Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 29 sauðfjárrækt eða eitthvað annað en afkoman þarf að verða betri. Breyta þarf regluverki þannig að bændur gætu slátrað sínum lömb- um í „örsláturhúsum“ og selt afurðir beint frá býli. Ef þú sendir lömb í sláturhús og tekur þau heim til að selja sjálfur, kostar slátrunin of mikið til að nægilega arðbært sé, Sláturleyfishafinn gefur þar ekkert eftir,“ segir Sigríður. Skógrækt er forsenda landgræðslu – Þið hafið mikinn áhuga á skóg- rækt og þú, Sigríður, ert formaður Skógræktarfélags Rangæinga. Af hverju hefur þú svona mikinn áhuga á skógrækt og hvað er það að gefa þér að stunda skógrækt og stýra stóru skógræktarfélagi? „Já, skógrækt er forsenda land- græðslu og hvar sem þú ferð í að bæta land og græða upp ætti skógur alltaf að vera með í þeim aðgerðum. Við hófum okkar skóg- rækt árið 1990 og eigum nú fallega skóga sem upp eru að vaxa. Eitt leiddi af öðru og ég fór inn í stjórn Skógræktarfélags Rangæinga, vann þar nokkur ár með eldhug- anum Markúsi Runólfssyni. Tók síðan við sem formaður félagsins eftir að hann féll frá og hef stað- ið þá vakt með smá hléum síðan. Það er svo margt hægt að gera og Skógræktarfélag Rangæinga hefur verið mjög öflugt í að halda úti öflugu starfi,“ segir Sigríður formaður. – Hvað getur þú sagt mér um starfsemi félagsins? „Skógræktarfélag Rangæinga er með um 290 félaga og er t.d. núna með stórt verkefni fyrir Kolvið, sem er að planta 82.500 plöntum, það er að klárast. Síðan höfum við verið að bæta aðgengi í skógum félags- ins, með gerð göngustíga og lagfæra brautir. Það er þá aldrei þörf á að fólk geti komið og notið útivistar ef það er ekki nú á tímum COVID. Þá er árviss sala á furu fyrir jólin, sem er mjög vinsælt að koma í skóginn og ná sér í tré. Skógræktarfélag Rangæinga er með mörg svæði í sýslunni, austur á Skógum, á Markarfljótsaurum, á Kotvelli, Aldamótaskógi á Gaddstöðum, Bolholtsskóg á Rangárvöllum, Réttarnes á Réttaneshrauni og Ásabrekku í Ásahreppi,“ segir Sigríður. – Ættum við að leggja meiri áherslu á skógrækt á Íslandi? „Að sjálfsögðu á að leggja meiri áherslu á skógrækt, umfram allt að planta fjölbreyttum tegundum og hætta þessum kjánaskap tala um íslenskar tegundir og erlendar. Dæmin sanna að hér óx fjölbreyttur skógur og þannig vil ég sjá það. Nú er verið á fullu að hvetja til söfnunar á birkifræi, sem er gott, einnig ætti að safna t.d stafafurufræi og dreifa því svo jöfnum höndum. Planta sem víðast, er löngu orðin leið á þessari auðnaráráttu. Skógrækt er líka aftur- kræf, þannig að ef vantar land undir akuryrkju er ekkert auðveldara en endurheimta landið til slíks brúks. Skógurinn eykur möguleika á svo mörgu, betri uppskera af túnum eða ökrum, skjólsælir staðir þar sem fólk getur notið útivistar og ég blæs á vælinn sem stundum heyrist, að skógurinn sé að taka allt útsýni frá fólki. Á þjóðvegum landsins tekur það nokkrar sekúndur að keyra fram hjá skógi, sem hugsanlega byrgir fólki einhverja sýn til fjalla,“ segir Sigríður ákveðin. Möguleikarnir miklu fleiri en hefðbundin sauðfjárrækt og kúabúskapur – Hvernig sjáið þið framtíð bú- skapar á Kaldbak og hvernig verður búskapurinn þar eftir 15 til 20 ár? Hér kemur Viðar inn. „Tja, það er ómögulegt að segja, vonandi vilja afkomendurnir a.m.k. eiga jörðina en hefðbundinn búskapur með sauð- fé eða kýr verður varla stundaður, enda möguleikarnir svo miklu fleiri, skógræktin verður vonandi stunduð og t.d. ferðaþjónusta.“ – Nú gengur COVID-19 yfir heiminn, það eru skrýtnir tímar sem við lifum. Hvernig er að vera bændur á þessum tíma og eruð þið með einhverjar ráðstafanir í því sambandi eða gengur allt „eðlilega“ fyrir sig? „Hér gengur í sjálfu sér allt sinn vanagang á búinu, en við takmörk- um mjög gestakomur og förum lítið innan um fólk. Verst er þegar fjöl- skyldumeðlimir geta ekki komið. En það er ekkert um annað að ræða en þreyja þorrann og góuna og halda þetta út. Það er ekkert að skemma fyrir eins og í haust að geta verið úti dögum saman að planta trjám, nú eða smala sauðfé,“ segir Viðar. Staðan í landbúnaði gæti verið betri – Ef við horfum til íslensks land- búnaðar í dag, hvernig líst ykkur á stöðuna og framtíðina? „Staðan gæti vissulega verið betri, samstaða bænda og ákveðni til að berjast fyrir bættum hag er því miður ekki mikil. Landbúnaðarráðherra er nú nýlega búinn að segja okkur að sauðfjárbúskapur sé t.d. „lífsstíll“ og þá skipti afkoman engu máli,“ segir Sigríður. – Þegar þið eruð ekki að vinna við búskapinn, hvað gerið þið ykkur til ánægju og afþreyingar, fjölskyld- an, til að brjóta upp hvers daginn? „Við höfum gaman af að fara um hálendið og er afrétturinn okkar alltaf heillandi. Barnabörnunum finnst sport að fá að veiða þarna inn frá og fegurðin er einstök. En góð ganga um heimaslóðir er líka ágæt,“ segja þau bæði að lokum. /MHH Af sérstökum ástæðum þá eigum við þessar lengdir á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m² m/vsk. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. STRÚKTÚR ehf - Stangarhyl 7 - 110 Reykjavík - struktur@struktur.is - sími: 588 6640 Ef keypt er 30 - 100 m² 20% afsláttur 2.880 kr m² m/vsk Ef keypt er 101 - 1000 m² 30% afsláttur 2.520 kr m² m/vsk Ef allt er keypt 50% afsláttur 1.800 kr m² m/vsk RAL 9005 Lengd: 3.300 mm 71 stk Lengd: 4.800 mm 151 stk RAL 8012 Lengd: 6.700 mm 148 stk Lengd: 5.900 mm 41 stk Lengd: 6.940 mm 24 stk Sigríður Helga, formaður Skógræktarfélags Rangæinga, að störfum á nýju svæði Kolviðarskóga á Geitasandi. Þar var 82.500 plöntum plantað og sáu Sigríður og Viðar um gróðursetningu 60 þúsund þeirra, geri aðrir betur. Hrossarækt er stunduð með góðum árangri á Kaldbak. Hér er hryssan Himnasending með folaldið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.