Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 2020 47 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum umræðan um hættulegt malbik síðan í sumar eftir að banaslys var rakið til malbiks sem ekki stóðst kröfur. Það sem færri vita er að þessar kvartanir bifhjólafólks hafa verið árlegar síðan á síðustu öld, en ég sem mótorhjólamaður síðastliðin rúm fjörutíu ár kannast vel við kvartanir um lélegt malbik fyrir okkur mótorhjólafólk. Við höfum bent á hættur ítrekað nánast á hverju ári síðan ég byrj- aði mína mótorhjólamennsku fyrir 1980. Allir sem kaupa eldsneyti borga af því skatt til vegagerðar og vegabóta, en oft finnst manni þessi peningur fara annað en þangað sem hann á að fara. Blæðingar í malbiki gera vetrardekk gagnslaus í hálku og snjó Fyrir rúmri viku síðan átti ég er- indi norður í land og þar sem að veðurspáin virtist vera að hætta væri á snjókomu og hálku á þeim fjallvegum, þá setti ég nagladekkin mín undir bílinn minn. Eftir að hafa keyrt yfir Holtavörðuheiði tók ég eftir að töluverð tjara hafði safnast á dekkin þegar ég stopp- aði í Staðaskála, það var lítið við þessu að gera annað en að halda áfram. Á Blönduósi voru komnir tjörukleprar á öll dekk og eftir var Öxnadalsheiðin. Áfram var haldið og uppi á heiðinni var búið að snjóa það mikið að ekki sást í malbik og ekki enn byrjað að skafa. Gripið í nýju negldu dekkjunum mínum var nánast ekkert, sérhannað vetr- armunstrið var fullt af tjöru og ef ekki hefðu verið naglar í dekkjunum hefði ég verið í slæmum málum. Þarna kom vel í ljós nauðsyn nagla við þessar aðstæður, en þrátt fyrir naglana var bíllinn mjög laus á veg- inum því að vetrardekkjaeiginleikar dekkjanna voru ekki neinir vegna tjöru. Svona blæðingar eru of algengar víða um land og þarf að bæta úr ef ekki á að verða slys, en fólk verður að geta treyst á að ekki safnist tjara í munstrið á dekkjunum á láglendi áður en haldið er á hærri vegi sem á er snjór og hálka. Ljótar myndir á spjallsíðum atvinnubílstjóra og áhugasamra um bættar samgöngur Í verði af hverjum lítra af eldsneyti fer samkvæmt lögum viss upphæð til vegagerðar og vegabóta og okkur sem notum vegi landsins sárnar alltaf hvað lítið er hlustað á vegfarendur þegar kvartað er út af slæmu ástandi vega. Síðustu árin hafa reglulega verið birtar myndir frá bílstjórum sem hafa lent í miklum blæðingum úr malbiki á veturna. Að fara með svona dekk á hálar heiðar er einfald- lega stórhættulegt og er ekki spurn- ing um hvort heldur bara hvenær að það verður svo alvarlegt slys af völdum þess að öll landsbyggðin verður í áfalli. Það verður að hlusta á þessar kvartanir og vinna bót á þessu sem fyrst því að þetta ástand er ekki boðlegt, það er einfaldlega grátlegt að vera búinn að fjárfesta í bestu fáanlegu vetrardekkjunum og svo virka þau ekki vegna tjöru- blæðinga. Ábendingar hunsaðar og ekkert gert fyrr en að umræðan er í öllum fjölmiðlum Oft hefur maður hlustað á Ólaf Guðmundsson umferðarsérfræðing í fjölmiðlum kvarta undan hörmu- legu ástandi vega, en það er eins og ekkert sé hlustað á Ólaf og hans ráðleggingar. Oftar en ekki finnst manni að orð hans séu túlkuð á þann veg að hann viti ekkert hvað hann er að segja. Ekkert gert til að bæta og laga þær ábendingar sem hann gefur. Fyrir nokkru síðan hóf mót- orhjólaklúbburinn Sturlungar í Hafnarfirði söfnun til að bæta veg- merkingu á þeim stað sem félagi þeirra lést í slysi sumarið 2019. Afskaplega dapurt fyrir ríkisfyrir- tæki að lítill mótorhjólaklúbbur þurfi að taka af skarið og safna fé upp á eigin spýtur til að bæta vegmerk- ingar svo að ekki verði annað slys á staðnum þar sem þeir misstu félaga sinn. Það var ekki fyrr en söfnunin var komin í fjölmiðla að Vegagerðin merkti hættuna þrátt fyrir að í bráða- birgðaskýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa hafi strax verið bent á þessa hættu 2019, en nú haustið 2020 er búið að merkja hættuna, meira en ári eftir fyrstu ábendingar. Söfnunarfé Sturlunga verður gefið á Grensásdeild þar sem Vegagerðin er búin að merkja hættuna, en mikið vildi ég sjá Vegagerðina gefa sömu upphæð á Grensásdeildina, bara svona til að laga aðeins neikvæða umræðu í þeirra garð. Í áframhaldi vona ég að Vegagerðin skoði alvar- lega blæðingavandamál þjóðvega á landsbyggðinni áður en rekja má slys til blæðinga. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Smáauglýsingar 56-30-300 MEIRI GLUND- ROÐI Æ BOLUR S SKVAMPA SEMINGI B HUGLÍTIL L FALL- BEINN HRIKTA Ó Ð R É T T U R VALDI AM R R A ÁSTÆÐA O R S Ö K GGÍMALD E I HJÓL- GJÖRÐ HNETUR F E L G A I PRÚTTASEINKAÐI M A N G A MIKLU U GRAS- BOLLI MÁLTÆKI GINNA O R Ð T A K AFBRIGÐI Ð TVEIR EINSMOKA S S STERKAPAKKHÚS EEKKISÝRING FJARRITI M E L E X TVEIR EINSBULLA A A RANGT Ö F U G T RÁÐRÍKIST F A G U R ÁÐUR F Y R R STILLARÁÐ R Ó AFALLEGUR T U N N U TVEIR EINS Ð RÆKI- LEGAR TVÖ N Á N A R L ÍLÁTI PARTA I T A LJÓMI TOR- TRYGGJA G L I T HEIMASÍÐA STÖKUM V E F U RB R KK NAFN STAFURFIKT E L L SVEIFLATEGUND V E I F A ESPAR Æ T O R F A FYRIR- BOÐI SKRUDDA T E I K N RÁS IÐKA Æ ÐVAÐAKREMJA E R J A FORBOÐ B A N N MÁSIÁTT D Æ S IM K T R I Á L S T HÓTUN Æ Ó K G I N GER- SIGRAR U M N A HISMI L F A I R SGÓÐGÆTI UPPÁTÆKI M Y N D : P IX A B A Y / O LI V ER K EP K A ( CC 0) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 140 KAPÍTULI ÚT HÖFUÐ HÁTTUR BOTNFALL RASK SVALL HRÆSNIS- FULLUR MENNTA AUMA GLUMDI ÓNN VÆL TRÉ BANN- HELGI STÓ STRÍÐNI LÍTIÐ DÝRA- HLJÓÐ ÞARNA TVEIR EINSSMEYGJA SMÁ- GREIN TEMUR ÓTTI NÝJA HALLI MÁLMUR LANGAR FYRR EIN-HVERJIRSTOPPA Í ÁLIT URGA DÆSA ÞÍÐA FÆÐA LAND MÆLIR LITUR EFTIR- RITA Í RÖÐ ANDI ÁRSTÍÐ FYRSTUR FLOKKAÐ PÚSSAHÍBÝLI TRÉ ÓRÓR ORLOF KÆTTIST BEIN SÓT DETTA SLÁ LÖGG BAKTAL BYLGJAST Í RÖÐ SKÓLISUNDLA FORMA VARA VIÐ ÓHREINKANEMA STULDUR 141 H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Stundum sárnar manni hvert eldsneytisskattpeningarnir fara Ekki óalgeng mynd frá atvinnu­ bílstjórum sambærileg þessari er regluleg sjón á spjallsíðum bílstjóra. Merkingar á slysdegi er mótorhjólamaður lést sumarið 2019. Núverandi merking Vegagerðarinnar rúmu ári eftir slys og mikla baráttu félaga hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.