Bændablaðið - 05.11.2020, Qupperneq 1

Bændablaðið - 05.11.2020, Qupperneq 1
21. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 5. nóvember ▯ Blað nr. 574 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is MAST skoðar varnarefni í innfluttu grænmeti og ávöxtum: Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati – Leifar ýmissa varnarefna í ávöxtum reyndust í um 5% tilfella vera yfir hámarksmörkum en engar leifar í grænmeti Í skýrslunni kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum, fund ust í 4,7% ávaxta og 9,7% grænmetis. Meðal ávaxta þar sem leifar varnarefna reyndust yfir leyfilegu hámarki voru blæjuber, kíví, stjörnualdin, klementínur og appelsínur. Hvað grænmeti varðar reyndist mest vera af leifum af skordýraeitri í innfluttu spínati frá Bandaríkjunum. Ástæður varnarefnaleifa mismunandi Í skýrslu MAST segir að frum­ framleiðsla matjurta sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitar­ félag anna sem einnig hefur eftirlit með innflutnings­ og dreifingarfyrirtækjum. Matvæla­ stofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Þegar efni greinast yfir hámarks­ gildi er málum fylgt eftir með stöðv­ un dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niður­ stöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún inn­ kölluð. Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi. Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu. /VH – Sjá nánar á bls. 2 Fjóla Signý Hannesdóttir á bæn­ um Stóru­Sandvík í Sand víkur ­ hreppnum hinum forna, sem tilheyrir nú Sveitarfélaginu Árborg, hefur tekið við rófuræktinni á bænum af öldruðum föður sínum, sem hefur stundað rófurækt í 40 ár, auk þess að rækta rófufræ. „Já, ég er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá mér. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst ekki upp, það sprettur, sama hvernig sumarið er hér á Íslandi. Árlega eru ræktuð og seld um 900–1.100 tonn af rófum á Íslandi á ári hverju, en ég er mjög lítil í rófunum, eða með einhver 15 tonn,“ segir Fjóla Signý. Stór í fræjunum Já, Fjóla segist vera lítil í rófuræktinni en hún er stór í fræjunum. „Það passar, ég rækta um 18 kg af fræi á ári hverju. Ég sáði í sumar um 250–300 g og fékk þessi 15 tonn af rófum. Þannig að mín fræræktun passar fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, eða 900–1.100 tonn,“ segir hún. Gengur illa að fá styrki Fjólu Signýju hefur gengið illa að fá styrki frá hinu opinbera og sjóðum vegna rófu­ og fræræktunarinnar. „Ég hef sótt um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, sem ég fékk ekki og ekki heldur frá Erfðanefnd landbúnaðarins, þar sem veittir voru styrkir til verkefna sem stuðla að sjálfbærni á Íslandi. Okkar helstu sérfræðingar í jarðrækt segja að það sé mjög mikilvægt að ég haldi ræktuninni áfram, þar sem á þessum 40 árum hefur pabba tekist að þróa og rækta nýjan rófustofn, sem er alíslenskur. Við erum því alveg sjálfbær í rófnaræktun á Íslandi, það skiptir miklu máli fyrir Ísland, sérstaklega á tímum sem þessum. „Ég hef verið að leita eftir styrkjum þar sem ég er í raun að vinna nánast allt í sjálfboðavinnu. Mér finnst ræktunin mín skipta máli fyrir allt Ísland og mér finnst þetta líka skemmtilegt, annars gæti ég ekki unnið þetta svona mikið í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir. /MHH Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati. Fjóla Signý Hannesdóttir í Stóru-Sandvík: Eini ræktandinn á rófufræi í landinu fyrir íslenska bændur Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi í Stóru-Sandvík, sem náði um 15 tonnum upp úr görðunum sínum í haust af Sandvíkurrófum. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý sér um að rækta rófufræ fyrir alla rófubændur á Íslandi, eða um 18 kg á hverju ári. Útbjó prjónareiknivél í COVID-faraldrinum 26 –27 24 Breyta þarf regluverki þannig að bændur geti slátrað sínum lömbum í „örsláturhúsum“ Frumuræktun suðrænna ávaxta 28 –29

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.