Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 20206 Eins og flestum má vera kunnugt þá hefur Hótel Sögu verið lokað þar sem tekjufall ferðaþjónustunnar er algert. Við sáum ekki fram á að geta haldið lágmarks- rekstri gangandi eftir nýjustu takmark- anir sóttvarnarlæknis. En staðan verður endurmetin ef forsendur breytast að ein- hverju ráði. Staðan er því sú að einungis er haldið lágmarksmönnun til að sinna þeim leigjendum sem eru í húsinu með annan rekstur en ferðaþjónustu. Skrifstofa Bændasamtakanna er með óbreyttu sniði að öðru leyti en þessa dagana leggjum við til að starfsmenn vinni heima sem mest og takmarki viðveru í húsinu sem frekast er unnt. Við vonum að þetta fari nú allt til betri vegar þegar búið verður að ná tökum á veirunni og við getum farið að rýmka samkomutakmarkanir. Ég vona að bændur hugsi vel um sig og sína þar sem frumframleiðsla er mikilvæg á þessum erfiðu tímum. Ómetanlegt samstarf bændasamfélagsins Undanfarnar vikur hafa Bændasamtök Íslands átt í nánu samstarfi við afurða- stöðvar í öllum geirum landbúnaðarins vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna mikils samdráttar á markaði og lækkandi afurða- verðs til bænda. Unnin hefur verið skýrsla sem send hefur verið sameiginlegri nefnd utanríkisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhrif gildandi tollasamnings á landbúnaðinn. Þar koma einnig fram áhyggjur okkar vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þeirra áhrifa sem það hefur á okkar markað og innflutning á grundvelli nýrra samninga sem eru í bígerð. Niðurstaða þeirrar vinnu er að nauðsyn- legt er að endurskoða samninginn við Evrópusambandið með hagsmuni bænda að leiðarljósi. Eins og fram kemur þá er hlutfall á innfluttu kjöti um 11 kg á hvern Íslending en útflutningsheimildir sé miðað við íbúafjölda Evrópu 0,02 kg á mann. Einnig hefur verið unnið minnisblað sem sent hefur verið á for- menn ríkisstjórnarflokkanna þar sem farið er yfir þá alvarlegu stöðu sem eru á markaði í dag. Áhyggjur okkar lúta að markaðsbresti og því gríðarlega magni sem flutt er til landsins. Ekki bara á grundvelli tollkvóta heldur ekki síður það magn sem kemur inn í landið á röngum tollnúmerum sem erfitt virðist að ná böndum á. En eins og fram kemur á heimasíðu fjármálaráðuneytisins: Þar sem viðurkennt er að tollflokkun og skráning sé með þessum hætti þá er ekki aðeins vegið að starfsumhverfi bænda heldur skekkir þetta samkeppnisstöðu fyrirtækja á markaði þar sem sumir þurfa að greiða gjöld og aðrir ekki. Samstarf Bændasamtaka Íslands og afurða- stöðva í þessum málum hefur verið ómetan- legt og vil ég koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar í þessum gríðarlega flóknu málum. Stöndum vörð um íslenskan landbúnað. Rafrænir kynningarfundir á félagskerfinu Stjórn Bændasamtakanna hefur unnið tillögur að breytingum á félagskerfinu undanfarna mánuði. Nú hafa tillögur að nýju kerfi verið kynntar búgreinafélögum og starfsmönnum þeirra ásamt kynningu fyrir starfsmenn Bændasamtakanna og stjórn og lykilstjórnendur RML. Fyrirhugað er að halda kynningarfundi á netinu í gegnum fjarfundi með bændum. Unnið er að skipulagningu þess og mun það verða auglýst á næstu vikum. Þá bæði fyrirkomulag og tímasetningar. Við sjáum ekki annan kost í stöðunni þar sem takmarkanir eru á ferðum fólks og samkomum. Við verðum að eiga það inni hjá ykkur, bændur, að fá að koma í heimsókn með hækkandi sól. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það þarf mikinn aga og mikinn styrk til að láta góðæri ekki hlaupa með sig í gönur. Það þarf ekki síður mikinn aga og mikinn styrk til að láta ekki mótlæti buga sig. Í öllum þessum aðstæðum felast hins vegar alltaf tækifæri, kúnstin er aðeins að koma auga á þau og nýta þau á uppbyggilegan hátt. Síðastliðin 15 til 20 ár hafa Íslendingar verið í mikilli rússíbanareið. Uppgangur í byrjun aldarinnar sem náði hámarki í bjart- sýnisflippi fjármálasnillinga teymdi þjóðina sannarlega út í mikið gönuhlaup sem endaði með skelfingu haustið 2008. Niðurlægingin og glundroðinn sem fylgdi í kjölfarið leiddi vel meinandi fólk út margháttuð mistök sem olli þúsundum Íslendinga stórtjóni sem aldrei verður bætt að fullu. Smám saman náðu menn samt tökum á stöðunni, en það þurfti áhrifamátt heils eld- goss í Eyjafjallajökli 2010 til að gjörbreyta atvinnuháttum á Íslandi og breyta landinu í ferðamannaparadís. Fjölgun ferðamanna var í kjölfarið frá 15,7% og allt upp í 39% á milli ára. Það sér hver heilvita maður að svo hröð fjölgun ferðamanna í fámennu landi kallaði á mjög öguð vinnubrögð í upp- byggingu þessarar nýju þjónustugreinar. Á gosárinu 2010 komu 488.600 ferðamenn til Íslands. Árið 2011 voru þeir orðnir 565.600. Síðan 807.300 árið 2013 og 997.300 árið 2014. Ferðamenn fóru í fyrsta sinn yfir milljón árið 2015 og voru þá 1.289.100. Síðan tæpar 1.792.200 árið 2016 og 1.224.603 árið 2017. Síðan voru ferðamenn flestir árið 2018 eða 2.315.925. Í kjölfarið dró aðeins úr og þeir voru 2.013.190 árið 2019, en svo kom skellurinn með COVID-19. Það sem virtist ávísun á endalausa hamingju og takmarkalausa gósentíð, varð í einu vetfangi að hreinni martröð. Á nýliðnu sumri komu ekki „nema“ 115 þúsund ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll, eða 79,3% færri en sumarið 2019 samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Í öllu þessu svartnætti er samt ljóstíra og fjölmörg tækifæri. Garðyrkjubændur hafa tekið af krafti við þeirri áskorun að stórauka framleiðslu á grænmeti, berjum og blómum. Þannig geta landsmenn þokast nær því að verða sjálfum sér nægir með heilnæmustu grænmetisafurðir sem þekkjast á jörðinni, þó enn sé langt í land. Tækifærin leynast víðar og ungt fólk kveður sér nú hljóðs í matvælaþróun á mörgum vígstöðvum um land allt. Jafnvel í sauðfjárræktinni, sem margir hafa litið á sem deyjandi grein, er til framsækið fólk sem sér þar mikil tækifæri. Mitt í þessu dapra COVID-ástandi erum við að sjá offramboð víða um lönd af landbúnaðarafurðum. Það er að leiða til samdráttar í mörgum geirum og fjöldi bænda gefst hreinlega upp. Jafnvel í þessu felast tækifæri, ekki síst fyrir íslenska bændur. Þar er spurningin miklu fremur um úthald og stuðning til að standa þetta af sér. Eftir tiltölulega fáa mánuði eru allar líkur á að offramboðskúfurinn vegna COVID-19 verði uppurinn víða um lönd. Bændur sem gefist hafa upp verða þá ekki til staðar til að hefja framleiðslu á ný. Dýrahjarðir sem skornar hafa verið niður við trog verða heldur ekki endurvaktar á augabragði. Það tekur 18 til 24 mánuði aða ala upp naut í sláturstærð, og gott íslenskt sumar til að ala lamb. Hvað gerist á markaði sem ekki á nóg af kjöti á meðan? Líklegast er að það verði verðsprenging og verð á innfluttum landbúnaðarvörum stórhækki. – Kannski hefði verið skyn- samlegt að auka ásetningu lamba í haust. Tækifærin eru vissulega enn til staðar í nautgripa-, svína- og alifuglarækt sem og garðyrkjunni. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Aðaldalur séður frá mynni Laxársdals með Laxárstöð í forgrunni. Aðaldalur er í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann liggur upp frá botni Skjálfandaflóa, milli Skjálfandafljóts að vestan og Laxár og Hvammsheiðar að austan og nær allt suður að Vestmannsvatni. Suðurhluti dalsins er klofinn sundur af Garðsnúpi, sem gengur til norðurs úr Fljótsheiði. Reykjadalur gengur til suðurs frá Aðaldal og eru engin glögg landfræðileg skil milli dalanna. Laxárdalur gengur svo til suðausturs frá Aðaldal upp til Mývatnssveitar. Aðaldalur var áður sérstakt sveitarfélag, Aðaldælahreppur, en er nú hluti af Þingeyjarsveit. Mynd / Hörður Kristjánsson Bullandi tækifæri Nauðsynlegt er að endurskoða samninginn við Evrópusambandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.