Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 15 Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is driflæsing framan og aftan / hátt og lágt drif / rafléttistýri / dráttarkúla / spil / stór dekk / stillanleg fjöðrun Cobalt 550 max ltd Kr. 1.469.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.790.000 m/vsk. T3b götuskráð iron 450 max ltd Kr. 1.298.000 með vsk. Bifreiðaskráð 1.590.000 m/vsk. T3b götuskráð Finnsk gæði sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður VETRARBÚNAÐUR HILLTIP Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík 551 5464 / wendel.is Hönnunarfyrirtæki í íslenskri sveit, info@tundra.is, s. 893 0103 Við bjóðum úrval vefnaðar- og gjafavara með sterka tengingu við íslenska náttúru í vefverslun okkar Tilvaldar jólagjafir fyrir bændur og búalið Jón Magni Ólafsson að afhenda verkið en með honum á myndinni eru þær Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu, og Ingibjörg Jóhannesdóttir stjórnarmaður. Mynd / MHH Höfðingleg gjöf frá mjólkurfræðingi á Selfossi Nýlega mætti Jón Magni Ólafsson, mjólkurfræðingur á Selfossi og listmálari, færandi hendi og gaf Krabbameinsfélagi Árnessýslu málverk sem hann málaði í kjölfar þess að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein fyrir um átta árum síðan. Magni segir að verkið sé táknrænt fyrir það hvernig er að greinast með krabbamein. Dökku litirnir tákna myrkrið og þungann sem fylgir því að greinast og takast á við óvissuna. Skipsstrandið tákni sjúkdóminn sem veldur því að lífið skyndilega stöðvast og það er eins og maður sé fastur á skeri. Geislarnir sem brjótast í gegnum myrkrið og storminn eru tákn vonarinnar sem ávallt er til staðar og lýsir leiðina í ferlinu. Sjómaðurinn sem stendur vörðinn er tákn Krabbameinsfélagsins sem er stuðningur og styrkur við þann krabbameinsgreinda sem og aðstandendur hans. Í fjarska má sjá rauðleitt skip sigla óheft inn fjörðinn, rauður er litur lífsins og skipið táknrænt fyrir sigurinn sem hlaust og lífið heldur áfram. /MHH Hvítárbrú við Iðu böðuð í jólaljósum. Brúin er 109 metra löng og var tekin í notkun 1957. Mynd / Páll M. Skúlason Nýlega voru jólaljósin kveikt á Hvítárbrú við Iðu í Laugarási í Bláskógabyggð en ljósakeðjur voru fyrst settar á brúna 1998 og gerðu sitt til að lýsa upp mesta skammdegið, nær og fjær. Um 340 LED perur lýsa brúna. Ljósakeðjurnar hafa verið teknar niður þegar farið er að birta og yfirfarnar áður en þær hafa síðan verið settar upp aftur í nóvember. Félagar úr hjálparsveitum hafa séð um uppsetninguna en forsvarsmenn verkefnisins eru þau Páll M. Skúlason, Jakob Narfi Hjaltason og Elínborg Sigurðardóttir. Bláskógabyggð samþykkti í haust að styrkja verkefnið í þrjú ár með kr. 150.000 á ári og stöðugt eru einstaklingar að leggja inn á reikning verkefnisins, enda gleður þessi lýsing marga í uppsveitunum. /MHH Jólaljós á Hvítárbrú við Iðu Flóahreppur: Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að halda áfram að styðja við fjölskyldur barna sem eiga lög- heimili í Flóahreppi með hvata- styrkjum sem nema að hámarki 60.000 kr á ári eins og verið hefur. Umsóknareyðublöð þess efnis er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins. Auk þess leggur velferðarráðuneytið til framlag til íþrótta- og tómstundastarfs barna tekjulágra fjölskyldna. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að fara í gegnum persónulegan aðgang að island.is til þess að kanna hvort þeir eiga rétt á þessu framlagi, sem nemur 45.000 kr. á hvert barn á aldrinum 6–16 ára. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.