Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202014
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIR
Skógræktarviðmið Íslands í loftslagssamningi Evrópusambandsins:
Metið -30,345 kílótonn
CO2 ígilda á ári
– án bindingar í innlendum viðarafurðum, en -30,405 kílótonn með bindingu
Ísland, ásamt Noregi, er í sam
starfi við Evrópusambandið
um sameiginlega framkvæmd
við að ná markmiðum Parísar
samkomulagsins. Mark miðið er að
draga úr nettólosun gróðurhúsa
lofttegunda um 40% fyrir árið
2030, miðað við losun ársins 1990.
Niðurstaða skýrslunnar er að
skógræktarviðmið Íslands fyrir
árin 2021-2025 var metið 30,345
kílótonn CO2-ígilda á ári án
bindingar í innlendum viðarafurð-
um en 30,405 kílótonn CO2-ígilda
á ári að meðtalinni bindingu í inn-
lendum viðarafurðum. Hér er um
nettóbindingu að ræða en í loftslags-
bókhaldinu er binding alltaf táknuð
með mínusgildum en losun með
plúsgildum.
Þess ber að geta að verði losun
frá eldri skógum meiri eða binding
minni en skógræktarviðmiðið á
tímabilinu 2021–2025 þarf Ísland
að telja þann mun fram sem skuld
eða losun í loftslagsbókhaldi sínu.
Að sama skapi verður minni losun
eða meiri binding en sem nemur
skógræktarviðmiðinu talin fram sem
innistæða eða binding.
Skógrækt á Íslandi léttvæg
Samkvænt því sem segir á heima-
síðu Skógræktarinnar fjallar hluti
samningsins um losun og bindingu
frá skógrækt og annarri landnotkun.
Í Evrópu er skógrækt og meðferð
skóga sú landnotkun sem hefur lang-
mest áhrif. Í samkomulaginu eru sér-
stakar reglur um hvernig losun og
binding frá skógrækt skuli talin fram
í loftslagsbókhaldi hverrar þjóðar og
þrátt fyrir að skógrækt á Íslandi telj-
ist lítil og léttvæg í samanburði við
skógrækt annarra Evrópulanda, er
okkur Íslendingum gert að fara eftir
þeim reglum. Í tilviki Íslands gilda
þessar reglur fyrir svæði sem hafa
verið skógi vaxin í meira en 50 ár
og því snerta þær ekki nýskógrækt.
Það þýðir að í nýju skógunum er öll
nettóbinding talin fram. Í stuttu máli
ganga reglurnar út á það að eðlileg
þróun kolefnisforða „gömlu“ skóg-
anna hafi ekki áhrif á loftslagsbók-
hald þjóðarinnar. Losun kolefnis frá
þessum skógum vegna viðarnýtingar
skal í þessu skyni miðast við árin
2000 til 2009, að teknu tilliti til
breyttrar aldurssamsetningar.
Öllum þjóðríkjum samningsins
var gert að skrifa skýrslu sem lýsir
á gagnsæjan hátt áætlaðri losun/
bindingu „eldri“ skóga á tímabil-
inu 2021-25, miðað við að hirt yrði
um þá með sama hætti og gert var
á árunum 2000-2009. Þessi áætlun
eða spá er kölluð skógræktarviðmið
Íslands, á ensku „forest reference
level“.
Umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið fól Skógræktinni þetta
verkefni og eru höfundar skýr-
slunnar starfsmenn loftslags-
deildar Mógilsár, rannsókna sviðs
Skógræktarinnar. Skýrslan er skrif-
uð á ensku og hefur farið gegnum
nákvæmt jafningjamat hjá sér-
fræðingum annarra Evrópuþjóða
þar sem efni og aðferðir hafa fengið
umsögn. Hér er kynnt uppfærð og
betrumbætt útgáfa í samræmi við
ábendingar og tilmæli um breytingar
frá fyrri útgáfu. /VH
Öllum þjóðríkjum samningsins var
gert að skrifa skýrslu sem lýsir á
gagnsæjan hátt áætlaðri losun/
bindingu „eldri“ skóga á tímabilinu
2021–25, miðað við að hirt yrði um
þá með sama hætti og gert var á
árunum 2000–2009.
Sigurður Laufdal náði fjórða sætinu í Bocuse d´Or Evrópukeppninni:
Eldaði besta fiskréttinn
– Stefnir hátt í aðalkeppninni sem verður haldin í janúar á næsta ári
Sigurður Laufdal Haraldsson, sem
stýrði matseldinni á Grillinu
áður en COVID19 faraldur
inn skall á Hótel Sögu, gerði
góða ferð til Tallinn í Eistlandi
nú í október. Hann varð í fjórða
sæti í heildarstigakeppninni í
Evrópukeppni Bocuse d‘Or – og
fiskrétturinn sem hann eldaði
var valinn sá besti. Þetta var
jafnframt undankeppni fyrir
aðalkeppnina sem verður haldin á
næsta ári venju samkvæmt í Lyon
í Frakklandi.
Bocuse d‘Or er stundum kölluð
óopinber heimsmeistarakeppni
matreiðslumeistara og Sigurður
keppir í annað sinn í Lyon í janúar á
næsta ári, en árið 2013 hafnaði hann
í áttunda sæti. Íslendingar hafa náð
mjög góðum árangri frá því Sturla
Birgisson fór fyrst árið 1999. Sturla
gaf tóninn þegar hann náði fimmta
sætinu og síðan hafa íslenskir
keppendur ekki lent neðar en í níunda
sæti. „Þar sem að þetta var Evrópu-
forkeppni þá erum við mjög sátt.
Við erum nánast á palli sem sýnir
okkur að við erum í hópi þeirra bestu
og að pallur í aðalkeppni sé góður
möguleiki. Og vonandi lærum við
líka af keppninni og sjáum hvað hægt
er að bæta fyrir aðalkeppnina,“ segir
Sigurður um frammistöðuna.
Bestum árangri Íslendinga hafa
þeir náð Hákon Már Örvarsson, árið
2011, og Viktor Örn Andrésson,
árið 2017, en þeir fengu báðir
bronsverðlaun.
Allt samkvæmt áætlun
„Það má segja að allt hafi meira
og minna farið eftir áætlun. Ég er
það heppinn að það er gífurlega
stórt teymi og góðir styrktaraðilar
á bakvið mig. Sem gerir það að
verkum að ég og hópur af góðu
fólki getum einbeitt okkur einungis
að þessu ferli,“ segir Sigurður en
hann og Gabríel Kristinn Bjarnason,
aðstoðarmaður hans, unnu sér rétt til
þátttöku í aðalkeppninni ásamt níu
öðrum Evrópuliðum.
„Það sem hefur breyst núna síðan
að ég keppti árið 2013 er það að
akademían – íslenska Bocuse d‘Or
akademían – er orðin enn betur
mönnuð og því er baklandið meira en
áður. Og svo má ekki heldur gleyma
því að ég er sjálfur orðinn eldri og
reynslumeiri.“
Fékk fiskverðlaunin líka síðast
Í undankeppninni síðast árið 2012
náði Sigurður í raun sama árangri,
varð fjórði og þá líka með besta
fiskréttinn. „Ég hef alltaf haft
einstaklega gaman af því að nota allt
það ætilega hráefni sem kemur úr
sjónum. Það hefur líklegast hjálpað
eitthvað til. En svo eru íslenskir
matreiðslumenn einstaklega
framarlega þegar það kemur að því
að elda sjávarfang enda erum við það
heppin að íslenskir veitingastaðir
þurfa ekki að hafa mikið fyrir því
að fá það ferskasta og besta hráefni
sem hafið býður upp á.
Annars æfðum við mjög mikið
og skipulagt. Lögðum mikið upp úr
því að hafa bragðtegundirnar í góðu
jafnvægi og að hafa matinn eins
heitan og mögulegt var. Það gleymist
oft í öllu dúlleríinu og fínheitunum
og kemur oft niður á bragði og hita.
Þetta þarf allt að harmónera. Heitur
matur þarf að vera heitur. Bragð þarf
að vera eðlilegt. Ekki of lítið salt
eða of mikið salt, ekki of mikið af
sítrónusafa og svo framvegis. Ofan
á allt þarftu að sýna sköpunargleðina
og að þú hafir eitthvað í fingrunum.
Hvernig þú vinnur og nýtur hráefnið
skiptir öllu. Við lögðum mikið
upp með öllu þessu og það skilaði
árangri,“ segir Sigurður um lykilinn
að árangrinum. /smh
Sigurður Laufdal Haraldsson í eldhúsinu á Grillinu. Á innfelldu myndinni er
vinningsréttur Sigurðar, steinbítur, bakaður og gljáður í leturhumarsmjöri og
borinn fram međ kremuðu soði af léttreyktum fiskibeinum, skyri og engifer.
Blómkáls gel-tartaletta með heslihnetu-vinaigrette, íslensku wasabi og epli.
Kartöflur bakaðar í smjöri og kremaður ísbúi. Myndir / smh og Hákon Björnsson
Könnun Neytendasamtaka Bandaríkjanna:
Íslenska skyrið hlutskarpast
af 37 tegundum
Á dögunum könnuðu Netenda
samtökin í Bandaríkjunum
(Consumer Reports) bragðgæði
og hollustu 37 skyrtegunda
þar í landi og fékk skyrið frá
Icelandic Provisions, sem er sam
starfsaðili MS, hæstu einkunn.
Mjólkursamsalan á um 15% hlut
í félaginu og hefur átt gott sam
starf við Icelandic Provisions í
þrjú ár um framleiðslu á skyrinu
þar vestra.
Í könnuninni voru bæði tekin
fyrir mjólkur- og mjólkurlausar
jógúrttegundir og var frumtegundin
Traditional Skyr frá Icelandic
Provisions, sem inniheldur 1,5% af
mjólkurfitu, valið besta skyrið með
tilliti til hollustu og bragðgæða.
Næst á eftir kom Siggi´s skyr sem
einnig er byggt á íslenskri arfleifð.
„Framleiðsla á þessu skyri hófst
á Selfossi í ársbyrjun 2016 en var
síðan flutt út til Bandaríkjanna í febr-
úar árið eftir. Þetta er félag sem við
erum þátttakendur í og var stofnað
til að koma íslenska skyrinu á fram-
færi þar ytra. Við eigum mjög gott
þróunarsamstarf við þá ásamt Ísey
útflutningi og það eru alltaf einhverj-
ar nýjungar í farvatninu,“ segir Ari
Edwald, forstjóri MS, og bætir við:
„Þeir framleiddu í kringum 7.500
tonn í fyrra og fer vaxandi. Vörurnar
eru komnar í yfir 10 þúsund
verslanir og það hafa bæst við stórar
verslanakeðjur í Bandaríkjunum eins
og til dæmis Publix-keðjan. Þeir eru
með 12 skyrvörutegundir en það
var frumtegundin sem hlaut besta
dóminn hjá Consumer Reports á
dögunum sem er mjög gleðilegt. Þetta
skyr er mjög líkt því sem við erum
með í skvísunum hérna á Íslandi.
Niðurstöðurnar úr könnuninni voru
kynntar á sjónvarpsstöð sem er hluti
af ABC-samsteypunni og það hefur
alltaf þýðingu að fá svona jákvæðar
fréttir sem vekja athygli. Þetta ýtir
undir og er hluti af því að byggja
upp meðvitund um vörumerkið
og gæði skyrsins. Þetta getur haft
framtíðarþýðingu fyrir íslenska
bændur sem eru eigendur að MS og
Ísey útflutningi því ef fyrirtækið þar
vestra nær árangri og vex geta orðið
úr því töluverð verðmæti.“
Consumer Reports eru
viðurkennd og sjálfstæð samtök í
Bandaríkjunum sem rekin eru án
hagnaðarsjónarmiða í samvinnu
við neytendur til að vinna að
gegnsæi og sanngirni á markaði.
CR upplýsir neytendur og hvetur
fyrirtæki til að sýna ábyrgð í verki
ásamt því að veita ráðamönnum
aðhald við að huga að réttindum
neytenda. Samtökin voru stofnuð
árið 1936 og telja nú yfir sex
milljónir meðlima. /ehg
Mjólkursamsölunni skipt í innlenda
og erlenda starfsemi
Eigendur og stjórn Mjólkur
samsölunnar hafa ákveðið að
skipta starfseminni upp í sjálf
stæð félög í sömu eigu, sem sinni
annars vegar innlendri og hins
vegar erlendri starfsemi.
Samkvæmt því sem segir á
heimasíðu MS er þessi breyting nú
rökrétt framhald á þeirri vegferð sem
hófst um mitt ár 2018, þegar stofnað
var sérstakt dótturfélag um erlenda
starfsemi Mjólkursamsölunnar, Ísey
útflutningur ehf. Var það gert bæði
til að mæta áskilnaði í samningum
ríkisins og bænda um fjárhagslegan
aðskilnað innlendrar og erlendrar
starfsemi, og einnig til að skerpa
stjórnunarlegar áherslur og sýn á
mismunandi verkefni.
Með breytingunni nú færast
Ísey útflutningur og eignarhlutur
í móðurfélagi Ísey Skyr Bars í
félagið MS erlend starfsemi ehf.
og eignarhlutur í bandaríska skyr-
fyrirtækinu Icelandic Provisions í
félagið MS eignarhald ehf. Bæði
þessi félög verða í eigu sam-
vinnufélaganna Auðhumlu og
Kaupfélags Skagfirðinga, eins og
Mjólkursamsalan ehf.
Ari Edwald sem hefur verið
framkvæmdastjóri Ísey útflutnings
undanfarið rúmt ár, samhliða for-
stjórastarfi hjá Mjólkursamsölunni,
mun hér eftir stýra MS erlendri
starfsemi og MS eignarhaldi og
alfarið sinna erlendri starfsemi.
Pálmi Vilhjálmsson, núverandi
aðstoðarforstjóri, verður forstjóri
Mjólkursamsölunnar. /VH
Besta skyrið að mati Consumer Reports í Bandaríkjunum.
Ari Edwald. Pálmi Vilhjálmsson.