Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202036
Ólík því sem ætla mætti er kryddið
allrahanda ekki blanda af allra
handa kryddum því það er unnið
úr beri Pimenta dioca og stundum
kallað negulpipar. Allrahanda er
því hrein kryddtegund sem leynir
á sér og með áhugaverða sögu.
Áætluð heimsframleiðsla af
allrahanda, eða þurrkuðum negul
pipar, er milli þrjú og fjögur þúsund
tonn á ári. Jamaíka er langstærsti
framleiðandinn með um 70% fram
leiðslunnar. Þau 30% sem eftir
standa skiptast á milli landa eins
og Hondúras, Gvatemala, Mexíkó,
Brasilíu, Belís og nokkurra eyja í
Karíbahafi.
Lönd sem flytja inn mest af
kryddinu eru Bandaríki Norður
Ameríku, Þýskaland, Bretland,
Svíþjóð, Finnland og Kanada.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Hagstofunnar voru flutt inn 6.752
kíló af nýju allrahanda árið 2019.
Þar af komu 5.182 kíló frá Hollandi
og 1.570 kíló frá Spáni.
Ættkvíslin Pimenta
og tegundin dioica
Innan ættkvíslarinnar Pimenta eru
19 tegundir sem eru upprunnar í
Mið og SuðurAmeríku, Mexíkó og
VesturIndíum. Meðal tegunda innan
ættkvíslarinnar sem eru notaðar sem
krydd eru remmuviður, P. racemosa,
og Pimenta dioca eða negulpipar.
Pimenta dioca er einkynja, upprétt
7 til 10 metra hátt og sígrænt lauftré
með trefjarót. Stofninn silfurbrúnn
sléttur og glansandi og flagnar í
langar ræmur með aldrinum, 50
til 100 sentímetrar að ummáli við
jörð en oft margstofna. Laufið
dökkgrænt á efraborði en ljósara að
neðan, gagnstætt og ilmandi, 6 til
15 sentímetrar að lengd og 3 til 6 að
breidd, heilrennd og með áberandi
miðstreng og stendur í tvö til tvö
og hálft ár. Blómin hvít, ilmandi og
mörg saman á 5 til 15 sentímetra
löngum stilk, 8 til 10 millimetrar í
þvermál. Krónublöðin fjögur, lítil
og egglaga. Fræflarnir allt að 100
í hverju blómi og um 5 millimetrar
að lengd og gulir í endana, frævur
um 50 í hverju blómi. Aldinin er
ber sem kallast steinaldin, græn í
fyrstu en verða fjólublá og síðan
svört við þroska, 4 til 6 millimetrar
í þvermál og með þykka húð og ljóst
aldinkjöt. Ilmandi. Í aldininu eru tvö
svört nýrnalaga fræ sem eru aðskilin
með himnu.
Uppruni og útbreiðsla
Ekki er vitað fyrir víst hvaðan
negulpipar er upprunninn en
Spánverjar voru fyrstu Evrópubúarnir
til að komast í kynni við plöntuna á
eyjunni Jamaíka um 1494. Seinna
fundust negulpipartré á Kúbu, sem
talið er að hafi borist þangað sem
fræ með fuglum, og víðar í Mið
Ameríku, Mexíkó, Gvatemala og
Kosta Ríka. Í dag eru negulpipartré
ræktuð víða í hitabeltinu og við jaðra
þess í Mið og SuðurAmeríku og
til dæmis í Malasíu til framleiðslu
á kryddi eða sem skrauttré.
Fyrstu Spánverjarnir á Jamaíka
voru fljótir að komast upp á lagið
með að nýta blöð og ber trjánna sem
krydd og hefur plantan verið í sam
felldri ræktun þar frá 1509.
Kristófer Kólumbus, uppi 1451
til 1506, flutti kryddið allrahanda
með sér til Spánar eftir fyrstu sigl
ingu sína yfir Atlantsála 1493 til
1496. Fyrstu plönturnar bárust til
London 1601 og fyrstu trén ræktuð
þar í gróðurhúsi 1732.
Saga
Fátt er vitað um sögu eða nytjar
negulpipars á Jamaíka eða á
öðrum stöðum þar sem plantan er
upprunnin fyrir komu Evrópumanna
til Nýja heimsins nema það að fræin
og laufið voru notuð sem krydd
og viður trjánna sem smíðaviður
og brenni. Auk þess sem Mayar
í SuðausturMexíkó krydduðu
súkkulaði með allrahanda og sagt
er að þeir hafi smurt höfðingja
og helgisiðameistara sína með
negulpipar.
Þrátt fyrir fjölda tilrauna til að
rækta plöntuna utan náttúrulegra
heimkynna sinna lét árangurinn
lengi á sér standa og margir töldu að
hún gæti ekki vaxið annars staðar.
Þrátt fyrir það gættu landeigendur á
Jamaíka þess vel að fræ og lifandi
plöntur væru ekki flutt úr landi.
Seinna komust menn að því að
til að spíra þyrftu fræin að fara í
gegnum meltingarfæri og komast
í snertingu við magasýru fugla eða
annarra dýra. Það var þó ekki fyrr
en í byrjun nítjándu aldar að fræ og
græðlingar voru send frá Jamaíka
til ræktunar á Indlandi, í Singapúr,
Sri Lanka, Fiji, Havaíeyjum, Haíti,
Panama, Kólumbíu Hondúras
og Ástralíu. Síðar hófst ræktun í
Malasíu, Venesúela og víðar.
Trén hafa víða gert sig
heimakomin í náttúrunni þar sem
þau hafa dreift sér út frá ræktun og
víða, eins og á Havaíeyjum, eru þau
flokkuð sem ágeng tegund.
Í Napóleonstríðinu 1812 er sagt
að rússneskir hermenn hafi sett
kryddið allrahanda í stígvélin sín
til að halda sér heitum á fótunum.
Fyrir tíma seinni heims
styrjaldarinnar var allrahanda
vinsælt krydd í Evrópu en mörg
tré sem áður voru notuð til
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Negulpipar er allrahanda
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Aldinið er ber og kallast steinaldin, græn í fyrstu en verða fjólublá og síðan svört við þroska, 4 til 6 millimetrar í þvermál og með þykka húð.
Kryddið er vanalega selt sem þurrkuð ber eða duft.