Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 92

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 92
92 93 17. gr. Við gildistöku laga þessara falla eftirfarandi lög úr gildi: 1. Lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, með síðari breytingum. 2. Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með síðari breytingu. Ákvæði til bráðabirgða Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum, skulu, eins og við getur átt, gilda um það starfsfólk þjóðkirkjunnar, sem tilgreindir voru í 1. mgr. 61. gr. laganna og sem voru í starfi hinn 1. janúar 2020 til 1. apríl 2020. Gjaldskrá, sem sett var með heimild í 3. gr. laga um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, og birt var í B-deild Stjórnartíðinda, um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 729/2014, með síðari breytingum, skal halda gildi sínu til 1. apríl 2020. Það starfsfólk þjóðkirkjunnar, sem var skipað í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum, við gildistöku laga þessara, heldur skipun sinni og starfskjörum út skipunartíma sinn. Greinargerð. Hinn 6. september 2019 undirrituðu fulltrúar íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar viðbótarsamningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998. Tveimur dögum áður hafði þjóðkirkjan á aukakirkjuþing 2019 (58. aukakirkjuþing) samþykkti ofangreindan viðbótarsamning. Til þess að efna 7. gr. samningsins þarf m.a. að breyta lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, á þann veg að brott falli ákvæði 4. tölul. 1. mgr. 22. gr. þeirra laganna. Enn fremur þarf að fella brott lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, með síðari breytingum og lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með síðari breytingu. Til að þessi framangreindar breytingar nái fram að ganga og samræmis sé gætt, þarf jafnframt að breyta lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum. Leitast er við að breyta sem fæstu á þessu stigi og eingöngu því sem nauðsynlegt má teljast til að tryggja efndir viðbótarsamningsins. Þannig verður kirkjuþingi falið að skilgreina réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar og setja gjaldskrá fyrir þjónustu kirkjunnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.