Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 86

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 86
86 87 36. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða 12. gr. starfsreglnanna: Skylda til að leggja til prestssetur í neðangreindum prestaköllum fellur brott: Kjalarnesprófastsdæmi. Mosfellsprestakall. Útskálaprestakall. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Dalvíkurprestakall. Laugalandsprestakall. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Ákvæði til bráðabirgða. Prestur sem þjónar í prestakalli, sem tilgreint er í starfsreglum þessum, við gildistöku þeirra, getur setið prestssetrið áfram samkvæmt gildandi lögum og starfsreglum hverju sinni, uns skipunartími hans rennur út eða honum er veitt lausn frá embætti. Athugasemdir við tillögu þessa. Kirkjuráð óskar eftir heimild kirkjuþings 2019 til að felld verði brott skylda til að leggja til prestsbústaði á þeim stöðum sem greinir í þingskjalinu. Með brottfalli skyldu til að halda úti prestssetri fellur einnig brott búsetuskylda prests á prestssetrinu, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum. Tillaga þessi, um breytingar á því hvar prestssetur eru lögð til, byggist á 13. gr. starfsreglna um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum, og fasteignastefnu þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 2018. Þar eru sett fram almenn viðmið um það hvar leggja skuli prestssetur til í framtíðinni. Miðað er við að almennt skuli ekki leggja til prestssetur þar sem fleiri en 1.500 manns búa. Einnig að gætt sé samræmis á sama landsvæði. Ef fleiri en 1.500 manns búa í prestakalli má þó leggja til bústað ef staðhættir eða aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt, eða að söguleg eða menningarleg rök þyki mæli með því. Ef færri en 1.500 manns búa í prestakalli getur kirkjuþing þó ákveðið að ekki skuli lagður til embættisbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að prestakall sé í nálægð við fjölmennari þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu landsvæða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.