólamennsku fyrir
1980. Allir sem kaupa eldsneyti
borga af því skatt til vegagerðar og
vegabóta, en oft finnst manni þessi
peningur fara annað en þangað sem
hann á að fara.
Blæðingar í malbiki gera
vetrardekk gagnslaus í hálku
og snjó
Fyrir rúmri viku síðan átti ég er-
indi norður í land og þar sem að
veðurspáin virtist vera að hætta
væri á snjókomu og hálku á þeim
fjallvegum, þá setti ég nagladekkin
mín undir bílinn minn. Eftir að
hafa keyrt yfir Holtavörðuheiði
tók ég eftir að töluverð tjara hafði
safnast á dekkin þegar ég stopp-
aði í Staðaskála, það var lítið við
þessu að gera annað en að halda
áfram. Á Blönduósi voru komnir
tjörukleprar á öll dekk og eftir var
Öxnadalsheiðin. Áfram var haldið
og uppi á heiðinni var búið að snjóa
það mikið að ekki sást í malbik og
ekki enn byrjað að skafa. Gripið
í nýju negldu dekkjunum mínum
var nánast ekkert, sérhannað vetr-
armunstrið var fullt af tjöru og ef
ekki hefðu verið naglar í dekkjunum
hefði ég verið í slæmum málum.
Þarna kom vel í ljós nauðsyn nagla
við þessar aðstæður, en þrátt fyrir
naglana var bíllinn mjög laus á veg-
inum því að vetrardekkjaeiginleikar
dekkjanna voru ekki neinir vegna
tjöru.
Svona blæðingar eru of algengar
víða um land og þarf að bæta úr ef
ekki á að verða slys, en fólk verður
að geta treyst á að ekki safnist tjara
í munstrið á dekkjunum á láglendi
áður en haldið er á hærri vegi sem
á er snjór og hálka.
Ljótar myndir á spjallsíðum
atvinnubílstjóra og áhugasamra
um bættar samgöngur
Í verði af hverjum lítra af eldsneyti
fer samkvæmt lögum viss upphæð
til vegagerðar og vegabóta og
okkur sem notum vegi landsins
sárnar alltaf hvað lítið er hlustað á
vegfarendur þegar kvartað er út af
slæmu ástandi vega.
Síðustu árin hafa reglulega verið
birtar myndir frá bílstjórum sem
hafa lent í miklum blæðingum úr
malbiki á veturna. Að fara með
svona dekk á hálar heiðar er einfald-
lega stórhættulegt og er ekki spurn-
ing um hvort heldur bara hvenær
að það verður svo alvarlegt slys af
völdum þess að öll landsbyggðin
verður í áfalli. Það verður að hlusta
á þessar kvartanir og vinna bót á
þessu sem fyrst því að þetta ástand
er ekki boðlegt, það er einfaldlega
grátlegt að vera búinn að fjárfesta
í bestu fáanlegu vetrardekkjunum
og svo virka þau ekki vegna tjöru-
blæðinga.
Ábendingar hunsaðar og ekkert
gert fyrr en að umræðan er í
öllum fjölmiðlum
Oft hefur maður hlustað á Ólaf
Guðmundsson umferðarsérfræðing
í fjölmiðlum kvarta undan hörmu-
legu ástandi vega, en það er eins
og ekkert sé hlustað á Ólaf og hans
ráðleggingar. Oftar en ekki finnst
manni að orð hans séu túlkuð á þann
veg að hann viti ekkert hvað hann er
að segja. Ekkert gert til að bæta og
laga þær ábendingar sem hann gefur.
Fyrir nokkru síðan hóf mót-
orhjólaklúbburinn Sturlungar í
Hafnarfirði söfnun til að bæta veg-
merkingu á þeim stað sem félagi
þeirra lést í slysi sumarið 2019.
Afskaplega dapurt fyrir ríkisfyrir-
tæki að lítill mótorhjólaklúbbur þurfi
að taka af skarið og safna fé upp á
eigin spýtur til að bæta vegmerk-
ingar svo að ekki verði annað slys á
staðnum þar sem þeir misstu félaga
sinn. Það var ekki fyrr en söfnunin
var komin í fjölmiðla að Vegagerðin
merkti hættuna þrátt fyrir að í bráða-
birgðaskýrslu rannsóknarnefndar
umferðarslysa hafi strax verið bent
á þessa hættu 2019, en nú haustið
2020 er búið að merkja hættuna,
meira en ári eftir fyrstu ábendingar.
Söfnunarfé Sturlunga verður gefið
á Grensásdeild þar sem Vegagerðin
er búin að merkja hættuna, en mikið
vildi ég sjá Vegagerðina gefa sömu
upphæð á Grensásdeildina, bara
svona til að laga aðeins neikvæða
umræðu í þeirra garð. Í áframhaldi
vona ég að Vegagerðin skoði alvar-
lega blæðingavandamál þjóðvega
á landsbyggðinni áður en rekja má
slys til blæðinga.
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
KROSSGÁTA Bændablaðsins
Lausn á krossgátu í síðasta blaði
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Smáauglýsingar 56-30-300
MEIRI
GLUND-
ROÐI Æ BOLUR S
SKVAMPA
SEMINGI B HUGLÍTIL
L
FALL-
BEINN
HRIKTA Ó Ð R É T T U R VALDI
AM R R A ÁSTÆÐA O R S Ö K
GGÍMALD E I
HJÓL-
GJÖRÐ
HNETUR F E L G A
I PRÚTTASEINKAÐI M A N G A MIKLU U
GRAS-
BOLLI
MÁLTÆKI
GINNA O R Ð T A K AFBRIGÐI Ð TVEIR EINSMOKA S S
STERKAPAKKHÚS
EEKKISÝRING
FJARRITI
M
E L E X TVEIR EINSBULLA A A RANGT Ö F U G T RÁÐRÍKIST
F A G U R ÁÐUR F Y R R STILLARÁÐ R Ó AFALLEGUR
T U N N U TVEIR EINS Ð
RÆKI-
LEGAR
TVÖ N Á N A R L
ÍLÁTI
PARTA
I T A
LJÓMI
TOR-
TRYGGJA G L I T
HEIMASÍÐA
STÖKUM V E F U RB
R KK NAFN STAFURFIKT E L L SVEIFLATEGUND V E I F A ESPAR Æ
T O R F A
FYRIR-
BOÐI
SKRUDDA T E I K N
RÁS
IÐKA Æ ÐVAÐAKREMJA
E R J A FORBOÐ B A N N MÁSIÁTT D Æ S IM
K
T
R
I
Á
L
S
T
HÓTUN
Æ
Ó
K
G
I
N
GER-
SIGRAR
U
M
N
A
HISMI
L
F
A
I
R
SGÓÐGÆTI
UPPÁTÆKI
M
Y
N
D
:
P
IX
A
B
A
Y
/
O
LI
V
ER
K
EP
K
A
(
CC
0)
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
B
R
A
G
I@
TH
IS
.I
S
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
140
KAPÍTULI ÚT HÖFUÐ HÁTTUR BOTNFALL RASK SVALL
HRÆSNIS-
FULLUR
MENNTA
AUMA
GLUMDI
ÓNN
VÆL
TRÉ
BANN-
HELGI
STÓ
STRÍÐNI
LÍTIÐ
DÝRA-
HLJÓÐ
ÞARNA
TVEIR
EINSSMEYGJA
SMÁ-
GREIN
TEMUR
ÓTTI
NÝJA
HALLI
MÁLMUR
LANGAR
FYRR EIN-HVERJIRSTOPPA Í
ÁLIT
URGA
DÆSA
ÞÍÐA
FÆÐA
LAND
MÆLIR
LITUR
EFTIR-
RITA
Í RÖÐ
ANDI
ÁRSTÍÐ
FYRSTUR
FLOKKAÐ
PÚSSAHÍBÝLI
TRÉ
ÓRÓR
ORLOF
KÆTTIST
BEIN
SÓT
DETTA
SLÁ
LÖGG
BAKTAL
BYLGJAST
Í RÖÐ
SKÓLISUNDLA
FORMA
VARA VIÐ
ÓHREINKANEMA
STULDUR
141
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
B
R
A
G
I@
TH
IS
.I
S
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá
Stundum sárnar manni hvert eldsneytisskattpeningarnir fara
Ekki óalgeng mynd frá atvinnu
bílstjórum sambærileg þessari er
regluleg sjón á spjallsíðum bílstjóra.
Merkingar á slysdegi er mótorhjólamaður lést sumarið 2019.
Núverandi merking Vegagerðarinnar rúmu ári eftir slys og mikla baráttu
félaga hins látna.