Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202044 Íslandsdeild Evrópuhóps IFOAM: Starfsemi skrifstofunnar í Brussel orðin mjög fjölþætt og umfangsmikil Skýrsla dr. Ólafs R. Dýrmunds­ sonar vegna starfa í Evrópuhópi lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM EU Group) fyrir árin 2018­2019. Frá og með 2020 breytist heiti IFOAM EU Group í IFOAM Organics Europe. 1) Skrifstofan í Brussel Sem fyrr var samband mitt við starfsfólk og stjórn Evrópuhópsins stöðugt og gott, eingöngu með daglegum tölvusamskiptum, því að ég sótti ekki neina fundi og ráðstefnur á vegum hans á árunum 2018-2019. Mjög lítill fjárhagsstuðningur fæst núorðið við ferðakostnað, svo sem vegna funda Evrópuhópsins í Brussel, og kemur það sér illa fyrir okkur sem komum frá hinum fjarlægari jaðarsvæðum álfunnar. Síðan ég fór að starfa í hópnum snemma árs 2003 hafa orðið miklar breytingar. Í fyrsta lagi hefur félögum í honum fjölgað, samfara stækkun Evrópusambandsins, og í öðru lagi er starfsemi skrifstofunnar í Brussel orðin mjög fjölþætt og umfangsmikil. Auk þess að senda út miklar upplýsingar leitar hún álits okkar í hópnum um margvísleg atriði við mótun álitsgerða um ýmis efni. Nú beinist það starf mjög að hinni nýju reglugerð ESB um lífræna framleiðslu, EU nr. 848/2018, staðfest 22. maí 2018, sem mun taka gildi í janúar 2022; einkum að gerðum og viðaukum með henni. Þess ber að geta að óánægja ýmissa aðildarríkja ESB með reglugerðina endurspeglaðist við endanlega afgreiðslu hennar í Evrópuþinginu 19. apríl 2018. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar urðu þær að já sögðu 466, nei sögðu 124 og 50 þingmenn sátu hjá. Auk þess að fylgjast stöðugt með þessari þróun hef ég lagt orð í belg öðru hvoru, sent álit og tekið þátt í all mörgum atkvæðagreiðslum, eftir óskum skrifstofunnar. Sumt varðar okkur lítið um, svo sem vínrækt, en rétt er þó að fylgjast með öllu þótt það hafi mismikið vægi í lífrænum landbúnaði hérlendis. Fulltrúar frá þjóðum utan ESB sem eiga sæti í Evrópuhópnum vegna sérstakra samninga (Noregur og Ísland með EFTA samninginn og Sviss með tvíhliða samning við ESB) taka að sjálfsögðu ekki afstöðu til stefnumála ESB þótt hópurinn fái þau til umsagnar. Vegna BREXIT bætist Bretland í þann hóp. Öðru hvoru leita ég upplýsinga hjá aðilum að Íslandsdeild Evrópuhóps IFOAM, einkum varðandi vottunarreglur og vottun hjá Tún ehf., og er öll sú samvinna með ágætum. Þá hef ég stöku sinnum verið í sambandi við MAST vegna álitamála. 2) Ýmis mál til umræðu og skoðunar í Evrópuhópnum B2 vítamín: Áhyggjur í sumum aðildarlöndum vegna skorts á vottuðu vítamíni án erfðabreytts efnis, GMOs, einkum í kjúklinga-, svína- og laxafóðri. Fiskimjöl er góður B2 vítamíngjafi. Staðbundin, gömul alifugla- og svínakyn þurfa ekki viðbætt B2 vítamín í fóður (Ítalía, Tékkland, Ungverjaland). Salt og vatn: Hvorugt er hægt að votta sem lífrænt skv. ESB reglugerðum en þó eru þess dæmi að salt sé vottað í Slóveníu og vatn í Þýskalandi skv. sérreglum vottunarstofa, og fái lífræn vörumerki (logo). Gelding grísa með bólusetningu: Er ekki heimil í lífrænni svínarækt því að IMPROVAC er framleitt með efnum sem hafa hormónaeiginleika. Hitun gróðurhúsa og sáðskipti (skiptirækt) í þeim: Ísland eina Evrópulandið sem hitar gróðurhús með heitu vatni frá jarðvarmaveitum, sjálfbærast. Hér eru gerðar kröfur um sáðskipti (ein tegund á eftir annarri) samkvæmt meginreglunni. Slátrun á býli/ í haga og gripurinn síðan fluttur strax í sláturhús: Athyglisverð en þó óvenjuleg umræða tengd velferð búfjár. Er í skoðun í Danmörku, Sviss, Belgíu og Þýskalandi en ESB reglur leyfa þetta ekki. Jákvæð áhrif grasfóðrunar á gæði osta o.fl. afurða: Landbúnaðar- rannsóknastofnun Frakka (INRA) segja tengsl á milli fjölbreytni í beitargróðri og fjölbreytilegrar örveruflóru í búfé. Alltaf betri afurðagæði ef ekki er fóðrað með korni. Merkingar lífrænt vottaðra afurða: IFOAM EU Group varar ESB við innleiðingu „EU Ecolabel“ sem gæti valdið ruglingi við viðurkennd lífræn merki (logo) svo sem „EU Organic Label“. Poka/pylsuræktun í gróðurhúsum: Hefur lengi verið viðurkennd sem lífræn ræktunaraðferð á hinum Norðurlöndunum en samræmist ekki nýju ESB reglugerðinni og verður óheimil eftir janúar 2021. Eftirlit með GMOs: Það er eitthvað breytilegt eftir löndum, stöðugt þarf að vera á verði. Hér annast Matvælastofnun þetta eftirlit. Afskorin blóm og jólatré: Töluvert rætt í hópnum, ekki algert samræmi í vottun, virðist á gráu svæði. Hér þurfa blóm að vera í jarðvegi, afskorin ekki vottuð, en jólatré eru vottuð. Útblástur gróðurhúsalofttegunda: Töluvert rætt í hópnum. Hin jákvæðu áhrif lífrænnar ræktunar eru all vel þekkt, sbr. skýrslu IFOAM EU Group og FiBl frá 2016 sem ég hef kynnt nokkuð í greinum og viðræðum við fagfólk (Organic Farming, Climate Change Mitigation and Beyond – Reducing the Environmental Impacts of Agriculture). Telja verður að þessir kostir lífræns landbúnaðar hafi ekki verið metnir sem skyldi og alls ekki ennþá hér á landi. Slátrun samkvæmt helgisiðum. Þótt það sé meginreglan í löggjöf ESB að dýr séu svipt meðvitund, með raflosti eða öðrum hætti, áður en þau eru skorin á háls , hefur verið nokkur undanlátssemi í þessum efnum hjá ESB vegna þrýstings frá múslimum og gyðingum. Hvað lífræna vottun varðar hefur Evrópudómstóllinn úrskurðað nýlega að hún fáist ekki og lífræn merking sé óheimil ef hálsskurður hefur verið slátrunaraðferðin. Þetta útilokar halal-slátrun múslima og kosher-slátrun gyðinga. Gott er fá þessa niðurstöðu en hér á landi hefur hálsskurður einn sér verið óleyfilegur í heila öld. Erfðatækni önnur en GMO: Evrópudómstólinn kvað upp þann mikilvæga úrskurð á miðju sumri 2018 að margvísleg seinni tíma tækni til erfðabreytinga á plöntum, svo sem CRISPR/CAS, OMD og cisgenetics skuli falla undir sömu ESB löggjöf og erfðabreyttar lífverur(GMOs). Við í Evrópuhópi IFOAM tókum virkan þátt í þessari baráttu gegna fjölþjóð- legum líftæknifyrirtækjum á borð við Syngenta, nú yfirtekið af DowDuPont og ChemChina og Monsanto, nú yfir- tekið af þýska lyfjafyrirtækinu Bayer, nú að hluta yfirtekið af BSAF. Slík fyrirtæki reyna sífellt að telja fólki trú um að matvælaskortur sé yfir- vofandi í heiminum ef hætt verður að nota skordýraeyða, önnur eiturefni og erfðabreyttar plöntur í landbúnaði. Því miður eiga þau enn nokkra dygga stuðningsmenn í veigamiklum stofn- unum hér á landi. Á árinu 2019 hefur hópurinn haldið áfram að hvetja ESB til að leggja að aðildarlöndunum að virða úrskurðinn frá 2018 auk þess að efla eftirlit og upplýsingagjöf til neytenda. Eiturefnanotkun í evrópskum land- búnaði: Hópurinn talar stöðugt máli lífræns landbúnaðar við umræður um breytingar á landbúnaðarstefnu ESB (CAP), sérstaklega á sviði umhverfis- mála, en sú endurskoðun mun verða á árunum 2021-2027. Reynt er að kynna með markvissum hætti kosti lífræns landbúnaðar í þessu samhengi. ESB hefur greinilega áhyggjur af mikilli eit- urefnanotkun í Evrópskum landbúnaði og á ráðstefnu sem sambandið hélt í lok júní 2018 kom fram að meirihluti aðildarlandanna fer ekki eftir reglu- gerðum ESB. Sem sagt, þessi mál eru í ólestri, og þar með eftirlitið, en því miður virðist þeir aðilar, sem hér á landi berjast fyrir sem mestum og frjálsustum innflutningi búvara, ekki átta sig á þessu, ekki heldur Neytendasamtökin. Hópurinn hefur lagt mikla áherslu á að ESB taki hina miklu eiturefnanotkun í hefðbundnum landbúnaði fastari tökum með bættri löggjöf og markvissara eftirliti. Styrkir til bænda í lífrænum búskap: Tékkneski fulltrúinn í hópnum vakti nýlega athygli á því að landbún- aðarráðuneytið þar boðaði breytingar á stuðningsgreiðslum til lífrænn- ar framleiðslu eftir 2020 sem gætu skaðað þá jákvæðu þróum sem verið hefur. Þarna eru ráðamenn greinilega undir áhrifum frá hefðbundnum , nú gríðarlega efnavæddum búskap, þar sem leitast er við að framleiða sem mest á hverjum hektara. Uppi eru hugmyndir um framleiðslutengingu sem henta ekki í lífrænni ræktun og telur félagi okkar að slíkt geti orðið til þess að margir bændur hverfi frá lífrænum búskap þar í landi. Mér er hugsað til þeirra meingölluðu reglna sem hafa gilt hér á landi síðan 2016 um stuðning við aðlögun að lífrænum búskap. Dæmi um jákvæða þróun í sölu lífrænt vottaðra afurða: Þegar litið er til Evrópu í heild fer lífræna framleiðslan vaxandi en samt er mjög mikið flutt inn. Danir eru til fyrirmyndar en þar voru 13,3 % af matarinnkaup- um danskra neytenda lífræn 2017. Þeir sem næstir komu voru Svíar og Svisslendingar með 9%. Athyglisvert er að í Þýskalandi þar sem kvótakerfi í mjólkurframleiðslu hefur verið afn- umið standa bændur í hefðbundinni framleiðslu höllum fæti. Aftur á móti gengur mun betur hjá bændum með lífrænt vottaða mjólkurframleiðslu því að þeir fá tvöfalt hærra verð fyrir mjólkina. Innréttingar og hámarksfjöldi í hænsnahúsum: Um það hafa komið fram töluvert skiptar skoðanir hvor leyfa eigi allt að þrjá palla/gólf í húsum fyrir varphænur í lausagöngu. Þá er nokkuð deildar meiningar um leyfilegan heildarfjölda í hverju húsi. Gott dæmi um atriði sem þarf að skoða vegna endurskoðunar og nýsmíða á gerðum og viðaukum við nýju lög- gjöfina. TPorganics-vettvangur tækniþró- unar í Evrópu: Varar við breytingum í stefnumótun á þann veg að varúðar- reglan víki fyrir nýsköpunarreglunni. Vilja virða verndunarsjónarmið. Hugtakið verksmiðjubúskapur hefur aldrei verið skilgreint í land- búnaðarlöggjöf ESB þótt of sé vísað í “factory farming” í löggjöf sam- bandsins um lífræna búskaparhætti. Þetta er bagalegt því að túlkunin er mismunandi eftir löndum og töluverðs misræmis gætir. Því beitti hópurinn sér fyrir könnun í haust þar sem m.a. var safnað saman mjög gagnlegum upp- lýsingum um notkun aðflutts búfjár- áburðar á lífrænum býlum. Einnig hefur verið gerð könnun á aðgengi búfjár á lífrænum býlum að beitilandi en þar er einnig töluverður breytileiki. Þess er vænst að þessi gögn nýtist við skilgreiningar og samræmingu þannig að sem mests jafnræðis verði gætt í Evrópulöndunum. 3) Landbúnaðarsýningin 2018, fundir o.fl. Þáttur VORs, og þar með lífrænna bænda, í sýningunni Íslenskur land- búnaður 2018, var að mínum dómi til fyrirmyndar og vakti mikla athygli, bæði sýningarbásinn og erindin sem flutt voru um lífrænan landbúnað. Dagana 27.-29.júní 2018 sat ég 100 ára afmælisráðstefnu NJF – Félags norrænna búvísindamannna - í Aleksandras Stulginskis landbúnað- arháskólanum í Kaunas í Litháen og lagði þar fram efni um þróun lífræns landbúnað hér á landi ( sjá næsta lið, ritstörf). Í lok maí 2019 aðstoðaði ég Stefán Gíslason við bréfaskriftir til skrifstofu Evrópuhóps IFOAM í Brussel vegna vottunar þörungsins Lithothamnion. Fékk ég erindið lagt fyrir undirhóp sem fjallar um afurða- vinnslu, snemma í júní. Okkur full- trúum í Evrópuhópi IFOAM var gef- inn kostur á að senda inn ábendingar um atriði sem við teldum að þyrfti að ræða betur við sérfræðinga ESB varðandi væntanlega nýja reglugerð ESB um lífrænan búskap, áður en hún tekur gildi 2022. Ég freistaði þess, einu sinni enn, að taka fyrir rúmisþörf og gólfgerð í íslenskum fjárhúsum og fóðrun jórturdýra með fiskimjöli , öll þrjú atriðin með all ítarlegum skrif- legum rökstuðningi. Fékk þau viðbrögð snemma á jóla- föstu 2019 að athugasemdir mínar yrðu ekki teknar til greina, þættu of sértækar. Sendi ég svar um hæl, lýsti yfir vonbrigðum mínum með afgreiðsluna og benti á að hún stað- festi að enn væri hópurinn ekki tilbú- inn að ræða svæðabreytileika svo að gagni kæmi. Þetta hafi m.a. orðið til þess að vottunarstofur væru að túlka sumar reglurnar með mismunandi hætti eftir því sem hentaði í hverju landi. Slíkt kæmi m.a. fram í notkun búfjáráburðar frá hefðbundnum búum og ræktun í gróðurhúsum á sumum Norðurlandanna. 4) Ritstörf o.fl. í þágu lífræns landbúnaðar Sem fyrr leituðu bæði bændur og áhugafólk til mín í upplýsingaleit, mest í tölvupósti en stöku sinnum með símtölum, jafnvel frá útlöndum. Haustið 2018 tók Ivan Emke prófessor frá Kanada upp viðtöl við mig um ís- lenskan landbúnað, þar með um líf- ræna geirann, til flutnings í útvarpi á Nýfundnalandi og víðar . Viðtölin við mig komu í byrjun desember 2019. Tilvísanir í birt efni eftir mig um lífrænan landbúnað, að hluta eða að öllu leyti, 2018 og 2019: a) Er stefnt að útrýmingu lítilla og miðlungs fjárbúa í landinu? – Gegna veigamiklu , félagslegu hlutverki og stuðla að viðhaldi sveitabyggðar. Bændablaðið, fimmtudagur 25.jan- úar 2018 , blað nr. 507, 24 .árg., 2.tbl. bls .40. b) Aldarafmæli NJF – Félags norrænna búvísindamanna. Afmælisráðstefna í Kaunas í Litháen. Bændablaðið, fimmtudagur 19.júlí 2018, blað nr. 519, 24.árg.,14.tbl., bls. 42. c) Challenges and prospects of organic agriculture in Iceland. NJF 26th Congress: Agriculture for the Next 100 Years. Kaunas, Lithuania, 27-29 June 2018. Summary of poster on page 79 in PROGRAMME AND SUMMARIES OF PRESENTATIONS, Section A, Sustainability of Agroecosystems. Published by Akademija 2018. d) Stöðva þarf jarðasöfnun auðmanna og fjárfestingarfélaga – Hefja þarf gerð rammaáætlunar um landnýtingu. Bændablaðið, fimmtudagur 2.ágúst 2018, blað nr. 520, 24.árg., 15.tbl., bls. 36. e) Bjart framundan með líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærni. Grein um VOR-verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap. Tímarit Bændablaðsins, 2.tbl. 2018, 4.árg., bls. 98. f) VOR – félag framleiðenda í lífrænum búskap 25 ára. Bændablaðið, fimmtudagur 15.nóvember 2018, blað nr. 527, 24.árg., 22.tbl., bls. 38. g) Danir leggja vaxandi áherslu á lífræna ræktun og sjálfbæra búskaparhætti í sátt við neytendur, land og þjóð. ÍSLAND – DANMÖRK, VINÁTTA INNAN NORRÆNNA VÉBANDA, ritstj. Þórður Helgason. DANSK – ÍSLENSKA FÉLAGIÐ , ÍSLANDSDEILD 1918-2018, Afmælisrit, bls. 46-54. h) Ódýr matur – dýrkeypt blekking. Fréttablaðið, fimmtudagur 14.mars 2019, 62.tbl., 19.árg. bls. 20. i) Ódýr matur – dýrkeypt blekking . Alvarlegur tvískinnungur í umfjöllun um fæðu- og matvælaöryggi. Bændablaðið, fimmtudagur 2.maí 2019, blað nr. 537, 25.árg., 8.tbl., bls. 50. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, fulltrúi Íslands í Evrópuhópi IFOAM /IFOAM Organics Europe Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Lífrænt ræktað grænmeti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.