Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 86

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 86
86 87 36. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða 12. gr. starfsreglnanna: Skylda til að leggja til prestssetur í neðangreindum prestaköllum fellur brott: Kjalarnesprófastsdæmi. Mosfellsprestakall. Útskálaprestakall. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Dalvíkurprestakall. Laugalandsprestakall. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Ákvæði til bráðabirgða. Prestur sem þjónar í prestakalli, sem tilgreint er í starfsreglum þessum, við gildistöku þeirra, getur setið prestssetrið áfram samkvæmt gildandi lögum og starfsreglum hverju sinni, uns skipunartími hans rennur út eða honum er veitt lausn frá embætti. Athugasemdir við tillögu þessa. Kirkjuráð óskar eftir heimild kirkjuþings 2019 til að felld verði brott skylda til að leggja til prestsbústaði á þeim stöðum sem greinir í þingskjalinu. Með brottfalli skyldu til að halda úti prestssetri fellur einnig brott búsetuskylda prests á prestssetrinu, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum. Tillaga þessi, um breytingar á því hvar prestssetur eru lögð til, byggist á 13. gr. starfsreglna um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum, og fasteignastefnu þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 2018. Þar eru sett fram almenn viðmið um það hvar leggja skuli prestssetur til í framtíðinni. Miðað er við að almennt skuli ekki leggja til prestssetur þar sem fleiri en 1.500 manns búa. Einnig að gætt sé samræmis á sama landsvæði. Ef fleiri en 1.500 manns búa í prestakalli má þó leggja til bústað ef staðhættir eða aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt, eða að söguleg eða menningarleg rök þyki mæli með því. Ef færri en 1.500 manns búa í prestakalli getur kirkjuþing þó ákveðið að ekki skuli lagður til embættisbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að prestakall sé í nálægð við fjölmennari þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu landsvæða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.