Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 23 Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í nóvember bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Húsavík | Reykjanesbær | Vestmannaeyjar Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámur er góð geymsla Stólpi Gámar bjóða gáma- lausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen. Rakaskiljur og blásara frá Heylo, rykvarnarkerfi frá ZIPWALL, og parket-og vinilklippur frá BULLET TOOLS.  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Bænda 19. nóvember Landsvirkjun og MýSköpun: Samstarf um rannsóknir, ræktun, þróun og framleiðslu á þörungum Landsvirkjun og MýSköpun ehf. hafa undirritað samning um rannsóknir, ræktun, þróun og framleiðslu á þörungum á starfssvæði Landsvirkjunar á Norðurlandi. Starfsemin verður fyrst um sinn í skrifstofuhúsnæði sem áður tilheyrði Kísiliðjunni við Mývatn. Verkefnið snýst um að meta fýsileika þess að MýSköpun ehf. rannsaki og rækti þörunga sem m.a. er að finna í Mývatni og þrói, framleiði og markaðs­ setji í framhaldinu verðmætar neytenda vörur. t.d. úr spírulínu. Horft verður til fjölnýtingar jarð­ hita þar sem straumar frá jarðhita­ virkjunum, t.d. raforka, heitt vatn, kalt vatn og jarðgös, eru nýttir við ræktunina. Markmið samningsins er að auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar. Verkefnið bætir þannig nýtingu auðlinda og skapar tækifæri til uppbyggingar og nýsköpunar fyrir nærsamfélagið. Nýsköpun í Mývatnssveit MýSköpun ehf. er nýsköpunar­ fyrirtæki í Mývatnssveit sem er ætlað að auka nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu. Markmið MýSköpunar er að vera leiðandi í framleiðslu á lífefnum úr þörungum, með fjölnýtingu jarðhita í fyrirrúmi og nýtingu auka afurða sem verða til í framleiðsluferlinu. Ræktun og hagnýting þörunga hefur í auknum mæli vakið áhuga vegna fjölbreyttra lífefna sem þeir framleiða og hagnýtingu þeirra í ýmsar söluvörur. Þegar talað er um lífefni er átt við efni á borð við fitusýrur, prótein, fjölsykrur, steinefni, karóten og önnur litarefni, auk fjölfenóla. Mikilvægur samningur „Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir MýSköpun og gerir okkur kleift að auka framleiðslugetu fyrirtækisins og færa okkur af rannsóknastofunni yfir í tilraunaframleiðslu,“ segir Hjörleifur Einarsson, stjórnarformaður MýSköpunar í frétt á vef Landsvirkjunar. Verkefnið hefur verið í þróun í nokkur ár en nú verður látið á það reyna hvort sá árangur sem þegar hefur náðst standi undir þeim væntingum sem menn hafa haft frá upphafi, þ.e. að náttúruauðlindirnar geti verið grunnur að sjálfbærri ræktun örþörunga af Mývatnssvæðinu. „Samstarf okkar við Landsvirkjun hefur á undanförnum árum verið ómetanlegt og við væntum þess að samningurinn sé enn ein varðan á sameiginlegri vegferð.“ Kraftur og elja Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðar­ forstjóri Landsvirkjunar, segir á sama vettvangi að fyrirtækinu þyki ánægjulegt að geta lagt sitt af mörkum til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á starfssvæðum þess. „Það er mikill hugur í fólki í Mývatnssveit og ég er sannfærð um að sá hugur ber heimafólk hálfa leið. Krafturinn og eljan ber það án efa leiðina á enda. Ég hlakka til að fylgjast með þeirri vegferð.“ /MÞÞ Undirritunarfundurinn var haldinn með aðstoð fjarfundaforrits. Í efri röð eru, frá vinstri: Hjörleifur Einarsson, stjórnarformaður MýSköpunar, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir viðskiptaþróunarstjóri og Kristín Linda aðstoðarforstjóri. Í neðri röð: Geir Arnar Marelsson, lögfræðingur, Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og sölu og Júlía K. Björke, framkvæmdastjóri MýSköpunar. Mynd / Landsvirkjun LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.