Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 202050 Er það hugsjón að vera sauðfjár- bóndi, án möguleika til að lifa af? Hvað um mjólkur bóndann? Er það einnig hugsjón að gefast ekki upp þar í baráttu við kerfið, til að geta lifað af við þá framleiðslu? Við fæðingu eða giftingu að hafa ef til vill eignast fyrstu möguleika vegna tengda til kaupa, síðan í fyrstu baráttu að geta greitt eitt- hvað til seljanda, nær alltaf með persónulegu láni, síðan að vera við dyr banka eða fjármálastofnana í leit að fjármunum til að geta greitt upp í kaupin, bætt búið og aukið framleiðslu. Svör bankastofnana: Þú færð ekki lán nema þú stækkir búið enn meira og fjárfestir enn meira. Þú verður að kaupa aukinn mjólkurkvóta, stækka fjósið og kaupa fleiri tæki, þau nýjustu og afkastamestu sem eru á markaði. Ef þú getur þetta, þá færðu lán út á kvótann og allt sem þú átt, sem þú verður að veðsetja og borga lánin eftir okkar skilmálum. Af tvennu illu er auðveldara að vera þvingaður til að lifa af hugsjón á litlu búi í fátækt en að lifa nær alla ævi í endalausu kapphlaupi við að kaupa kvóta í mjólkurframleiðslu eða sauðfjárframleiðslu, sem fást ekki keyptir með venjulegum við­ skiptaháttum. Mjólkurframleiðsla umfram kvóta, er nær verðlaus í dag, um 4 kr. á lítra og seldur dilkur án kvóta greiðir ekki nema örlítinn hluta af framleiðslukostnaði dilks­ ins til bóndans. Það er eitthvað mikið að í því landbúnaðarkerfi sem við höfum byggt upp með heftandi skilmálum ríkisins í beingreiðslum, síbreytilegum kvótareglum og afurðastöðvum, sem sagt er að bændur eigi og stjórni, en gera ekki. Kvótinn Kvóti var settur á þessar tvær hefð­ bundnu búgreinar til að stjórna framleiðslunni, sem var aðgangur að beingreiðslum til bænda um, 12 milljörðum á ári. Þrátt fyrir það lifa bændur ekki af þessari framleiðslu, nema geta aukið framleiðsluna verulega, sem tiltölulega fáir hafa getað gert, því mjög lítill kvóti fæst keyptur á markaði vegna bundins lágmarksverðs. Kvótinn bindur þetta fjármagn bænda án möguleika til verðmætaaukningar við þessar aðstæður og er algjör andstæða við fiskveiðikvóta að þessu leyti. Verðið fer ekki eftir eftirspurn heldur upp­ gefnu lágmarksverði sem miðað er við, þannig að nær enginn kvóti fæst til sölu. Svona viðskiptalögmál gengur ekki upp. Kvótinn hindrar þannig í dag allar framfarir í þessum búgrein­ um og því verður að breyta verð­ lagningu kvóta, sem heimild til niðurgreiddrar framleiðslu, með uppkaupum ríkisins af handhöfum, eftir því sem þeir hætta framleiðslu. Við það gæti yngri kynslóð tekið við af þeirri eldri, sem fengi greitt fyrir kvótann, sem hún hefur áunnið og viðhaldið eða keypt dýru verði. Leyfi til framleiðslu vegna upp­ kaupa ríkisins af slíkum kvóta væri úthlutað smátt og smátt án verðs með tilliti til jarðar viðkomandi aðila og aðstöðu sem fyrir væri til framleiðslu, þannig að góð bú gætu stækkað. Afurðastöðvarnar Bændum er sagt að þeir eigi af­ urðastöðvarnar og geti stjórnað þeim. Reyndin virðist vera sú að forstjórar stjórni, og að bændur á aðalfundum eða í stjórn fái þar engu ráðið. Hvernig er háttað greiðslum til bænda fyrir afurðirnar frá af­ urðastöðvunum? Sama og ætíð áður. Allir fá sitt eftir reglum um ferðakostnað, eftirlit, tímavinnu, yfirvinnu, stjórnunarkostnað, hag­ ræðingu í stjórnun úrvinnslu og geymslu, og þegar allt er greitt til annarra er bændum sagt: Þetta er það sem eftir er. Sauðfjárbóndinn fær t.d. tæplega eitt læri úr búð fyrir lambið sem hann lagði inn. Þannig er andvirðið greitt til allra annarra, en síðast það sem eftir stendur til bænda, samkvæmt ein­ hliða ákvörðun afurðastöðvarinnar. Afurðastöðvarnar eru því í dag einokunarstöðvar gagnvart bændum, því það er engin samkeppni á þessum markaði. Þær ráða hvað kemur til sölu frá þeim og á hvaða verði. Ef vöntun verður á ákveðnum einingum ræður sú afurðastöð sem á eininguna hvort hún selur annarri sem á ekki þá einingu og ef hún selur, þá á hvaða verði. Einnig ber að líta til hinna þriggja stóru viðskiptaaðila Festi, Haga og Nettó (kaupfélögin), hver með sína afurðastöð án samkeppni í kaupum þar á milli. Síðan verður að skoða uppgjörsaðferðir þeirra, þar sem þær ráða hvernig hagnaði eða veltu er skipt milli vinnslu og sölu, innflutningi og sölu á þeim innflutningi eða arði til hluthafa eftir mismunandi vægi og síðan allra síðast uppgjöri til bænda. Það er nauðsynlegt að brjóta upp þetta afurðasölukerfi, sem viðheldur einokun á kostnað framleiðanda og möguleikum á að hækka verð afurða til þeirra. Ná verður fram samkeppni milli afurðastöðva um afhendingu afurða inn á opinn frjálsan markað með gegnsæi í útreikningum á afurðaverði til bænda. Einnig verður að tryggja að framleiðendur geti selt afurðir sínar beint til neytenda, sem koma heim á framleiðslustað eins og gert er erlendis. Ný landbúnaðarstefna Ekki er hægt að una áfram við það kerfi í íslenskum landbúnaði, sem skilar ekki bændum launum fyrir uppbyggingu og stækkun búa sinna og fyrir störf sín. Það er hvorki hægt að lifa þar af hugsjón eða í skuldaklöfum. Bújarðir landsins bjóða upp á ótrúlega möguleika í dag. Jörðin með hinni íslensku frjómold er einhver sú dýrmætasta í Evrópu, en þó langódýrust, ha á óræktuðu góðu landi á um 250 þús. kr., en í Evrópu á 2 til 6 milljónir hver ha. Vatnið hvergi hreinna, loftið heilnæmara, vindurinn, árnar og hafið við strendur jarða, allt með sínum möguleikum fyrir dugandi bændur. Núverandi beingreiðslur til bænda, áður niðurgreiðslur ríkisins, til að lækka verð til neytenda, miðast við framleiðslu afurða og hvetur þannig til umframframleiðslu. Þetta kerfi er ekki samanburðarhæft við niðurgreiðslur í öðrum löndum, einkum EB landa, að ekki sé rætt um uppkaup umframframleiðslu í USA til útflutnings á stórlækkuðu verði. Það þyrfti að taka upp land­ búnaðar kerfi með sams konar stuðningi og þekkist í Evrópu, sem miðast við nýtingu jarðarinnar, sem hver ábúandi á lögbýli býr á. Miða stuðning ríkisins við kolefnisjöfn­ un og verndun lands, en ekki fram­ leiðsluna, þannig að tryggt væri að landið bæri hana, og ef um umfram­ framleiðslu væri að ræða á markaði, minnki bændur landnot sín til fram­ leiðslunnar, ella sé stuðningurinn minnkaður. Þessar breytingar gætu náðst fram með aðlögun á lengri tíma frá núverandi kerfi til þess sem við tæki, þannig að bændur yrðu ekki fyrir fjárhagslegum skaða, en fengju ný tækifæri til að auka tekjur sínar og frelsi frá því að binda fjármagn í arð­ lausum kvóta með nýjum möguleik­ um til sóknar. Eitt tækifærið er núna að opnast við útgöngu Breta úr ESB sem þyrfti að bregðast við strax til að geta nýtt möguleika á útflutningi á skyri án tolla, sem MS í dag lætur erlenda aðila framleiða fyrir sig með sérleyfissamningum úr erlendum hráefnum og þar með lakari vöru, t.d. sameinaða danska og sænska fyrirtækið Arla. Fleiri tækifæri ætti að nýta, t.d. að vernda innlenda landbúnaðarfram­ leiðslu gagnvart innflutningi út frá Parísarsamkomulaginu með því að setja á sérstakt kolefnisgjald á vörur sem eru framleiddar á Íslandi. Samþykkja ætti sérstök lög á Alþingi, sem hindri innflutning á afurðum sem framleidd eru með mikilli lyfjanotkun, og getur þannig myndað óheilbrigða samkeppni við innlenda framleiðslu og valdið neytendum heilsutjóni. Einnig þarf strax að koma í veg fyrir tollamisnotkun, ef rétt er að unnið kjöt sé flokkað sem óunnið við innflutning og ostar fluttir inn á röngum tollanúmerum. Við útgöngu Breta úr ESB þarf að semja á ný um inn­ og útflutning landbúnaðarvara við ESB, jafnframt því að taka upp tvíhliða samning við Breta. Tillögur um útfærslu á nýju landbúnaðarkerfi: I. Greiðslur til kolefnisjöfnunar og verndunar lands til nytja. 1. Stofna skal með lögum verðlagsnefnd landbúnaðarins sem greiði styrki til kolefnisjöfnunar og verndunar lands til nytja. 2. Greiða skal til ábúenda á lögbýlum ákveðna upphæð á ársgrundvelli með tilliti til landstærðar í ræktun og afgirtum úthaga og með tilliti til fjölda og tegunda gripa. 3. Greiða skal til ábúenda á lögbýlum fyrir verndun landsins og umhirðu. 4. Greiða skal til ábúenda á lögbýlum sem stunda garðrækt, kornrækt, repjurækt eða aðra samsvarandi ræktun út á fjölda ha í ræktun með tilliti til tegunda í framleiðslu. 5. Greiða skal til eiganda garðyrkjustöðva fyrir framleiðslu sína með tilliti til tegunda, fjölda ha í útiræktun og fermetrastærð í ræktun undir gleri. II. Markaðssetning landbúnaðar­ afurða. 1. Árlega sé ákveðið fast grunnverð afurða af verðlagsnefnd landbúnaðarins. A) Í kjötafurðum sé ákveðinn sláturkostnaður og geymslugjald afurðastöðvar á hvern dag fyrir hverja kjöttegund. B) Í mjólkurframleiðslu sé ákveðið fast grunnverð hvers lítra að viðbættum flutningskostnaði, vigtun og gerilssneiðingu. C) Í grænmetisrækt sé ákveðið grunnverð. 2. Afurðir séu upprunamerktar frá framleiðendum eftir gæðum í a.m.k. tvo verðflokka, sem fylgi afurð til neytenda, eftir því sem við á. 3. Framleiðendum sé gert heimilt að selja neytendum beint afurðir sínar með söluábyrgð viðkomandi um heilbrigði og gæði afurðarinnar, upprunaskráningu og staðfestingu eftirlits um framleiðslu og uppgjör. 4. Allar aðrar afurðir fara á upp­ boðsmarkað og seljist þar. Allir kaupendur og afurðastöðvar hafa þar jafnan aðgang. Uppgjör í sölu frá markaði greiðist beint til framleið­ anda samkvæmt upprunamerkingu að frádregnum kostnaði við upp­ boðið og grunnverð verðlagsnefndar sbr. A og C í lið 1. Í markaðssetn­ ingu mjólkur kaupi afurðastöðvar og aðrir kaupendur mjólk með sam­ bærilegum hætti, sbr. B í lið 1 og greiði beint til framleiðenda kaup­ verð að frádregnum flutningskostn­ aði, innvigtun og gerilsneyðingu. 5. Í lok afsetningar árlega á hverri afurð kaupir ríkið umframbirgðir til neyðaraðstoðar. III. Stjórnun og vernd landbún­ aðar framleiðslu. 1. Kvóti bænda eða ábúenda á lögbýlum verði keyptur af ríkinu þegar viðkomandi hætta framleiðslu, miðað við fast upphafsverð við lagasetningu, sem hækkar árlega í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Verðlagsnefnd landbúnaðarins getur lagt til að kvóti verði keyptur fyrr til að leysa skuldabyrði viðkomandi vegna kvótakaupa. 2. Verðlagsnefnd landbúnaðarins heimilar nýjum framleiðendum framleiðslu miðað við uppkaup kvótans að teknu tilliti til jafnvægis á markaði. 3. Verði umframframleiðsla afurða á einstökum tegundum miðað við ofangreinda mark­ aðssetningu sé framleiðenda eða framleiðendum, eftir því sem við á, skylt að minnka framleiðslu sína í hlutfalli við heildarframleiðslu, áætlað til tveggja ára í senn. Verði hann eða þeir ekki við því, lækka greiðslur hlutfallslega samsvar­ andi greiðslum í I. kafla þessara tillagna. 4. Til verndar gagnvart innflutn­ ingi á sambærilegum afurðum framleiddum innanlands sé lagt á sérstakt kolefnisgjald, sam­ kvæmt Kyoto­bókuninni og Parísarsamkomulaginu. 5. Til verndar gagnvart innflutn­ ingi verður að styrkja tolla­ eftirlit með innflutningnum. 6. 6. Til verndar heilbrigði framleiðslunnar séu sett sérstök lög á Alþingi, sem hindri innflutning á afurðum sem framleidd eru með mikilli lyfjanotkun, og geta valdið neytendum heilsutjóni. 7. Til verndar og viðhalds landbúnaðarframleiðslunnar séu sett sérstök lög, sem heimili ættliðaskiptingu á stærstu búum landsins með vilja eigenda. Það mætti t.d. gera með lagaheimild um að ríkið veitti kaupanda lán án vaxta til 40 ára til að greiða kaup búsins með veði í öllum eignum búsins. IV. Útflutningur landbúnaðar­ vara. 1. Tryggt sé að allur útflutningur tengdur íslenskum landbúnaði njóti íslenskrar lögverndar með merkingu og ábyrgð, sem hágæðavara, sem njóti í markaðsverði hámarksverðs, eftir því sem við getur átt. 2. Óheimilt sé að selja erlendum aðilum aðgang að framleiðslu með sölu á íslenskri verndaðri framleiðslu. 3. Unnið sé að því þegar í stað að allur útflutningur landbúnaðarafurða til Bretlands sé án tolla. 4. Nái garðyrkjuframleiðendur því takmarki að framleiða umfram innanlandsneyslu til útflutnings með stórkostlegri stækkun garðyrkjustöðva, sé unnið að því að þær stöðvar sameinaðar njóti kaupa á raforku sem stórnotendur. 5. Ríkinu sé heimilt að kaupa umframbirgðir, sbr. 5. tölulið í II. kafla og afsetja sem þróunarstyrk til fátækra landa með flutningskostnaði. Halldór Gunnarsson LESENDABÁS Hvernig geta bændur lifað af framleiðslu sinni? Halldór Gunnarsson. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.