Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 13                     Kraftur 15+Ca     Kraftur 27+Mg+S      Kraftur 27+Ca+Mg      Kraftur 34+Se                         Völlur 27-12 +S        Völlur 30-5+S+Se         Völlur 30-10      * MAP 12-52 (25 kg )                   Völlur 17-15-15+Mg+S                       Völlur 20-12-8+Ca+S+Se            Völlur 22-10-10+Mg+S           Völlur 22-8-8+Mg+S+Se            Völlur 22-7-12+Mg+S+Se                        Völlur 26-6-6+Mg+S           Kornað kalk (1100 kg)      Verðskráin er birt með fyrirvara um prentvillur.     Völlur 23-6+Ca+Mg+S+Se Völlur 25-5+Ca+Mg+S+Se Völlur 20-9-9+Ca+Mg+S+Se Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se * Gardenia 8-9-30+S (25 kg)            Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is H ér að sp re nt Á undanförnum vikum höfum við orðið varir við að bændur sem og aðrir eru hugsandi yfir þróun íslensku krónunnar og hafa verið að velta fyrir sér áburðarkaupum nú á þessu ári. Við höfum tryggt okkur ákveðið magn af áburði sem við getum boðið til 10. nóvember á þessum verðum sem sjá má hér í töflunni að neðan. Sú hækkun sem um er að ræða er aðallega tilkomin vegna þróunar íslensku krónunnar frá því síðastliðinn vetur. VERÐSKRÁ GILDIR TIL 10. NÓVEMBER 2018 Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Bænda 56-30-300 Brynjar Skúlason. Kolefnisreiknivél í Eyjafjarðarsveit Í kjölfar fréttar í síðasta Bændablaði um nýja kolefnis­ reiknivél í norskum landbúnaði er rétt að benda á að sambærileg lausn er til hérlendis á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Sú reiknivél fór í loftið fyrir um tveimur árum og er gott tæki til að gefa hverjum og einum bæ grófa mynd af losun og bindingu á búinu. „Þetta fór í loftið fljótlega eftir síðustu kosningar en forsvarsmenn sveitarfélagsins voru áhugasamir um að vita hvernig sveitarfélagið stóð gagnvart losun og bindingu. Á þessum tíma eða áður, í kringum 2016, kom út skýrsla frá Landbúnaðarháskólanum eftir Jón Guðmundsson undir yfirskriftinni; Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Teknar voru tölur upp úr þeirri skýrslu og settar beint inn í reiknilíkanið sem nálgast má á síðunni. Þetta eru í raun ekki útreikningar sem við getum vísað til með vísindabakgrunni en tölurnar eru byggðar á skýrslunni og eftir bestu þekkingu á þeim tíma sem þetta var útbúið. Þetta byggir því á meðaltölum frá kolefnisbókhaldi fyrir landið og er gott tæki til að fá upp grófa mynd af hverju og einu búi,“ segir Brynjar Skúlason, formaður umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar. /ehg Menningarlandslag: Friðlýsing í Þjórsárdal Lilja Alfreðsdóttir mennta­ og menningarmálaráðherra staðfesti nýlega friðlýsingu menningar­ landslags í Þjórsárdal. Friðlýsingin sameinar minjar 22 fornbýla í Þjórsárdal sem eina heild, auk umhverfis þeirra og annarra fornminja á svæðinu og er ætlað að standa vörð um þau verðmæti sem felast í menningarlandslagi dalsins. Þjórsárdalur geymir einstakar minjar sem spanna tímabilið frá landnámi fram á miðaldir en svæðið er lítt snortið af síðari tíma framkvæmdum. Dalurinn hefur ótvírætt rann- sóknargildi fyrir fræðimenn enda má rekja upphaf nútíma fornleifa- rannsókna á Íslandi til viðamikilla rannsókna sem gerðar voru í dalnum árið 1939. „Þessi friðlýsing er ákveðið brautryðjendastarf í minjavernd hér á landi. Fram til þessa höfum við einkum horft til þess að friðlýsa einstaka minjastaði en mikilvægt er einnig að horfa til samspils mannsins og náttúrunnar sem hann lifir og hrærist í og vernda þá sögu. Minjar í Þjórsárdal eru dýrmætar heimildir um líf forfeðra okkar og ég fagna því að þessi sögufrægi staður njóti nú aukinnar verndar sem ein minjaheild,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.