Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 27 - merkt framleiðsla yfir 30 ára reynsla á Íslandi • hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun • styrkur, gæði og ending — langur líftími • háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is VANTAR ÞIG SEÐLA/KORTAVESKI? Sendum frítt! Netverslun - www.drangey.is Kr. 11.200 Kr. 8.900 Kr. 7.400 Kr. 5.900 -20% -20% gera þurrkaða ávaxtavöru eins og „ávaxtaleður“,“ útskýrir James. Örugg og jafnvel næringaríkari afurð James játar því að formið á ávöxtunum verði ekki það sama og þekkist af plöntunum. „Við endum með eitthvað sem mun líta út eins og ávaxtafrumusulta. Markmiðið er að hafa svipað bragð en áferðin hentar betur til notkunar í unnum matvælum eins og smoothies, bragðbættum jógúrtum, skyr eða safa – að minnsta kosti til að byrja með. Helstu rannsóknir á þessari tegund af ætum ávaxtafrumum hafa verið gerðar af vísindamönnum í Finnlandi á síðustu árum. Þeir hafa sýnt fram á að lokaafurðin er bæði örugg og í sumum tilvikum enn næringarríkari en ávextir sem ræktaðir eru á plöntum. Mikilvægast er að þeir uppgötv- uðu aðferð til að nota aukaafurð frá mjólkuriðnaði sem sykurgjafa til að fæða frumurnar, í formi tví- sykru sem kallast laktósi. Þessi hluti er lykillinn að því að gera framleiðsluferlið sjálfbært og þjóðhagslega hagkvæmt hér á Íslandi. Því ef við hefðum ekki sterkan mjólkuriðnað á Íslandi þyrftum við að flytja inn mikið magn af súkrósa fyrir verkefni eins og okkar, sem aðalhráefni.“ Hyggur á meistaranám við LbhÍ „Ég er upprunalega frá Alabama í Bandaríkjunum en hef einnig búið í Kína þar sem ég var meðal annars að gera markaðsrannsóknir á lífrænum landbúnaði. Ég hef búið á Íslandi síðan 2013 og fyrir nokkrum árum varð ég íslenskur ríkisborgari. Mestan hluta míns tíma hérna var ég að vinna í Gróðrarstöðinni Ártanga, þar sem ég fékk virkilega góða tilfinningu fyrir gróðurhúsaræktuninni, þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, en líka endalausum tækifærum sem virðast alltaf handan við hornið, segir James þegar hann er spurður um upprunann og ástæður þess að hann væri hér á landi. „Eftir fjögur ár á Ártanga fór ég aftur í skóla við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ ) í garðyrkjufræði á ylræktarbraut. Ég kláraði tveggja ára bóklega hlutann og er nú í því að klára verklega hlutann. En síðustu tvö ár hef ég einnig tekið þátt í rannsóknarverkefnum með Nýsköpunarmiðstöð Íslands og síðan Atmonia, íslensku sprotafyrirtæki sem þróar sjálfbæra framleiðslu á köfnunarefnisáburði. Hluti af starfi mínu með Atmonia sneri að smíði og rekstri sérhæfðra ræktunartanka sem nýta staðbundnar örverur. Við undirbúning minn fyrir það rannsóknarverkefni rakst ég óvart á þá vinnu sem fram fór í Finnlandi með áherslu á ræktun á ætum ávaxta- frumum – og hugmyndin um að koma þessari framleiðsluaðferð til Íslands festist í höfðinu á mér.“ Á viðburðinum Hacking Hekla gafst James og Hafsteini í fyrsta skipti tækifæri til að kynna hugmyndina formlega og opinberlega. „Það kom mér mjög skemmtilega á óvart að fá svona jákvæð viðbrögð. Það var auk þess góður vettvangur til að greina hvaða hópar í landinu gætu orðið bestu samstarfsaðilarnir til að koma þessu af stað. Núna er Ómangó bara á hugmynda- og þróunarstigi – það er enn þá fullt af smáatriðum til að vinna úr eins og að uppfylla reglugerðar- kröfur í gegnum Matvælastofnun. Það felur til dæmis í sér að uppfylla öryggiskröfur vegna nýrrar mat- vælaframleiðslu í gegnum EFSA (European Food Safety Authority). Ég trúi því eindregið að öryggi mat- væla þurfi að vera í forgangi fyrir nýjar tegundir matvæla eins og þessa, þannig að þetta tekur bara sinn tíma. Ég ætla í meistaranám við LbhÍ sem hefst næsta haust, svo ég vona að þetta verði aðaláherslan í meist- aralokaverkefni mínu sem gefi mér meiri tíma og reynslu til að pússa smáatriðin. Og akkúrat núna fer mestur tími minn í að fara í rann- sóknir á ferlum til að hjálpa við að gera Atmonia áburðarkerfið tilbúið til markaðssetningar. Þannig að það er fyrsta forgangsverkefni mitt. Hins vegar getur lokaafurð Atmonia nýst fyrir frumuræktartækni, svo að það er einhver skörun sem getur reynst hjálpleg til að flýta fyrir hlutunum.“ Fjögurra til fimm ára rannsóknarvinna framundan James telur raunhæft að áætla að hann verði með verkefnið næstu fjögur til fimm ár í rannsóknarvinnu ásamt annarri vinnu áður en hægt verður að setja framleiðsluna á markað. Hugmyndin er að byrja í litlum mæli, með áherslu á að framleiða næringar- ríkar ávaxtavörur fyrir íslensk elli- heimili og fyrir skólamat – síðan á stærri íslenskan markað. „Frumulandbúnaður hefur mikla möguleika, sérstaklega hér á Íslandi, og myndi hjálpa til við að draga úr þörf á innfluttum hitabeltisávöxtum, lækka kolefnisfótspor Íslands, bæta við fjölbreytni staðbundinna mat- væla og færa matvælaframleiðslu nær heimili okkar,“ segir James að lokum. Hacking Hekla-umhverfið á vefnum Hugmyndaþorpinu (hugmyndaþorp.is), sem er vettvangur fyrir samsköpunarlausnir. Þar má skoða verkefnin sem tóku þátt í Hacking Hekla á Suðurlandi. HLÝJAR YFIRHAFNIR OG FYLGIHLUTIR Við sendum frítt innanlands Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Feldur. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.