Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 9
COVID-19 faraldurinn hefur
haft verulega neikvæð áhrif
á rekstur ferðaþjónustufyrir-
tækja á Íslandi og um allan heim.
Hótel Saga er þar ekki undan-
skilin. Stjórnendur hótelsins eru
nauðbeygðir til að loka hótelinu.
Önnur starfsemi í húsinu verður
óbreytt.
Lokunin hefur ekki áhrif á aðra
starfsemi í húsinu og verður starf
semi Bændasamtaka Íslands og
annarra samtaka í landbúnaði sem
starfa á 3. hæð Bændahallarinnar
sem og annarra fyrirtækja og félaga
sem eru með starfsemi annars staðar
í húsinu óbreytt.
Hótelið gengur nú í gegnum
fjárhagslega endurskipulagningu
og stendur vinna við hana yfir.
Stjórnendur hótelsins voru nauð
beygðir til að loka hótelinu 1. nóv
ember síðastliðinn.
Gríðarlegur tekjusamdráttur
Fyrir liggur að Hótel Saga hefur
orðið fyrir gríðarlegum tekjusam
drætti vegna faraldursins. Mikil
óvissa er uppi um hvernig rekstrar
umhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu
mun þróast í nánustu framtíð. Er
nú svo komið að stjórnendur þess
sjá sér ekki annan kost en að loka
því, að minnsta kosti að sinni, þar
sem ekki sér enn fyrir endann á far
aldrinum og engin augljós merki
eru um að straumur ferðamanna til
Íslands muni aukast á næstu vikum
og mánuðum.
Nauðbeygð til að loka hótelinu
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri
á Hótel sögu, segir að í raun séu
stjórnendur hótelsins nauðbeygðir
til að loka hótelinu.
„Síðustu sóttvarnaraðgerðir
gera það að verkum að það er
ekki lengur rekstrargrundvöllur
til að halda starfseminni gang
andi. Hótel Saga er stórt hótel
og það þarf að lágmarki 15 til 20
starfsmenn til að halda uppi allra
nauðsynlegustu þjónustu og tekju
möguleikar eins og staðan er í dag
nánast engir.
Þannig að ákvörðunin um að
loka var tekin af illri nauðsyn þrátt
fyrir að í september hafi verið
stefnt að því að hafa opið til ára
móta eða þangað til að fundin hafi
verið laus við endurskipulagningu
rekstursins.“ /VH
Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri
bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is
KRAFTBLANDA
Inniheldur Effekt Midi Island steinefnablöndu
KRAFTBLANDA-30
• 30% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
KRAFTBLANDA-15
• 15% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
FRÉTTIR
Hótel Saga við Hagatorg. Fremst á myndinni er listaverkið Íslandsmerki eftir
Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Mynd / HKr.
Óvissa í hótelrekstri vegna COVID-19:
Hótel Sögu lokað
Sveitarstjórnir NV-lands:
Hafa áhyggjur af
lágu afurðaverði
Sveitarstjórnir Húnaþings vestra,
Dalabyggðar, Strandabyggðar
og Reykhólahrepps hafa sent frá
sér sameiginlega ályktun þar sem
lýst er þungum áhyggjum af lágu
afurðaverði til sauðfjárbænda og
seinagangi við birtingu afurða-
stöðvaverðs haustið 2020.
„Byggðarráð Húnaþings vestra
og sveitarstjórnir Dalabyggðar,
Strandabyggðar og Reykhólahrepps
lýsa yfir þungum áhyggjum af
lágu afurðaverði til sauðfjárbænda
og seinagangi við birtingu
afurðastöðvaverðs haustið 2020.
Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein
þessara sveitarfélaga og ein af
forsendum búsetu í dreifbýli. Í
þessum sveitarfélögum var rúmlega
21% af framleiðslu kindakjöts árið
2019.
Á undanförnum árum hafa
orðið ábúendaskipti á þónokkrum
bújörðum í sveitarfélögunum og
yngra fólk með fjölskyldur tekið við.
Þessar fjölskyldur efla samfélagið,
styðja við þjónustu ásamt því að
halda uppi atvinnustigi.
Líkt og í öðrum rekstri er mikil
vægt að sauðfjárbændur fái viðun
andi verð fyrir sína vöru og hafi
þannig forsendur til áætlanagerðar
og ákvarðanatöku. Því er skorað á
afurðastöðvar að gefa út afurðaverð
2021 fyrir komandi áramót.
Samkvæmt samantekt Lands
samtaka sauðfjárbænda var afurðaverð
til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta
ári það lægsta sem finnst í Evrópu
og miðað við nýbirtar verðskrár
2020 er vegið meðalverð 502 kr./
kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri
verðlagsþróun frá 2014 ætti það að
vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar
200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð
fylgi verðlagsþróun.
Í heimsfaraldri vegna COVID
19 fengu Íslendingar áminningu
um mikilvægi innlendrar matvæla
framleiðslu. Skapa þarf greininni
stöðugleika í rekstri til lengri tíma
og styðja á öflugan hátt við innlenda
matvælaframleiðslu,“ segir í ályktun
inni. /smh