Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202038 Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar Sú ákvörðun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að sameina landbúnaðarráðuneytið og sjáv- arútvegsráðuneytið árið 2007 hefur reynst afdrifarík. Enn seig á ógæfuhliðina með stofnun atvinnuvegaráðuneytisins árið 2012, einn ráðuneytisstjóri, þjónn tveggja ráðherra. Í báðum tilfellum voru verk- efni landbúnaðarins lítilsvirt, öllu sundrað og gengið á rétt landbún- aðarins. Jafnræðisregla brotin milli sjávarútvegs og landbúnaðar í stuðn- ingi við rannsóknir og ráðgjöf.Rauði þráðurinn í báðum tilfellum snerist um að leggja línurnar til að ganga í Evrópusambandið. Enda steig rík- isstjórn Jóhönnu Sigurð-ardóttur og Steingríms J. Sigfússonar það skref til fulls og sótti um aðild að ESB. Sannarlega vona ég að núverandi ríkisstjórn sé ekki haldin ESB- veirunni og að þess vegna vilji hún endurskoða landbúnaðarkerfið, og rétta hlut landbúnaðarins við á ný. Ég vil vekja athygli á því að samhliða þessum breytingum voru margar stofnanir landbúnaðar- ins færðar undir önnur ráðuneyti og tekin frá fagráðuneyti sínu og atvinnuvegi. Landbúnaðurinn stend- ur nú mjög höllum fæti gagnvart stjórnkerfinu og innfluttum land- búnaðarvörum. Hér rek ég sautján ástæður vand- ræðanna fyrir því að landbúnaðurinn er í skúffuráðuneyti, og með þeim afleiðingum að stöðugt hallar undan fæti. 1. Landgræðslan og Skógrækt rík- isins færðar undir umhverfis- ráðuneytið. Hvort tveggja land- búnaðarverkefni. 2. Landbúnaðarskólarnir á Hvanneyri/Garðyrkjuskólinn og Hólaskóli, sem verið höfðu atvinnuvegaháskólar, færðir undir menntamálaráðuneytið. Þar með fór Rannsóknarstofnun landbúnaðarins sömu leið ásamt stærstum hluta vísindamanna landbúnaðarins. 3. Öll jarðamál voru færð undir fjármálaráðuneytið við stofnun atvinnuvegaráðuneytisins, sem var nýtt heljarstökk gagnvart landbúnaðarráðuneytinu árið 2012. Þar með tók við eitt stórt atvinnu- og n ý s k ö p u n a r r á ð u n e y t i . Landbúnaðurinn hefur síðan verið hornreka þar. 4. Veiðimálastofnun, sem farið hafði með fiskiráðgjöf og rannsóknir í ám og vötnum í áratugi, var sameinuð Hafrannsóknastofnun. 5. Búnaðarstofa hefur verið á flandri en var fyrst sett undir Matvælastofnun (MAST). Búnaðarstofa fer með mikil samskipti og annast beingreiðslur til bænda, framkvæmd búvörusamninga og greiðslumarksmál o.fl. Lögfræðingar töldu hana ólöglega setta undir MAST. Búnaðarstofa var nýlega flutt undir atvinnuvegaráðuneytið, þar er hún utandyra með sín verkefni og talin kolólögleg, og þessi ákvörðun stangist á við stjórnarskrána. Nú eru ákvarðanir Búnaðarstofu ekki kæranlegar til æðra stjórnvalds þar sem hún heyrir beint undir ráðherra. Réttindi þeirra sem ákvarðanirnar snerta, bændanna, eru því skertar. Búnaðarstofa ætti að vera sjálfstæð stofnun milli ríkisvaldsins og Bændasamtakanna og gæti farið með margvísleg verkefni sem slík. 6. Bændur máttu ekki taka taka gjald af afurðum til að fjármagna starfsemi sína, þ.e. búnaðargjald, með hliðsjón af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. Nú eiga bændur að greiða til Bændasamtakanna, eftir bústærð og af frjálsum vilja. Eftir stendur erfið innheimta og veikari samtök. Það eru einnig hagsmunir ríkisins að geta samið við einn aðila í umboði allra bænda, Bændasamtökin. 7. Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn væri í sama ráðuneyti o g l a n d b ú n a ð u r i n n heldur sjávarútvegurinn óskertum ríkisstuðningi til Hafrannsóknastofn- unar, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar. Bændum var uppálagt að stokka upp alla sína ráðunautaþjónustu, höggva og breyta. Stofnuð var Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Bændur verða nú að greiða umtalsvert meira fyrir þjónustuna sem er ekki gott fyrir framþróun í landbúnaði, þegar afkoma bænda er slæm. 8. Allir sérfróðir og menntaðir landbúnaðarmenn hafa verið úreltir í atvinnu- vegaráðuneytinu . Hér er átt við háskólamenntun í búvísindum. 9. Framleiðnisjóður hefur komið að mörgu verkefni í sveitunum í hagræðingu og nýsköpun. Staðið hefur til að hann verði lagður niður. 10. Tollasamnigur sá, þar sem mest hallaði á íslenskan landbúnað, var afgreiddur í tengslum við búvörusamninga árið 2016. Samningarnir voru tengdir saman og urðu samtímis að lögum. Það út af fyrir sig er firra. Mikið tollasvindl í hafi er nú upplýst. Slíkt er lögbrot sem gengur seint að stöðva og hlýtur að færast til dómstóla. Forsendubrestur er orð sem stjórnmálamenn taka sér oft í munn. Nú er forsendubrestur vegna Brexit og gerir kröfu um að tolla- samningar við ESB verði teknir upp og endurskoðaðir. Tvær milljónir ferðamanna horfnir og stjórnvöld brjóta alþjóðasamninga. Heildsalar með allar frystikistur fullar af erlendu kjöti en samt er tollkvóti boðinn út í miklu magni. Holdanautabúskap er sjálfhætt enda er verðið fáránlegt. Verð til bænda hefur undanfarið fallið um 10% en hækkað um 6,5% í smásölu. 11. Um 300 tonn af svokölluðum jurtaostum voru flutt til landsins á síðasta ári, án tolla. Stóran hluta þessara osta ber að tolla, samkvæmt tollalögum og samningum og tollskrá. Af þessu meinta ostalíki og jurtarjóma sem svipað gildir um voru samtals flutt inn 470 tonn árið 2019 (299+173 tonn). Bolludagurinn er stærsti dagur bakaríanna og um leið hátíð rjómans frá bændum. Nú er stærri hluti bollanna fylltur með innfluttum jurtarjóma sem inniheldur mikið af mjólkur- og undanrennudufti, sem ætti að bera toll. Þetta er því flutt inn á röngu tollnúmeri, lögbrot. 12. Um næstu áramót verður tollkvóti á innfluttu nautakjöti frá ESB búinn að sjöfaldast frá ársbyrjun 2018 og verður kominn í 700 tonn. Á sama tíma hefur orðið 75% verðlækkun á tollkvótun frá ESB. Samtímis hríðfellur verð til bóndans á íslensku nautakjöti og birgðir hlaðast upp í fjósum bænda í lifandi dýrum sem fá ekki slátrun. 13. Nýjar úthlutunarreglur á tollkvótum sem ráðherra setti og beitt var í sumar hafa valdið því að verð fyrir nautakjöt lækkaði um 40% frá fyrri úthlutun ársins 2020 og er nú aðeins einn fjórði af því verði sem það var í upphafi ársins 2019. Verðið var 797 kr/kg fyrri hluta árs 2019, 570 kr/ kg seinni hluta árs 2019, 331 kr/kg. fyrri hluta árs 2020, en 200 kr/kg seinni hluta árs 2020. Forsendubresturinn blasir við. Tollkvótinn er orðinn alltof hátt hlutfall af innlendum markaði, á meðan hlaðast upp kjötfjöll, verðið fellur og kjötið er selt með miklum afslætti. 14. Afurðaverð til sauðfjárbænda féll strax eftir síðasta samning árið 2016 um 30-40% og hefur gengið hægt að þoka því upp. Verðið er núna það sama og haustið 2011 í krónum talið og er lægsta afurðaverð til bóndans í Evrópu samkvæmt rannsókn Landssambands sauðfjárbænda. 15. Viss skilaréttur verslana á unnum kjöt- og mjólkurvörum er hér gagnvart íslenskri framleiðslu. Þess vegna setja verslanir innfluttar landbúnaðarvörur í forgang, komnar að síðasta söludegi, þeim verður ekki skilað til baka. 16. Svína- og kjúklingabúskapurinn og garðyrkjan eru á nákvæmlega sama stað, eða verri. Verði ekki hlúð að þessum greinum fara þær sömu leið. Garðyrkjan er nú töluð upp í öðru orðinu, en slegin niður með aðgerðaleysi, þó allir sjái að jarðhitinn, rafmagnið og hrein móðir jörð og gróðurhús gefa okkur einstakt tækifæri. 17. Fullyrt er að hráefni í innfluttum matvörum sé illa skilgreint og óljóst hvert sé upprunalandið. Hér þarf landbúnaðurinn og verslanir að tryggja að blá/ hvít/rauð fánarönd sé á öllum íslenskum matvörum. Það er réttur neytandans. Hvaða atvinnuvegur myndi sætta sig við svona meðferð af hálfu stjórn- málamanna? Ekkert er mikilvægara en þingmenn og ráðherrar taki kíkinn frá blinda auganu og gefi íslenskum landbúnaði lífvænleg skilyrði. Við blasir dauðans alvara verði ekki gripið í taumana. Guðni Ágústsson LESENDABÁS Guðni Ágústsson. Komið hefur í ljós að verulegt misræmi er í tölum um magn innflutnings búvara hingað til lands og útflutningstölum frá Evrópulöndum. Vakið hefur athygli sein viðbrögð yfirvalda hafa verið við ábendingum um þetta misræmi. Grafalvarlegt er ef brestir reyn- ast við framkvæmd tolleftirlits á búvörum til landsins. Í því efni er mikið undir í öllu tilliti. Ábendingar um að eitthvað væri bogið á ferðinni bárust yfirvöld- um fyrr á árinu, þegar greinilegt var að innflutningstölur hingað og útflutningstölur frá Evrópu stóðust ekki á. Landlægir búfjársjúkdómar í Evrópu Umræður um innflutning á land- búnaðarafurðum hafa staðið lengi. Þeir sem kenna sig við frjálslyndi telja að hingað eigi að flytja inn óheft magn búvara.Felst óneit- anlega í því frjálslyndi gagnvart búfjársjúkdómum og skertri lýð- heilsu. Alkunna er að víða innan EB er landbúnaður styrktur í bak og fyrir. Stórbúskapur þar með hámarksafköstum notar sýklalyf til að hámarka afköst og berjast við búfjársjúkdóma. Sumir þessir sjúkdómar hafa blessunarlega ekki borist hingað til lands, en vegna einangrunar búfjárstofna okkar eru þeir berskjaldaðir fyrir þessum landlægu pestum í Evrópu. Mótvægisaðgerðir Undanfarin ár hefur smám saman verið opnað á innflutning land - búnaðar afurða frá löndum Evrópu - sambandsins og inn flutningur heimilaður samkvæmt samn ingum um magnkvóta í einstökum af- urðum. Fyrir rúmu ári samþykkti Alþingi aðgerðaráætlun um mat- vælaöryggi og vernd búfjárstofna til að minnka áhættuna af þessum aukna innflutningi. Við það tæki- færi héldu Miðflokksmenn lengi uppi andófi á Alþingi með þeim árangri að hert var á mótvægis- aðgerðum hér á landi, sem áttu að hindra eða minnka hættuna á að hingað bærust smitsjúkdómar með innflutningnum. Þessar aðgerðir höfðu að markmiði að treysta allt eftirlit hér innanlands. Hver er raunin? Íslensk stjórnvöld ætluðu að ör- yggið yrði sett ofar öllu til að vernda íslenska búfjárstofna. Allt þar til ofangreint misræmi kom í ljós virtist sem við hefðum sterk tök á að verja landið, eins og frekast væri kostur, gegn þeirri vá sem við blasti. Það var því reiðar- slag er í ljós kom að það kerfi sem við treystum á var jafn götótt og í ljós kom. Sýnt er að hingað eru fluttar landbúnaðarafurðir sem eftirlitskerfið hefur enga yfirsýn um. Aðferðir eru kunnar og felast í að flytja vörur milli tollflokka. Málið er sagt í skoðun, en á meðan halda rangindin áfram. Málið sýnir okkur svo ekki verður um villst að þrátt fyrir að vera eyja úti í miðju Atlantshafi duga hér engin vettlingatök. Vont fyrir alla Ef rétt reynist og misræmið verði ekki skýrt með öðrum hætti verður ríkissjóður af verulegum tekjum. Íslenskir framleiðendur, bændur, sem framleiða hollar landbúnað- arvörur búa við skerta samkeppn- isstöðu. Óboðlegt er gagnvart framleiðendum í samkeppni að standa ekki jafnfætis erlendum keppinautum. Grafið er undan smitsjúkdómavörnum, þegar ekki næst full yfirsýn um innflutning landbúnaðarvara. Viðbrögð stjórnarliða Frá því þetta misræmi kom í ljós hefur verið spaugilegt að fylgjast með stjórnarþingmönnum sem sármóðgaðir skrifa greinar um málið. Hverjir standa við stjórn- völinn? Eru það ekki einmitt þeir sjálfir? Meira að segja ráðherrar skrifa um hvað sé til ráða. En hverjir ráða? Eru það ekki einmitt ráðherrarnir sem eiga að ráða og stjórna? Í sannleika sagt væri þetta mál allt hið hlægilegasta ef ekki væri fyrir hversu alvarlegt það er. Sannast hér svo ekki verður um villst að brýn þörf er á að treysta landamærin hvað þennan inn- flutning varðar, þau eru greinilega galopin og allt eftirlit brotakennt. Svo virðist sem mál þetta endur- spegli veika stöðu landbúnaðarins í stjórnarráðinu. Nú er nauðsyn Vonbrigðum veldur hve kerfið okkar er máttlítið og svifaseint eins og nú hefur berlega komið í ljós. Það er þó ekki alltaf svo, því bændur sem rækta nokkra silunga í tjörn eða slátra heimavið liggja undir smásjá eft- irlitsstofnanna. Miðflokkurinn efndi fyrir nokkru til sérstakrar umræðu á Alþingi um misræmið í inn- og útflutningstölum. Þar kom fram þverpólitísk samstaða um skjótar aðgerðir. Nú er brýn nauðsyn á að stjórnvöld taki til hendinni og komi í veg fyrir að innflutningur landbúnaðarvara lúti lögmálum villta vest- ursins. Þar eiga allir hagsmuni: Ríkissjóður, innlendir framleið- endur og neytendur. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Suðurkjördæmis kgauti@althingi.is Bitlaust eftirlit með inn- flutningi landbúnaðarvöru Karl Gauti Hjaltason. Bænda 19. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.