Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 63

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 63
63 Tímamörk: 2019-2023. b. Að í Árbók kirkjunnar og á heimasíðu jafnréttisnefndar verði upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum kirkjunnar. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar, jafnréttisnefnd og þjónustusvið. Tímamörk: 2019-2020. c. Að mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúar sendi reglulega áminningu um jafnréttismál til sóknarnefndarformanna. Ábyrgð: Mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: 2019-2023. d. Mikilvægt er að upplýsa matsnefnd, kjörnefndir og sóknarnefndir um lagalega skyldu sína gagnvart jafnréttislögum sem og kærurétt til Jafnréttisstofu. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og jafnréttisnefnd. Tímamörk: 2019-2023. 5. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. a. Að setja kynjakvóta og raunhæf markmið og bæta aðgengi þess kyns sem á hallar að stjórnunar og áhrifastöðum. Ábyrgð: Biskup Íslands, kirkjuráð og kirkjuþing. Tímamörk: 2019-2023. b. Að allar launaðar stöður innan þjóðkirkjunnar, bæði hjá kirkjustjórninni og söfnuðum, verði auglýstar og umsækjendur metnir samkvæmt fyrirliggjandi þarfagreiningu og starfslýsingum. Ábyrgð: Biskup Íslands, mannauðsstjóri og kirkjuþing. Tímamörk: 2019-2021. 6. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. a. Að gera fólki sem starfar hjá kirkjunni kleift að samræma starfsskyldur sínar og fjölskylduábyrgð. Mikilvægt er að starfsfólk njóti sveigjanleika eins og kostur er s.s. varðandi fyrirkomulag vinnu og vinnutíma, að eins miklu leyti og starf hvers og eins leyfir. Hvatt skal til þess að öll kyn nýti rétt sinn til fæðingarorlofs og leitast við að efla fjölskylduábyrgð hvers og eins, s.s. með hvatningu til starfsmanna að þau skipti með sér fjarvistum frá vinnu vegna veikinda barna. Ábyrgð: Vígslubiskupar, prófastar, formenn sóknarnefnda/prestar og mannauðsstjóri biskupsstofu. Tímamörk: 2019-2023. b. Að sóknarnefndir verði reglulega minntar á skyldu sína að aðstoða starfsfólk sókna við að útfæra störf sín svo þau samræmist betur fjölskyldulífi. Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar Tímamörk: Árlega, fyrir tímabilið 2019-2023. c. Að biskupsstofa og kirkjuráð greini jafnréttisfulltrúum frá því árlega hvaða skref hafi verið stigin á árinu til að gera kirkjuna að fjölskylduvænni vinnustað. Takmarkast skrefin ekki eingöngu við ný viðmið eða aukin sveigjanleika við

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.