Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 6
Í stað þess að koma saman og fagna árinu eins og til stóð, m.a. til að vekja athygli á mikilvægi stéttarinnar um allan heim, þá hefur mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heil- brigðiskerfinu komið berlega í ljós og sýnileikinn á störfunum sjaldan, ef nokkru sinni, verið eins mikill. Hjúkrunarfræðingar koma víða við sögu Við erum enn að kljást við afleiðingar veirunnar og í þriðju bylgju faraldursins eru það hjúkrunarfræðingar enn sem áður sem skipuðu eitt mikilvægasta hlutverkið í viðbrögðum heilbrigðiskerfisins. Það er alveg sama hvert er litið, hvort sem það er á heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum, þá eru það hjúkrunarfræðingar sem stýra aðgerðum og samhæfa þær og eru við hlið sjúklinganna. Á heilsugæslustöðvum eru þeir í samskiptum við skjólstæðingana og taka m.a. ákvarðanir um hvort taka beri sýni ef grunur leikur á smiti. Einnig eru það hjúkrunarfræðingar sem vinna við rakningu smita, ákvarða um sóttkví hjá fólki og reyna að fyrirbyggja þannig frekari útbreiðslu veirunnar. Ég þreytist því seint á að segja að hjúkrunarfræðingar eru lykilstéttin í baráttunni við veiruna. Þeir koma við sögu í ákvörðun um sýnatöku, smitrakningu, sóttkví og að hjúkra þeim sem veikjast af veirunni, auk venjubundinna hjúkrunarstarfa. Því burtséð frá faraldrinum hefur ekkert breyst hvað þörf fyrir hjúkrun varðar. Baráttunni lýkur seint Þó í ár hafi öllum orðið ljóst mikilvægi stéttarinnar lauk á sama tíma 18 mánaða kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga við ríkið. Það er upplifun margra að stéttin hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem henni bar af hálfu yfirvalda og þau vonbrigði eru skilj- anleg. nú liggur niðurstaðan fyrir og henni verður ekki hnikað. unnið er af fullum krafti við að ljúka þeim stofnanasamningum og miðlægu samningum sem eftir 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill 2020 Við leggjum ekki árar í bát, nýtum okkur það sem áunnist hefur, söfnum fleiri verkfærum í kistuna og höldum baráttunni áfram. Ég hef þá trú að virðingin, sem enn frekar hefur skapast í ár á störfum hjúkrunarfræðinga, muni skila sér þó síðar verði. Það er óhætt að segja að enginn hafi átt von á að árið 2020 yrði eins og raun ber vitni. Til stóð að fagna ári hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafði áformað, með ýmsum hætti, og m.a. í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Það bíður betri tíma eins og svo margt annað sem einkennir þetta ár. Aftur á móti má segja að sýnileiki hjúkrunarfræðinga hafi birst á annan hátt þegar covid-19-veirufaraldurinn skall á landinu í upphafi árs og hefur svo eftirminnilega haft áhrif á þjóðina sem og alla heimsbyggðina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.