Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202010
FRÉTTIR
Annaðhvort er að duga eða drepast
Tíðindamaður Bændablaðsins var
á ferð á dögunum austur í Flóa
og ók inn í litla sumarhúsabyggð
rétt austan Selfoss. Þar blasti við
honum hetjulegur maður uppi
á þaki að mála. Þegar málarinn
hafði klöngrast niður af þakinu
kom í ljós að hann var vel við
aldur, fæddur 1932, eða 88 ára
gamall.
Þetta þótti tíðindamanni magn-
að og settist niður og tók spjall við
málarann. Hann kvaðst heita Jens
Árni Ingimundarson og vera fædd-
ur á Djúpavogi, þar sem hann sleit
barnsskónum og gerðist sjómaður.
– Hvað dró þig suður?
„Það var konan, hún hét Karitas
Geirsdóttir, hérna frá Hallanda í
Flóa, hún er dáin fyrir átján árum.
Við bjuggum tvö ár á Djúpavogi en
síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Hvað
starfaðir þú þar? Ég vann hjá Sól h/f,
svo hjá Hampiðjunni og Sláturfélagi
Suðurlands.“
Oft stutt á milli þess að vera
hugaður og heimskur
Nú víkur blaðamaður sér að mál-
aranum og þessum kjarki í 88 ára
gömlum manni að príla uppi á þaki.
Jens glottir við tönn og segir:
„Það er nú oft stutt á milli þess
að vera hugaður og heimskur. Ég fer
að öllum reglum, er vel bundinn, svo
byrja ég á að skrapa og hreinsa svo
þakið með háþrýstidælu áður en ég
mála. En ég ek mínum bíl og reyni
að halda mér við, fer í líkamsrækt og
hef stundað hana í 21 ár og þar sæki
ég mér kraft og þrek og liðka mig.
Ég tel það allra meinabót að vera í
líkamsrækt.“
Drap í síðustu sígarettunni
18. júlí 1992
– Jens, ertu reglumaður?
„Nei, nei, ég var reykingamaður
en fór til læknis og þá var
kransæðastífla að angra mig.
Læknirinn sagði mér að hætta að
reykja, ég ætti engan annan kost ef
ég vildi lifa og verða gamall.
Ég tók lækninn á orðinu því lífið
er betra en dauðinn. Ég drap í síðustu
sígarettunni 18. júlí 1992 klukkan
hálfníu um kvöldið, og hef aldrei
séð eftir því, var farinn að reykja á
annan pakka af Camel á dag.“
– Áttu þér ekki einhver áhuga-
mál?
„Jú, veiðidella hefur fylgt mér
allt lífið, að skjóta af byssu fara á
gæs og rjúpu og svo veiðistöngin.
Ég hnýti mínar flugur yfir veturinn
og veit hvað passar í Veiðivötnin og
svo upp í silunginn og sjóbirtinginn
hér í Ölfusá, í Kaldaðarnesi eða
Auðsholti. Svo fór ég oft hér í
Langholt/Hallanda í Hvítá og
veiddi laxa í Hallskerinu eða á
Breiðunni, stórkostlegt svæði. En
Veiðivötnin eru mér kærust, þangað
fer ég á hverju sumri og alltaf á
afmælisdaginn minn, 6. ágúst.“
– Er fjölskyldan stór?
„Nei, við Karitas eignuðumst
einn son, sem heitir Sigurður
Jensson, og svo á ég uppeldisdóttur
sem Karitas átti fyrir, Höllu Margréti
Þórarinsdóttur.”
Að lokum var málarinn spurður
hvort honum hafi dottið það í hug
sem ungum manni að hann ætti eftir
að sjá sig sem 88 ára gamlan mann
uppi á þaki að mála?
„Nei, nei, það hugsaði ég aldrei.“
Að duga eða drepast
– Eru börnin þá ekki hrædd þegar
þú stendur uppi á þaki?
„Jú, jú, Þær Halla og Gígja dóttir
hennar loka augunum og finnst þetta
hættulegt. En þetta er mitt mál,
annaðhvort er að duga eða drepast,“
segir Jens Árni Ingimundarson að
lokum. /HKr.
Jens Árni Ingimundarson hikar ekki við að mála svo sem eitt þak þótt hann sé orðinn 88 ára. Hann segist þó vera
vel bundinn og fara eftir öllum reglum.
Jens Árni Ingimundarson hefur
stundað líkamsrækt í 21 ár.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
DRIFSKÖFT
OG DRIFSKAFTAEFNI
jardir.is
Aðalfundur LK verður haldinn 6. nóvember:
Kúabændur kjósa
sér nýjan formann
Aðalfundur Landssambands kúa-
bænda fer fram í 34. sinn föstu-
daginn 6. nóvember. Fundurinn
er með heldur breyttu sniði
þetta árið en hann er
haldinn í gegnum fjar-
fundarbúnað vegna
COVID-19. Mun nýr
formaður vera kosinn
á fundinum þar sem
núverandi formað-
ur, Arnar Árnason,
gefur ekki kost á sér. Hefur
stjórnarmaðurinn Herdís Magna
Gunnarsdóttir þegar gefið kost á
sér sem formaður.
Starfsnefndir fundarins hófu
að funda á mánudag og hafa því
afgreitt þau mál sem vísað er til
þeirra fyrir aðalfundinn sjálfan.
Hafa þeir fundir gengið með ágætum
og framkvæmdastjóri og formaður
setið fundina með nefndunum líkt
og hefur verið venjan þegar fund-
urinn er staðarfundur. Þá voru aðrir
stjórnarmenn á bakvakt á meðan á
þeim stóð og gátu hoppað inn eftir
þörfum.
Félagsmenn geta fylgst
með fundinum
Fundurinn hefur verið opinn öllum
félagsmönnum og því auglýsti LK
á miðlum sínum í síðustu viku að
þeir sem hefðu áhuga á því gætu haft
samband við skrifstofu samtakanna
svo hægt væri að veita þeim aðgang
að fundinum. Þá hefur einnig
verið auglýst eftir framboðum til
formanns og stjórnarkjörs en ljóst
er að breytingar verða þar á þar sem
Arnar Árnason, sitjandi formaður,
hefur gefið það út að hann muni ekki
gefa áframhaldandi kost á sér.
Breytingar í stjórn
Þegar blaðið fór í prentun hafði
Herdís Magna Gunnarsdóttir ein
gefið kost á sér sem næsti formaður
samtakanna, en hún hefur setið í
stjórn frá 2017.
Bess i Freyr
Vésteinsson hefur setið
í stjórn frá 2016 og
gefur áframhaldandi
kost á sér ásamt Rafni
Bergssyni, sem setið
hefur í stjórn frá 2018.
Jónatan Magnússon,
hefur setið í stjórn frá 2019, en
hyggst ekki gefa kost á sér áfram.
Það er því ljóst að ýmsar breytingar
verða á stjórn samtakanna og
hafa Vaka Sigurðardóttir, bóndi
á Dagverðareyri og Sigurbjörg
Ottesen, bóndi á Hjarðarfelli, gefið
kost á sér í stjórn. Allir félagsmenn
LK eru þó í kjöri hverju sinni og
hægt er að gefa kost á sér allt fram
að kosningu á fundinum sjálfum.
Af mörgu að taka
Starfsárið sem nú er að klárast hefur
einkennst af miklum breytingum.
Endurskoðun búvörusamninga lauk
í lok árs 2019 þar sem horfið var frá
því að afnema kvótakerfi í mjólk-
urframleiðslu og tilboðsmarkaður
greiðslumarks mjólkur var aftur
tekinn upp, þó með hámarksverði
og hámarki á magni sem hægt er
að óska eftir hverju sinni.
Tollkvótar hafa aukist og verð
á þeim lækkað, verð á nautgripa-
kjöti lækkað í tveimur lotum með
tilheyrandi tekjuskerðingu bænda
og COVID hefur sett sitt mark
á starfsumhverfi bænda sem og
annarra.
Fyrir fundinum liggja 47 tillög-
ur frá stjórn og aðildarfélögum en
margar eru keimlíkar og ljóst að
bændur eru sammála um stóran hluta
verkefna sem ráðast þarf í á næst-
unni, greininni til heilla. / MG/HKr.
Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit:
Kosið um sameiningu
næsta sumar
Samstarfsnefnd Skútustaða-
hrepps og Þingeyjarsveitar hefur
ákveðið að fresta kosningu um
sameiningu sveitarfélaganna um
rúma tvo mánuði.
Fyrirhugað var að kjósa um sam-
einingu sveitarfélaganna tveggja
28. mars 2021, en ákveðið var að
færa kosningadaginn til og verður
kosið 5. júní næsta sumar. Þykir
samstarfsnefndinni rétt að bíða með
fyrirhugað íbúasamráð á meðan
samkomutakmarkanir eru í gildi og
samfélagið tekst á við afleiðingar
ástandsins.
/MÞÞ