Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 Litlu laxastofnarnir sem á að fórna Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur sérhags- munaaðila ásamt opinberum starfsmönnum. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu árið 2017 sem var grunnur að lögum um fiskeldi sem samþykkt voru á árinu 2019. Í vinnu stefnumót- unarhópsins er hugað að sérhags- munum, þar sem drifkrafturinn var að tryggja hagsmuni stærri laxeldisfyrirtækja og stærri veiðifélaga. Fulltrúum almenn- ings, s.s. sveitarfélaga, var haldið frá og lítið sem ekkert tekið til- lit til þeirra athugasemda og ábendinga í ferlinu fram að því að lögum um fiskeldi voru sam- þykkt. Niðurstaðan var að áhættu­ mat erfðablöndunar var innleitt með lögum um fiskeldi á árinu 2019 sem fól m.a. í sér að litlu laxastofnunum á eldissvæðum var fórnað. Meginhlutverk áhættumats erfðablöndunar er að tryggja fram­ leiðsluheimildir fyrir laxeldisfyrir­ tæki í meirihlutaeigu erlendra aðila. Fórna til að tryggja ávinning Það vakti athygli á árinu 2016 ásækni sumra íslenskra frumkvöðla að ,,helga sér svæði“ í miklu um­ fangi, með stórtækum áform á upp­ byggingu, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða með um 125.000 tonna framleiðsluheimildir til laxeldis í stjórnsýslunni. Það var því ekki að ástæðulausu að stjórnarformenn fyrirtækjanna komu sér í starfshóp um stefnumótun í fiskeldi. Þessi tvö fyrirtæki voru með um 70% fram­ leiðsluheimilda til laxeldis, mest umsóknir sem voru í ferli hjá stjórn­ sýslunni. Með því að taka ekki með litlu laxastofnanna í áhættumat erfðablöndunar var tryggt að þeir myndu ekki hafa áhrif á úthlutun framleiðsluheimilda á frjóum laxi og sérstaklega í tilfelli Arnarlax, á vestanverðum Vestfjörðum. Þannig var litlu laxastofnunum fórnað til að tryggja laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila sem mestum ávinningi. Landssamband veiðifélaga hugar að sínum Í stefnumótunarhópnum var einn frá veiðiréttareigendum þ.e.a.s. fulltrúi Landssambands veiðifélaga. Miðað við tillögur í stefnumótunarskýrslunni var aðeins hugað að stærri veiðiám sem tilheyra félögum í Landssambandi veiðifélaga. Það er verið að verja stærri veiðiár og að fórna minni veiðiám og því ekki að ástæðulausu að veiðiréttareigendur utan Landssambands veiðifélaga hafi verið ósáttir og ekki samstiga sambandinu í sínum málflutningi við afgreiðslu málsins á Alþingi Íslendinga. Fyrst á árinu 2018 þegar fiskeldisfrumvarpið var fyrst lagt fram og síðan á árinu 2019 þegar lög um fiskeldi voru samþykkt. Ná ekki fram Í athugasemdum við fiskeldis­ frumvarpið á árinu 2019 var bent á að litlir laxastofnar í veiðiám á eldissvæðum munu verða fyrir miklum neikvæðum áhrifum samfara uppbyggingu laxeldis í sjókvíum á meðan stærri laxastofnar fjær eldissvæðum verða fyrir litlum eða engum áhrifum ef fylgt er tillögum áhættumats erfðablöndunar. Það á að verja stærri laxastofna og fórna þeim minni. Margir gerðu athugasemd við fiskeldisfrumvarpið m.a. veiðiréttareigendur minni veiðivatna og erfðanefnd landbúnaðarins. Umsögn erfðanefndar landbúnaðarins Fram kemur í umsögn erfðanefndar landbúnaðarins við fiskeldisfrum­ varpið á vorþingi 2019 að það verði að taka alla laxastofna með í Áhættumat erfðablöndunar. Ef laxastofnar á ákveðnum svæðum eru undanskildir í áhættumatinu er hætta á að líffræði­ legur fjölbreytileiki tapist: „Ef ætlun með frumvarpinu er sá að undanskilja ákveðna stofna úr áhættumatinu þarf það að vera skýrt. Enn fremur þarf að rökstyðja þá afstöðu, meðal annars m.t.t. líf­ fræðilegra þátta og jafnræðisreglna. Með jafnræðisreglum er hér átt við jafnræði landeigenda sem eiga veiði­ rétt í laxám, hvort sem er í Arnarfirði, á Barðaströndinni, í Dölunum eða annars staðar.“ Rýniskýrslan Vegna fjölmargra athugasemda við fiskeldisfrumvarpið þegar það var til meðferðar á Alþingi árið 2019 var sett sérstakt ákvæði til bráðabirgða í lögum um fiskeldi ,,…að rýna að­ ferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats“. Hinn 25. ágúst 2020 var lögð fram á Alþingi skýrsla óháðrar nefndar með erlendum og íslenskum sérfræðingi þar sem tekið var fyrir áhættumat erfðablöndunar. Skýrslan ber heitið ,,Skýrsla sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra um niður­ stöður óháðrar nefndar um athugun á aðferðarfræði, áhættumati og grein­ ingum á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“. Varðandi litlu laxastofnana tekur skýrslan í meginatriðum undir þá gagnrýni sem kom fram í meðhöndlun máls­ ins á Alþingi. Hér á efir köllum við skýrsluna rýniskýrsluna og nefndina vísindanefndina. Litlu stofnanir Í áhættumati erfðablöndunar er horft fram hjá litlu laxastofnunum. Á fundi vísindanefndarinnar með Hafrannsóknastofnun gaf stofnunin þá skýringu að þessi ákvörðun hefði verið tekin þar sem á Íslandi er fjöldi smærri áa með tilfallandi göngur laxa sem ekki teljast stöðugir stofnar sem hægt er að nýta til veiða að einhverju marki. Hins vegar var fallist á að a.m.k. ein­ hver þessara smærri lækja og áa gætu verið hluti af stærri yfirstofni (hópi stofna), annaðhvort einar og sér eða með öðrum stærri ám. Vísindanefndin fékk ekki upplýsingar um fjölda áa sem falla í þennan flokk á Íslandi, né heldur hvar þær eru (í tengslum við firði þar sem fiskeldi er stundað) eða hvaða aðstæður gilda um þessa stofna. Smáu stofnarnir viðkvæmastir Við vinnslu fiskeldisfrumvarpsins var bent á að litlu laxastofnanir væru viðkvæmari fyrir erfða­ blöndun en stærri laxastofnar. Undir það tekur vísindanefndin og bendir á rannsóknir frá Noregi og Kanada þar sem fram kemur að smáir stofnar (sem að jafnaði hafa lítinn þéttleika, þó það sé ekki algilt) séu oft þeir stofnar þar sem tíðni erfðablöndunar er mest. Samkeppnishæfni eldisfisks á hrygningarsvæðum er minni en villta laxins. Þannig kann viðkoma strokufisks í ám eða á árum þegar fjöldi villtra laxa er lágur að vera óeðlilega mikil vegna tímabund­ ins skorts á samkeppni á hrygn­ ingarsvæðunum. Í áhættumati erfðablöndunar er miðað við að hlutfall eldislaxa sé undir 4%, en vísindanefndin bendir á að íhuga að nota lægri viðmiðunarmörk fyrir minni stofna en stærri stofna. Ástæða þess, er að fyrirliggjandi vísindaleg gögn benda til þess að litlir og dreifðir stofnar séu hlut­ fallslega viðkvæmari fyrir inn­ blöndun en stærri og þéttari stofnar. Í næstu næstu tveimur grein­ um fjöllum við áfram um litlu laxastofnana: • Upplýst verður um hvaða stofn­ ar þetta eru á Vestfjörðum sem vísindanefndin fékk ekki upp­ lýsingar um og hvaða áhrif þeir hefðu getað haft á úthlutaðar framleiðsluheimildir til laxeld­ isfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila ef þeir hefðu verið teknir með í reiknilíkanið. • Farið verður yfir vöktun á litlu laxastofnunum, hverju er ábótavant og hugsanlegar skaðabótakröfur sem veiðiréttareigendur minni veiðiáa kunna að sækja. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Veðrará í Önundarfirði.Valdimar Ingi Gunnarsson. LESENDABÁS Fyrirspurn til ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þórs Júlíussonar – Afrit til Framkvæmdanefndar búvörusamninga Ég sendi þessa fyrirspurn vegna þess að ég er mjög ósátt með þá stöðu sem viðskipti með greiðslu- mark mjólkur eru komin í. Í síðustu viku skrifaði ég bréf til stjórna Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands vegna fundargerðar 442. fundar fram­ kvæmdanefndar um búvörusamn­ inga. Í fundargerðinni kemur fram að fulltrúar áðurnefndra stjórna hafi lagt fram tillögu um þrefalt afurðastöðvarverð sem hámarks­ verð á markaði með greiðslumark mjólkur næstu þrjú árin. Þetta er þvert á það sem haldið hefur verið fram að þessir fulltrúar hafi alltaf barist fyrir því að verð yrði ekki hærra en tvöfalt afurðastöðvar­ verð. Nú liggur fyrir í þeirra svari að þetta var gert til að varna því að verð á greiðslumarkaði yrði gefið frjálst og að það hafi verið vilji ríkisins að svo væri. Með því gengur ríkið þvert á vilja bænda og samþykktir aðalfundar Landssambands kúabænda 2019 en þar var samþykkt að hámarks­ verð yrði tvöfalt afurðastöðvar­ verð. Verslun með greiðslumark á háu verði stuðlar ekki að hag­ kvæmum rekstri og stórskaðar samkeppnishæfni greinarinnar, t.a.m. við þann innflutning sem þegar er farinn að hafa áhrif á sölu okkar mjólkurafurða. Spurt er: a) Er það vilji ráðherra landbún­ aðarmála að verð á greiðslu­ marki mjólkur sé frjálst? b) Hvaða hag hefur ríkið af því að fara gegn vilja bænda og verðleggja greiðslumark langt umfram það sem eðlilegt er að greinin standi undir miðað við það samkeppnisumhverfi sem hún er í? c) Hver eru rök ráðherrans fyrir því að hafa verðið svo mikl­ um mun hærra en bændur hafa lagt til? Skerðir hátt verð ekki samkeppnishæfni grein arinnar? d) Hvaða hagsmuni er ráðherr­ ann að verja? e) Hver er stefna þín sem ráð­ herra málaflokksins varðandi verð á greiðslumarki og hvar hefur hún komið fram? Hefur verið gerð einhver greining á áhrifum greiðslumarksverðs á samkeppnishæfni greinar­ innar? f) Hversu háu verði á greiðslu­ marki telur ráðherrann að greinin rísi undir? Til við­ bótar við byggingarkostnað á nýju fjósi með aðstöðu sem stenst allar kröfur um aðbún­ að dýra, velferð starfsfólks og lágmarks umhverfisáhrif? Bitnar verð á greiðslumarki á framangreindum þáttum? Aðgerðir til að örva framboð á greiðslumarki hefðu verið skilj­ anlegar ef framboðið hefði verið lítið sem ekki neitt en það var ekki raunin. Þann 1.9.2020 var framboð á greiðslumarki 845.349 lítrar að andvirði tæplega 250 milljónir kr. Það sem af er árinu 2020 hafa 1,4 milljónir lítra skipt um eigendur. Það er um helmingur þess umfangs sem var að jafnaði á rúmlega 20 ára tímabili, frá 1994­2016. Spurt er: a) Hvernig á að meta það hvenær verð og framboð á greiðslu­ marki sé þess eðlis að það þurfi að grípa inní? b) Eru menn sammála um hvar þau mörk liggja? Hvað er nægjanlegt framboð? Nú er kominn á innlausnar markaður fyrir greiðslumark sauðfjár og er innlausnarverðið andvirði bein­ greiðslna næstu tveggja ára á nú­ virði eða 12.764 kr. og lækkaði þar með allverulega en það fór hæst í 36 þúsund krónur. Spurt er: Af hverju hafnar þú sem ráð­ herra því að hafa hámarksverð í greiðslumarki með mjólk en í sauðfjárhlutanum var tekinn upp innlausnarmarkaður með föstu verði? Virðingarfyllst, Glitstöðum 2. nóvember 2020 Guðrún Sigurjónsdóttir kúa- bóndi Bænda 19. nóvember 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% 50,0% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið Mannlíf 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 18 4 5, 6% 20 19 4 1, 9% 20 14 3 3, 9% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 18 2 4, 6% 20 19 2 1, 9% 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 18 2 2, 1% 20 19 1 9, 0% 20 19 5 ,8 % 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 18 1 0, 8% 20 19 9 ,1 % 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 1 1, 2% 20 18 5 ,1 % 20 19 5 ,2 % 20 19 2 ,2 % Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin sex ár, 2014-2019, samkvæmt könnunum Gallup 20 14 4 3, 3% 20 15 3 1, 0% 20 18 9 ,1 % 20 14 1 1, 3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.