Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 11
Íslendingar ein af fyrstu Norður- landaþjóðunum að innleiða þriggja ára hjúkrunarnám Elsa segir það í raun merkilegt hvað við höfum verið framar- lega þegar kemur að hjúkrunarnámi hér á landi. Á þeim tíma þegar unnið var að því að koma hjúkrunarnámi á háskólastig voru fjölbrautaskólarnir að hefja göngu sína. Menntamála - ráðuneytið lagði mjög mikla áherslu á að hjúkrunarnámið væri kennt í fjölbrautaskóla en hjúkrunarfræðingar hér á landi, þar á meðal kennaradeild hjúkrunarfélagsins, börðust gegn því þar sem vilji var fyrir því að hjúkrunarnámið hér á landi færi í háskóla, segir Sigþrúður, og þá munaði miklu um stuðn - inginn sem kom frá SSn, segir hún jafnframt. Það er í raun merkilegt hve okkur tókst að taka stór skref í menntunar- málum hjúkrunarfræðinga, segir Elsa og jón leiðir líkum að því að ástæðan gæti verið hversu stuttar boðleiðirnar eru. Það eru svo mikil tengsl og greitt aðgengi að stjórnmálamönnum ólíkt því hvernig það er á hinum norðurlöndunum, segir jón enn fremur. En það var ekki bara greitt aðgengi að stjórnmála- mönnum á þessum árum heldur einnig að þeim sem stýrðu háskóla Íslands og áhrifamönnum í læknadeild þegar námið var samþykkt inn í háskólann, bætir Sigþrúður við. Það voru allir á einu máli hve mikill stuðningur hefur verið af SSn, og ekki síst þegar kemur að menntunarstigi hjúkrunar- fræðinga. Það var ávallt lögð mikil áhersla á að norðurlöndin stæðu saman og styddu hvert annað, t.d. með því að miðla upplýsingum. Þetta samstarf er grundvöllurinn að norræna velferðarkerfinu og því mannúðarsjónarmiði að allir hafi rétt á heilbrigðisþjónustu, segir Ásta. „Við vorum að byggja á sterk - um hugmyndafræðilegum grunni,“ segir Elsa, og það var hlustað á norðurlandaþjóðirnar enda hefur Evrópusamstarf hjúkrunarfræðinga horft til SSn þegar kemur að menntun hjúkrunarfræðinga. Stytting vinnudags og hækkun launa frá upphafi var nokkur ágreiningur innan SSn um styttri vinnudag en samkomulag var um að 12–14 stunda vaktafyrir - samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 11 Á þessum tíma gafst hjúkrunarkonum ekki mikið rými fyrir félagslíf en allt fram á miðja síðustu öld var það alvanalegt að hjúkrunar- konurnar byggju á sjúkrahúsinu. Þá var einnig algengt að hjúkrunarkonur fengju hluta af launum sínum greiddan í formi fæðis og hús - næðis. „Þær voru giftar starfinu,“ segir Elsa og Jón bætir við að danskar hjúkrunarkonur hafi á þeim tíma þurft leyfi frá yfirmanni sínum til að gifta sig. Um 500 hjúkrunarkonur sóttu hjúkrunarkvennamót á Íslandi 1939 og var einn af hápunktum ferðarinnar að heimsækja Þingvelli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.