Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 10
Var farið með hópinn á Þingvöll og síðan ekið með þær alla leið norður til akureyrar
þar sem skipið beið þeirra. Það var tregablandin kveðjustund á bryggjunni þegar
þær kvöddust enda óvíst hvort þær myndu hittast aftur þar sem stríðsógn lá í loftinu,
rifjar Elsa upp.
„Þarna komu voldugar konur
að hitta volduga ráðamenn á Íslandi
— og þeir hlustuðu“
allt frá stofnun SSn var mikil áhersla lögð á að hjúkrunarnám yrði þrjú ár en það
var í raun fyrsta krafan sem samráðsvettvangurinn sammæltist um og var til umræðu
innan samtakanna áratugum saman. Minnstu munaði að umræður um innihald og
hversu mikla menntun þyrfti til að geta kallað sig hjúkrunarfræðing hefði klofið SSn
en sænskir hjúkrunarfræðingar uppfylltu ekki þriggja ára menntunarkröfuna fyrr
en 1993. Menntun var aðalatriðið til að byrja með, en ekki síður félagslegur
stuðningur, segir Sigþrúður. hjúkrunarfræðingar voru fáir hér á landi og því mikil-
vægt að hafa tengingu við umheiminn, bæði faglega og félagslega. Ef við hverfum
aftur um tæp 100 ár þá var hér enginn hjúkrunarskóli og enginn Land spítali og sóttu
íslenskar hjúkrunarkonur menntun sína til Danmerkur. hér á landi var strax í upp-
hafi lögð áhersla á að hjúkrunarnámið yrði þriggja ára nám og réð stuðningur SSn
miklu um að svo varð.
fulltrúar SSn lögðu mikla áherslu á þriggja ára nám við íslenska ráðamenn og
framlag þeirra lagði stóran grunn að þróun hjúkrunar á Íslandi. „Þarna komu vold-
ugar konur að hitta volduga ráðamenn á Íslandi — og þeir hlustuðu,“ segir Ásta en
hjúkrunarnám varð þriggja ára nám strax við stofnun hjúkrunarskóla Íslands 1931.
Á þeim tíma höfðu eingöngu finnar og færeyingar hafið þriggja ára nám.
aðalbjörg finnbogadóttir og helga ólafs
10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Ef við hverfum aftur um tæp 100 ár þá var hér enginn hjúkrunar-
skóli og enginn Landspítali og sóttu íslenskar hjúkrunarkonur
menntun sína til Danmerkur. Hér á landi var strax í upphafi lögð
áhersla á að hjúkrunarnámið yrði þriggja ára nám og réð stuðn -
ingur SSN miklu um að svo varð.
Fyrstu nemarnir voru brautskráðir
frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
vorið 1933, hér ásamt læknum og
hjúkrunarkonum Landspítalans.