Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 11
Íslendingar ein af fyrstu Norður-
landaþjóðunum að innleiða þriggja
ára hjúkrunarnám
Elsa segir það í raun merkilegt hvað við höfum verið framar-
lega þegar kemur að hjúkrunarnámi hér á landi. Á þeim tíma
þegar unnið var að því að koma hjúkrunarnámi á háskólastig
voru fjölbrautaskólarnir að hefja göngu sína. Menntamála -
ráðuneytið lagði mjög mikla áherslu á að hjúkrunarnámið
væri kennt í fjölbrautaskóla en hjúkrunarfræðingar hér á landi,
þar á meðal kennaradeild hjúkrunarfélagsins, börðust gegn
því þar sem vilji var fyrir því að hjúkrunarnámið hér á landi
færi í háskóla, segir Sigþrúður, og þá munaði miklu um stuðn -
inginn sem kom frá SSn, segir hún jafnframt. Það er í raun
merkilegt hve okkur tókst að taka stór skref í menntunar-
málum hjúkrunarfræðinga, segir Elsa og jón leiðir líkum að
því að ástæðan gæti verið hversu stuttar boðleiðirnar eru. Það
eru svo mikil tengsl og greitt aðgengi að stjórnmálamönnum
ólíkt því hvernig það er á hinum norðurlöndunum, segir jón
enn fremur. En það var ekki bara greitt aðgengi að stjórnmála-
mönnum á þessum árum heldur einnig að þeim sem stýrðu
háskóla Íslands og áhrifamönnum í læknadeild þegar námið
var samþykkt inn í háskólann, bætir Sigþrúður við.
Það voru allir á einu máli hve mikill stuðningur hefur verið
af SSn, og ekki síst þegar kemur að menntunarstigi hjúkrunar-
fræðinga. Það var ávallt lögð mikil áhersla á að norðurlöndin
stæðu saman og styddu hvert annað, t.d. með því að miðla
upplýsingum. Þetta samstarf er grundvöllurinn að norræna
velferðarkerfinu og því mannúðarsjónarmiði að allir hafi rétt
á heilbrigðisþjónustu, segir Ásta. „Við vorum að byggja á sterk -
um hugmyndafræðilegum grunni,“ segir Elsa, og það var
hlustað á norðurlandaþjóðirnar enda hefur Evrópusamstarf
hjúkrunarfræðinga horft til SSn þegar kemur að menntun
hjúkrunarfræðinga.
Stytting vinnudags og hækkun launa
frá upphafi var nokkur ágreiningur innan SSn um styttri
vinnudag en samkomulag var um að 12–14 stunda vaktafyrir -
samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 11
Á þessum tíma gafst hjúkrunarkonum ekki
mikið rými fyrir félagslíf en allt fram á miðja
síðustu öld var það alvanalegt að hjúkrunar-
konurnar byggju á sjúkrahúsinu. Þá var einnig
algengt að hjúkrunarkonur fengju hluta af
launum sínum greiddan í formi fæðis og hús -
næðis. „Þær voru giftar starfinu,“ segir Elsa og
Jón bætir við að danskar hjúkrunarkonur hafi
á þeim tíma þurft leyfi frá yfirmanni sínum til
að gifta sig.
Um 500 hjúkrunarkonur sóttu hjúkrunarkvennamót á Íslandi 1939 og var einn af hápunktum ferðarinnar að heimsækja Þingvelli.