Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202016 Það er visst áhyggjuefni að makríl- stofninn skuli hafa breytt göngu- mynstri sínu í sumar og sveigt að mestu frá Íslandsmiðum. Aðeins 4% stofnsins gerðu sig heimakom- in í íslenskri lögsögu í ár saman- borið við 17-18% síðastliðin tvö ár og 38% árið 2017. Ekki þykir þó ástæða til að örvænta enn sem komið er. Kristján Freyr Helgason, aðal­ samningamaður Íslands í viðræð­ um við aðrar þjóðir um veiðar úr sameiginlegum uppsjávarstofnum, bendir á í samtali við Bændablaðið að sveiflur í dreifingu makrílstofns­ ins hafi sést áður. Því sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af þessari þróun um framhaldið. Óleyst ráðgáta Vísindamenn hafa ekki fullnægjandi skýringar á því hvers vegna makríl­ stofninn gekk að megninu til norður í Noregshaf að lokinni hrygningu í vor í stað þess að beygja að hluta til vesturs í átt til Íslands eins og hann hefur gert undanfarin ár. Anna Heiða Ólafsdóttir, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangurs­ stjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni í makrílleiðangrinum í sumar, sagði í viðtali í Fiskifréttum í september sl. að engin augljós merki væru um að breytingar á hita­ stigi eða átumagni í sjónum hefðu valdið þessari þróun. Vísindamenn í mörgum löndum væru nú sameig­ inlega að leggja höfuðið í bleyti til að reyna að leysa ráðgátuna um far makrílsins. Ekkert heildarsamkomulag um veiðar Tilkall þjóða til kvóta úr sameigin­ legum stofnum byggist einkum á tvennu, annars vegar á veru fiski­ stofnanna í lögsögu viðkomandi ríkis og hins vegar á veiðum ríkis­ ins úr viðkomandi stofni. Ekkert heildarsamkomulag er um nýtingu makríkstofnsins. Staðan er þannig að frá árinu 2014 hefur ríkt samkomu­ lag milli Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um að þessir aðilar úthluti sjálfum sér einhliða 84,4% af þeim makrílkvóta sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða úr stofninum hverju sinni. Það sem af gengur eða 15,6% er skilið eftir fyrir Ísland, Rússland og Grænland. Ísland hefur ekki sætt sig við þessa skilmála og hefur sett sér einhliða kvóta upp á 16,5% af ráð­ lögðum heildarafla. Þar við bætast svo veiðar Rússa og Grænlendinga þannig að heildaraflinn hefur farið verulega fram úr tillögum vísindamannanna. Bretar nú sjálfstætt strandríki Nýjustu viðræður viðkomandi þjóða um stjórn veiða úr makrílstofninum fóru fram í síðustu viku og báru þær þess merki að samkomulag Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja rennur út í lok þessa árs þegar Bretar ganga úr ESB. Bretar tóku þátt í viðræðunum í fyrsta sinn sem sjálfstætt strandríki. Ekki náðist samkomulag um heildstæða stjórnun veiðanna frekar en áður og var viðræðunum frestað fram í seinni hluta nóvember. Íslendingar náðu sínum kvóta Þótt makrílstofninn hafi sniðgengið Íslandsmið að verulegu leyti í ætisgöngu sinni norður í höf í sumar kom það ekki í veg fyrir að Íslendingar næðu aflaheimildum sínum að stærstum hluta. Samkvæmt tölum Fiskistofu nam aflinn í ár um 152 þúsund tonnum sem samsvarar nokkurn veginn úthlutun ársins en óveiddur 20 þúsund tonna kvóti frá fyrra ári veiddist heldur ekki nú og flyst áfram til næsta árs. 68% veiddust í Síldarsmugunni Sú breyting varð hins vegar á veiðimunstrinu að 68% aflans eða 106 þúsund tonn veiddust í alþjóðlegum lögsögunni austan Íslands sem í daglegu tali er kölluð Síldarsmugan. Aðeins 32% aflans eða 45 þúsund tonn veiddust innan íslenskrar lögsögu. Til samanburðar má nefna að ríflega helmingur makrílafla Íslendinga árið 2019 veiddist innan lögsögu okkar. Þrátt fyrir að íslensku uppsjávarveiðiskipin hafi sem betur fer áfram haft aðgang að makrílnum í alþjóðlegu lögsöginni ollu þessar breytingar á göngumynstri hans óneitanlega erfiðleikum og óþægindum því mun lengra var að sækja aflann en áður eða lengst austur í haf. Til að bregðast við þessum breyttu aðstæðum var til dæmis myndað eins konar veiðifélag fjögurra skipa sem lönduðu makríl hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Makríllinn fjarlægist Ísland Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Vinsældir goðalilja eru sífellt að aukast, ekki síst sem jóla- blóm, enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður og þær eru fallegar í skreyt ingar. Ekki skemmir heldur fyrir að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvít- ar, allt eftir smekk. Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í Blómavali eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur. Fylla skal vasann með volgu vatni upp að þrengingunni, eða þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið. Eftir að laukurinn er kominn í vasa eða skreytingu skal koma honum fyrir á björtum stað við stofuhita og gæta þess að ræturnar séu alltaf rakar. Samkvæmt grískum goð­ sögum lét ungur og fallegur drengur lífið, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apólon þegar þeir léku saman kringlukast. Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni hýasinta eða goðalilja er á Balkanskaga. Þessi algengi kaktus gengur undir ýmsum heitum eins og haust­, nóvember­, eða krabbak­ aktus, algengasta heitið er þó að öllum líkindum jólakaktus. Sérstaklega þegar hann blómstr­ ar um jólahátíðina. Jólakaktusinn er uppruninn á Amasonsvæði Suður­Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, þar sem hann vex sem ásæta upp í trjákrónum. Ólíkt flestum öðrum kaktusum vex jólakaktusinn því í raka og skugga. Þetta gerir það að verkum að hann dafnar best í hálfskugga og þolir talsvert meiri vökvun en aðrir kaktusar. Kjörhiti hans er 15 til 20 °C. Eftir að blómgun lýkur er gott að hvíla hann á svölum stað og draga úr vökvun í nokkrar vikur. Jólakaktusa er hægt að fá í ýmsum litum, rauða, hvíta bleika og lillabláa. Riddarastjarna, eða amaryllis, er glæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin þegar sterklegur og kjötmikill stöngullinn skartar stórum rauðum, hvítum, bleikum eða tvílitum blómum. Á Viktoríutímanum í Bret­ landi stóð amaryllis fyrir ákveðni, fegurð og ást og vísaði til vilja plöntunnar til að blómstra, glæsileika hennar og á þeim tíma rauðs litar blómanna. Gott er að vökva plöntuna reglulega og gefa áburð hálfs­ mánaðarlega á meðan hún er í blóma. Klippa skal blómstöngul­ inn af eftir blómgun og draga úr vöknun og hvíla plöntuna í þrjá mánuði á svölum stað eftir blómgun Plantan er upprunnin í Suður­ Ameríku en hefur dreifst þaðan sem pottaplanta á átjándu öld vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun auk þess að vera blómviljug. Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraðar rótarmyndun. Amaryllis laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C. Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna. Amaryllis er fjölær lauk­ planta og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að henni. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS 3 góðar fyrir jólin Þótt makrílstofninn snið­gengi Íslandsmið að mestu leyti á þessu ári náðu íslensku uppsjávarskipin að veiða úthlutaðan kvóta sinn. Smábátaeigendur sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Íslenski flotinn veiddi 68% af makrílafla sínum í alþjóðlegri lögsögu í ár en aðeins 32% í íslenskri lögsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.