Bændablaðið - 05.11.2020, Síða 20

Bændablaðið - 05.11.2020, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202020 Matvælastofnun staðfesti þann 27. október riðu á bæjunum Grænu mýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og Hofi í Hjaltadal. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í vikunni þar á undan. Ákvörðun um niður- skurð lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Ljóst er að á Stóru-Ökrum þarf líklega að farga um 800 kindum og hátt í tvö þúsund fjár samanlagt á hinum bæjunum þrem. Einnig þykir vafasamt að hægt sé að flytja allt þetta fé í þá einu brennslustöð sem til er í landinu til slíks, en það er sorpbrennslustöðin Kolka við Helguvík í Reykjanesbæ. Liggur því beinast við að urða verði hræin, en óvíst er hvar sá urðunarstaður verður. Niðurstöðu ráðuneytis að vænta í þessari viku Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu er unnið að lausn á þeim verkefnum sem við blasa. Fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins, umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar vinna í samein- ingu að málinu. Áhersla sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra er sú að allt sé gert til að styðja við bændur á svæðinu og gripið sé til ráðstafana í samráði við þá. Vonir standa til að niðurstaðan liggi fyrir eigi síðar en í þessari viku. Gríðarlegt áfall Er áfallið gríðarlegt fyrir bændur í Skagafirði. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011–2014. Eitt riðutilfelli kom upp í landinu árið 2019, en það var á bænum Álftagerði. Þá sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun að riðan væri á undanhaldi, en ekki megi sofna á verðinum. Það voru því döpur tíðindi þegar riðuveiki var staðfest á bænum Grófargili í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði 24. febrúar 2020. Var þetta í fyrsta sinn sem riða kom upp á bænum. Riðuveikin talin hafa borist til Íslands með enskum hrúti Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrúti sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 75 árin en varð að smitfaraldri, sem óð yfir stóran hluta landsins næstu tvo áratugina þar á eftir. Allar götur síðan hafa vísinda- menn jafnt sem bændur og aðrir leikmenn velt fyrir sér hvort og hvernig megi koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Oft hefur tekist um tíma að uppræta riðuveikina á einstölum svæðum, en svo hefur hún jafnvel blossað upp aftur. Mörkuð var sú stefna 1978 að útrýma riðuveiki á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Kolbeini Jónssyni, dýralækni í Skagafirði, sem er héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis, þá var mörkuð sú stefna af íslenskum yfirvöldum árið 1978 að koma í veg fyrir út- breiðslu riðu og til að útrýma henni í landinu. Árið 1986 var vitað um riðu á 104 bæjum í 24 varnarhólfum og var þá ákveðið að útrýma riðuveiki í áföngum með skipulögðum hætti. „Það er því ljóst að riðusmitefnið var dreift ansi víða og í miklu magni á mörgum bæjum. Margar sögur eru af því að ásetningurinn dugði ekki til þess að mæta afföllunum sem urðu yfir veturinn, bændum þótti því full- reynt að búa við riðuna, auk þess sem sýktir gripir þola miklar þján- ingar áður en sjúkdómurinn dregur þá til dauða,“ segir Jón Kolbeinn. Riðuveiki landlæg í Bretlandi í að minnsta kosti 250 ár Samkvæmt grein í BMC Veterinary Research hefur riðu veiki verið land- læg í Bretlandi í að minnsta kosti 250 ár. Þar er líka talað um að til að sauðfé þrói með sér þennan sjúkdóm þurfi það helst að vera erfðafræði- lega móttækilegt. Þar er líka talað um að ástæður fyrir sjúkdómum kunni fremur að leynast í búskap- arháttum á þeim stöðum þar sem sjúkdómurinn kemur upp, fremur en umhverfislegum þáttum eins og varðandi jarðveg. Einnig er talað um að enn sé verið að rannsaka frumorsakir þess að sjúkdómurinn myndist. Karakúlféð kom með garnaveikina Stundum hefur verið talað um karakúlfé í samhengi við riðuveiki, en það er ekki alls kostar rétt. Hins vegar flutti karakúlféð með sér annan mjög skæðan sjúkdóm. Árið 1933 var flutt inn karakúlfé til Íslands frá Þýskalandi, en með þeim fluttist hingað garnaveiki (Paratuberculosis) sem gerði mikinn usla í sauðfé bænda um nær allt land. Karakúlfé (fræðiheiti; Ovis vignei) er sérstök sauðfjártegund upprunnin í Úsbekistan og gefur af sér mjög verðmætar gærur (sérstaklega lömbin). Karakúlféð er nefnt eftir þorpi í Úsbekistan þar sem ræktun þessa sauðfjár hófst. Heymaurar geta borið riðusmit Íslenskir vísindamenn sem störf- uðu á sínum tíma að rannsóknum á riðu settu fram kenningu um að staðbundnir heymaurar geymdu í sér smitefni og gætu sýkt nýjan fjárstofn eftir langan tíma. Kenningin fékk byr í seglin þegar Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum, fékk vísindamenn í New York til að rannsaka málið. Staðfestu þeir riðu í tilraunamúsum sem sprautaðar höfðu verið allt að 2 árum fyrr með lausn af heymaur- um frá riðubæjum á Íslandi. Þessir bæir höfðu verið fjárlausir mánuðum saman. Endurteknar tilraunir styrktu þetta og vísindamenn í Frakklandi létu reyna á þessa kenningu um smitbera riðuveikinnar í sam- vinnuverkefni með Íslendingum og Spánverjum. Riðuveikli orsakast af gölluðu prótíni Riðuveiki er hvorki bakteríu sjúk- dómur né vírussjúkdómur. Vísinda- menn hafa lýst því að ástæða veik- innar sé aflögun á príon-prótíni. Heilbrigt prótín er sagt vera hring- laga en príonprótín tígullaga. Prótín eru gerð úr byggingar- einingum sem heita amínósýrur. Fjöldi amínósýrugerða sem koma fyrir í prótínum er 20, að því er segir í grein Þuríðar Bjarnadóttur líffræðings sem finna má á Vísindavefnum. Frumorsök fyrir aflögun prótína virðist vera óþekkt Enginn virðist hafa getað sýnt fram á með óyggjandi hætti hvers vegna þessi aflaga prótín myndast upphaf- lega, þ.e. hver frumorsökin er. Samt virðist smitefni, eða aflaga prótín, geta borist milli dýra, m.a. með fóðri og af grasi eða úr jarðvegi í bithaga og virðist geta valdið því að dýr sem innbyrða aflaga prótín geti þróað með sér riðuveiki. Því skiptir miklu máli að landinu er skipt upp í 25 afgirt varnarsvæði til að hindra för sýktra dýra inn á ósýkt svæði. Það vekur þó athygli að riðuveikin í sauðfé virðist ekki hafa smitast yfir í aðrar tegundir grasbíta. Hún smitast heldur ekki í menn. Geitur geta líka fengið riðuveiki Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur ritað einn mest um þennan sjúkdóm hérlendis. Hann segir að ýmsar fullyrðingar hafi komið fram í umræðunni um riðuveikina nú sem standist ekki alltaf. Þannig hafi því m.a. verið haldið fram að geitur geti ekki smitast af riðuveiki úr sauðfé. Það sé ekki rétt þó ekki sé vitað til að geitfé hafi smitast á Íslandi. Jafnvel þó geitur hafi verið á sömu bæjum og þar sem sauðfé hefur verið skorið niður vegna riðuveiki. Hann segir að riðuveiki sé t.d. vel þekkt í geitfé í Bandaríkjunum og allavega sé vitað um eitt tilfelli í Noregi. Frekari rannsóknir skortir Sigurður hefur ritað fjölmargar greinar um riðusjúkdóminn. Hann segir að vissulega skorti frekari rannsóknir á frumorsökum þess hvað veldur því að príonprótín afmyndast og orsakar riðuveiki. Í grein þar sem hann útskýrir hvað riðuveiki sé segir m.a.: „Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur að riðukindur sjái illa, þær gangi á og beri framfætur hátt. Oft ber á slettingi í gangi, lömun eða þróttleysi. Kindurnar geta snarast um koll ef tekið er í horn. Oftast ber á vanþrifum þegar líður á sjúkdóminn.“ Greining getur verið erfið „Það torveldar oft og tefur greiningu veikinnar að fyrstu einkenni geta verið mjög breytileg og misjafn- lega auðsæ. Stundum sést aðeins eitt eða fá einkenni lengi framan af. Oft er þá talað um kláðariðu, löm- unarriðu, hræðsluriðu eða tauga- veiklunarriðu eftir því einkenni sem er mest áberandi. Það getur hjálpað við sjúkdómsgreiningu að spörð úr riðukindum eru stundum, en ekki alltaf, sérstök að útliti: dökk, smá, jöfn að stærð og perulaga með holu í annan enda en totu úr hinum.“ Engin lækning er þekkt við riðuveiki „Á stöku stað erlendis er talið að FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hinn hræðilegi skaðvaldur riðuveikin – Skemmt prótín talið orsakavaldurinn og getur smitast milli dýra en rannsóknir skortir sem sýna fram á af hverju prótínið aflagast Þegar kind hefur smitast af riðuveiki geta liðið nokkrir mánuðir til 5 ár þar til hún fer að sýna einkenni. Því getur einstaklingur virkað heilbrigður en er í raun smitberi. Hversu hratt dýrið fer að sýna einkenni ræðst af ýmsu eins og t.d. arfgerð kindarinnar, aldri við smit og ásigkomulagi. Oft koma einkennin frekar fram þegar dýrið verður fyrir streitu, eins og t.d. við smölun. Einkennin eru viðvarandi í nokkrar vikur eða mánuði þar til dýrið deyr. Riðuveikar kindur vanþrífast oftast nær. Fyrstu einkennin geta verið mismunandi. Þau eru breytileg frá degi til dags, meira áberandi suma daga en aðra. Langt getur verið í að einkenni verði stöðug. Því getur þurft að skoða kind á þessu stigi oftar en einu sinni til að vera viss. Einnig skortir á að öll einkenni riðuveiki komi fram í einni og sömu kindinni. Kláðariða: Kindurnar klóra sér á haus, síðum, drundi og víðar. Kláði sést þó ekki í öllum tilfellum, en flest riðusmitað fé svarar þó klóri í bak. Taugaveiklunarriða: Kindurnar verða óttaslegnar, óöruggar með sig, hrökkva við, titra, skjálfa og gnísta tönnum. Lömunarriða: Kindurnar liggja mikið, bera fætur hátt, slettast til í gangi. Heimild / MAST Mismunandi einkenni á riðu Engar vísbendingar eru um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Þannig að hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum eru í hættu vegna riðuveiki í sauðfé. Fólk smitast ekki af riðu Skagafjörður hefur orðið illa fyrir barðinu á riðuveiki. Mynd / HKr. Mikill kláði getur verið eitt af einkennum riðuveiki í sauðfé eins og þessi mynd frá NADIS (The National Animal Disease Information Service) í Bretlandi sýnir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.