Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 92

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 92
92 93 17. gr. Við gildistöku laga þessara falla eftirfarandi lög úr gildi: 1. Lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, með síðari breytingum. 2. Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með síðari breytingu. Ákvæði til bráðabirgða Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum, skulu, eins og við getur átt, gilda um það starfsfólk þjóðkirkjunnar, sem tilgreindir voru í 1. mgr. 61. gr. laganna og sem voru í starfi hinn 1. janúar 2020 til 1. apríl 2020. Gjaldskrá, sem sett var með heimild í 3. gr. laga um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, og birt var í B-deild Stjórnartíðinda, um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 729/2014, með síðari breytingum, skal halda gildi sínu til 1. apríl 2020. Það starfsfólk þjóðkirkjunnar, sem var skipað í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum, við gildistöku laga þessara, heldur skipun sinni og starfskjörum út skipunartíma sinn. Greinargerð. Hinn 6. september 2019 undirrituðu fulltrúar íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar viðbótarsamningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998. Tveimur dögum áður hafði þjóðkirkjan á aukakirkjuþing 2019 (58. aukakirkjuþing) samþykkti ofangreindan viðbótarsamning. Til þess að efna 7. gr. samningsins þarf m.a. að breyta lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, á þann veg að brott falli ákvæði 4. tölul. 1. mgr. 22. gr. þeirra laganna. Enn fremur þarf að fella brott lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, með síðari breytingum og lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með síðari breytingu. Til að þessi framangreindar breytingar nái fram að ganga og samræmis sé gætt, þarf jafnframt að breyta lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum. Leitast er við að breyta sem fæstu á þessu stigi og eingöngu því sem nauðsynlegt má teljast til að tryggja efndir viðbótarsamningsins. Þannig verður kirkjuþingi falið að skilgreina réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar og setja gjaldskrá fyrir þjónustu kirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.