Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202028 LÍF&STARF Hús tekið á Sigríði Helgu og Viðari Hafsteini á Kaldbak á Rangárvöllum: „Breyta þarf regluverki þannig að bændur geti slátrað sínum lömbum í „örsláturhúsum“ Hjónin Sigríður Helga Heið­ munds dóttir og Viðar Haf steinn Steinar sson eru öflugir bændur á bænum Kaldbak á Rangár völlum í Rangárvallasýslu þar sem þau eru með fjölbreyttan búskap, eða sauðfjárbúskap, hrossa rækt, skóg­ rækt, ferða þjónustu og auk þess eru þau í smá verktakastarfsemi, sem tengist aðallega skógrækt. Jörðin Kaldbakur byggðist úr Víkingslæk 1784, því forna höf- uðbýli sem helmingur þjóðarinnar getur rakið sig til og er komið af „Víkingslækjarætt“. Á Víkingslæk var tvíbýli og Þingskálar, sem eru einnig í Sigríðar og Viðars eigu, byggðust úr Víkingslæk 1811. Þessar tvær jarðir hafa mátt þola mikinn sandágang en með miklu átaki er löngu búið að snúa vörn í sókn og landið í stöðugri framför. Hins vegar er stór hluti lands þessara jarða innan „landgræðslugirðingar“ frá árinu 1939 en þar gerðist ekkert þar til þau fóru sjálf að sinna landinu innan þessarar girðingar. Sigríður og Viðar settust niður með blaðamanni og svöruðu fjölbreyttum spurningum um hitt og þetta, sem tengjast búskap og íslenskum landbúnaði. – En byrjum á byrjuninni og spyrjum hvaðan þau eru. „Ég er alin upp hér á Kaldbak, foreldrar mínir Heiðmundur Einar Klemenzson og Klara Hallgerður Haraldsdóttir keyptu jörðina og fluttust hingað árið 1958. Ég á eina systur, Elínu Guðrúnu,“ svarar Sigríður og Viðar tekur við; „Já, ég er alinn upp í Fljótshlíðinni þeirri margrómuðu sveit, foreldrar mínir, Steinar Magnússon og Sjöfn Guðjónsdóttir, bjuggu í Árnagerði. Viðar á 5 bræður. Sigríður og Viðar eiga tvær dætur, þær Klöru og Ösp, og tengdasynir þeirra eru Garðar og Ragnar og svo eiga þau fjögur yndisleg barnabörn, Viðar Frey og Helgu Björk, sem eru Klöru og Garðarsbörn og Úlf og Kára, sem eru Aspar og Ragnarssynir. Fyrir Covid var aðal búskapurinn tengdur ferðaþjónustu – Hvernig búskap eruð þið með í dag? „Áður en Covid brast á var okkar aðal „búskapur“ tengdur ferðaþjón- ustu, en við rekum lítið gisti- hús hér og erum að auki með í útleigu íbúðarhús. Þessi rekstur hefur gengið vel á undanförnum árum. Fjárfjöldinn er svipaður nú í allnokkur ár. Við höfum verið að rækta hross með ágætis árangri en skógræktina lítum við fyrst og fremst á sem landbætur,“ segir Sigríður og tekur fram að engin verkaskipting sé á milli þeirra hjóna, þau gangi jafnt til allra verka. – Þið eruð fyrst og fremst sauðfjárbændur, hvernig líst ykkur á stöðu greinarinnar og hvernig metið þið hana? „Ferðaþ jónus tan er reyndar okkar aðal tekjulind og þar hefur gengið vel undanfarin ár. Sauðfjárbúskapur stendur því miður illa þessi árin. Afurðaverð hefur verið í frjálsu falli og litlar líkur á að það lagist. Það er líkast því að við bændur séum að gera sláturleyfishöfum vinargreiða með því að „láta“ þá hafa lömb. Það er svo margt sem þarf að breytast eins og t.d. að allt kjöt sé með sýnilegum upprunamerkingum, ekki síst nú þegar innflutningur á kjöti og kjötafurðum fer sívaxandi. Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan kjötið kemur. Stefna stjórnvalda með að leyfa aukinn innflutn- ing á landbúnaðarvörum er undarleg. En auðveldlega má framleiða hér innanlands á sjálfbæran og heilnæman hátt allt það kjöt sem þörf er á til neyslu, landi og lýð til heilla, en svo virðist sem allan vilja skorti til að taka á þeim málum,“ segir Viðar brúnaþungur. Sauðburðurinn stendur alltaf upp úr – Hvað er skemmtilegast við að vera sauðfjárbændur, hvað er það að gefa ykkur og lítið þið á þetta sem lífsstíl og hvernig er afkoman, náið þið að lifa af búskapnum, eða? „Það er nú sauðburður sem alltaf stendur upp úr, sá tími í byrjun vors með birtu allan sólarhringinn er algjörlega óviðjafnanlegur. Síðan er það haustið, að safna fénu saman, sjá lömbin og velja ásetninginn. Það er erfitt að lifa á sauðfjárbúskap eingöngu, jafnvel þótt fjöldinn væri meiri. En þá er bara að finna fleiri möguleika, eins og við höfum reynt. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur er þinn lífsstíll, hvort sem það er Viðar Hafsteinn Steinarsson og Sigríður Helga Heiðmundsdóttir, bændur á bænum Kaldbak á Rangárvöllum, þar sem þau reka ferðaþjónustu, stunda sauðfjárrækt og eru með hrossarækt og skógrækt, ásamt því að vera í verktakastarfsemi. Myndir / Úr einkasafni Jörðin Kaldbakur byggðist úr Víkingslæk 1784, því forna höfuðbýli sem helmingur þjóðarinnar getur rakið sig til og er komið af „Víkingslækjarætt“. Systkinin Helga Björk, Kári og Úlfur í sveitinni hjá afa og ömmu. Barnabarnið Viðar Freyr hjá uppáhalds kindinni sinni, sem heitir Díanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.