Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202022 UTAN ÚR HEIMI Þýska Tönnies-fyrirtækið byggir hátæknisláturhús á Spáni Þýska sláturhúsasamsteypan Tönnies fyrirhugar nú að byggja hátæknisláturhús á Spáni þar sem stuðst verður við nýjustu tækni í tækjabúnaði ásamt vélmennum. Fyrirtækið á nú þegar og rekur stór sláturhús í Póllandi og Danmörku ásamt í heimalandinu en áætlað er að nýja fjárfesting fyrirtækisins á Spáni muni kosta um 75 milljónir evra. Verksmiðjan verður staðsett í Calamocha sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Madrid. Kjötið sem unnið verður í nýju verksmiðjunni mun fara á markað á Spáni og í öðrum löndum Evrópusambandsins. Mestur hluti frosins svínakjöts mun þó verða flutt út til Asíu og Kína en Spánn er stærsti útflytjandi á svínakjöti til Kína. Á síðasta ári flutti Spánn út svínakjöt til Kína fyrir rúman milljarð evra. Rúmlega 600 gripir á klukkustund Ekki er ólíklegt að bygging nýju verksmiðjunnar sé liður í áætlun fyrirtækisins að komast hjá hugsanlegu útflutningsbanni á kínverskan markað ef afríska svínapestin verður langvarandi vandamál í Þýskalandi. Tönnies hefur einnig í hyggju að fara í samstarf með kínverskum aðilum í Kína. Hefja á starfsemi í verksmiðjunni í Calamocha í síðasta lagi árið 2024 þar sem kjötskurður verður í höndum vélmenna sem afkasta munu 625 svínaskrokkum á tímann, eða um 70 þúsund skrokkar á viku. Þrátt fyrir sjálfvirknina er áætlað að um þúsund manns fái störf við hið nýja sláturhús. Þar með verður Tönnies einn af stærstu atvinnurekendum á svæðinu. Þar að auki ætlar fyrirtækið að byggja húsnæði við hlið verksmiðjunnar sem rýma mun um þúsund svín þar sem dýrin fá hvíld eftir flutninginn á staðinn. /ehg – Landsbygdens Folk Argentína opnar fyrir erfðabreytt hveiti Argentína er fyrsta landið í heiminum sem opnar fyrir ræktun og sölu á erfðabreyttu hveiti sem sérhannað er til að það þoli betur þurrka. Argentína er fjórði stærsti útflytjandi af hveiti í heiminum og hefur óskað eftir því við yfirvöld í Brasilíu að þar í landi verði erfðabreytta hveitið frá þeim samþykkt á markað. Um 45 prósent af hveitinu sem flutt er út frá Argentínu fer á markað í nágrannalandinu. Erfðabreytta hveitið, sem hefur fengið nafnið HB4-hveiti, er þróað af líftæknifyrirtækinu Bioceres. „Nú verðum við að fara út í heim og sannfæra fólk um að þetta sé eðalhráefni og búa til nýja markaði fyrir erfðabreytta hveitið en framleiðsla á því er sannkallað þróunarstökk,“ segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Federico Trucco. /ehg - Bondebladet Erfðabreytt HB4-hveiti sem heimiluð hefur verið ræktun á í Argentínu er sérhæft til að þola vel þurrka. Mynd / Agweek Finnland: Nýta hafrahýði til að framleiða xylitol Xylitol var í upphafi þróað og útbúið í Finnlandi og líta má á efnið sem finnska nýsköpun og nú er Fazer-samsteypan að setja á fót verksmiðju í landinu þar sem innlendir hafrar verða nýttir til að framleiða xylitol. Framleiðsla hófst í nýju verk- smiðjunni í Lahtis á haustmánuðum og er Fazer þá með einstaka stöðu á markaði þar sem þeir vinna úr eigin hráefni, hafrahýði, xylitol-efnið sem nýtt er í sælgætisframleiðslu fyrir- tækisins. Verksmiðjan er stærsta fjárfesting fyrirtækisins til þessa og kostaði um 50 milljónir evra í byggingu. Með því að framleiða allt sjálf í verksmiðjunni getur fyrirtækið nú státað af Gott frá Finnlandi- merkinu á vörum sínum. Úti í hinum stóra heimi er xylitol meðal annars búið til úr kínverskum maís og evrópskum laufþræði úr til dæmis birkitrjám. Fyrirtækið hefur nú þróað nýtingu á hafrahýði til framleiðslu á xylitol sem hefur gefið góða raun en framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um fjórar milljónir kílógramma af xylitoli á ári hverju. Xylitol-efnið hækkar ekki blóðsykurinn á sama hátt og önnur sætuefni og hentar því sykursjúkum. Efnið er einnig notað í lyf og snyrtivörur en það er rakagefandi og bakteríudrepandi svo fátt eitt sé nefnt. /ehg – Landsbygdens Folk Meistaraneminn Oskar Schnedler Bjorå og Tage Thorstensen, rannsóknarmaður hjá Nibio í Noregim hafa framleitt fyrstu villtu jarðarberin með svokallaðri Crispr-tækni. Myndir / Nibio Fyrstu jarðarberin ræktuð með Crispr-tækninni Við Nibio í Noregi hefur rann- sóknarmaðurinn Tage Thorstensen og rannsóknarteymi hans nú framleitt fyrstu jarðarberin þar í landi með Crispr-tækninni þar sem þeir einangruðu næmnigen úr ræktuninni sem gerir plönturnar enn harðgerari gegn sjúkdómum, sérstaklega sveppasjúkdómum. Jarðarberin sem ræktuð hafa verið eru af villtri tegund sem gefa hvít ber. Crispr-tæknin er í rauninni genaskæri sem getur fjarlægt, bætt við eða skipt út DNA-hlutum í öllum tegundum lifandi lífvera frá plöntum til manna. Í októbermánuði fengu Emmanuelle Charpentier og Jennifer A. Doudna nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á tækninni. Öll plantan genastýrð Tage Thorstensen segir í samtali við norska bændablaðið að mikil og löng þróunarvinna hafi átt sér stað til að búa til Crispr-verkfærið fyrir jarðarber en fyrir sumarleyfið opnuðust augu rannsóknarmannanna fyrir því. „Þetta var stórt augnablik því þetta þýddi að við gætum klippt nákvæmlega í genið sem við vildum. Við höfum stýrt geni á jarðarberjaplöntum áður niður á frumustig en þetta er í fyrsta sinn sem öll plantan er genastýrð og að hægt verði að erfa breytinguna til næstu kynslóða. Nú verður spennandi að sjá hvort genabreyttu berin þola betur grámyglu sem er sveppasjúkdómur og er mjög skaðlegur í jarðarberjaræktun.“ Möguleikar fyrir fleiri plöntutegundir Nú hefur rannsóknarfólkið um 60 plöntur sem hafa verið fram- leiddar með Crispr-tækninni á viðurkenndum ræktunarstöðum fyrir erfðabreytt matvæli við norska umhverfis- og lífvísindaháskólann í Noregi (NMBU). „Plönturnar verða greindar og rannsóknarfólk mun gera smittilraunir og rannsaka eiginleika plantnanna. Þetta er hluti af meistaraverkefni Oskar Schnedler Bjorå sem gerir smittilraunir á grámyglu. Svara er að vænta eftir um það bil tvo mánuði,“ segir Tage og bætir við: „Þessar plöntur verða þá alveg venjulegar og ómögulegt að skilja þær frá öðrum jarðarberjaplöntum fyrir utan að þær hafa þá stökkbreytingu sem við höfum óskað eftir. Crispr- tæknin gerir það mögulegt að ná inn þessum breytingum hratt og á nákvæman hátt. Það sem hefði einnig verið hægt að gera var að víxla jarðarberjategundum og rækta þær í mörg ár til að fá sömu niðurstöðu. Ef við náum eiginleikum gegn sveppasjúkdómum verður það frábært en þrátt fyrir það erum við mjög ánægð með að hafa náð þessu fram með tækninni. Þetta er vitund sem við getum notað á stærri mælikvarða, á fleiri plöntutegundum sem getur komið sér vel fyrir norska bændur. Plöntur eins og við höfum þróað munu spara mikinn kostnað í eiturefnum sem gerir framleiðsluna sjálfbærari og arðbærari. Ef okkur tekst þetta með jarðarber er einnig hægt að nota tæknina í kartöflum, korni og öðrum plöntum.“ /ehg - Bondebladet Jarðarberin sem framleitt hafa verið með Crispr-tækninni eru af villtri tegund og hvít á lit en þau eru harðgerari gegn sveppasjúkdómum. Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.