Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 14
Þegar þessi grein er skrifuð um miðjan október sér fyrir endann á viðræðum við
reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband sveitarfélaga. Á
haustmánuðum 2020 hófst undirbúningur að styttingu vinnuvikunnar en um er að
ræða sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og vinnuveitenda um útfærslu á styttingu
vinnutíma dag- og vaktavinnufólks. Þá hefur staðið yfir vinna við starfsmat hjúkr-
unarfræðinga hjá sveitarfélögunum. faraldur covid-19 hefur jafnframt komið mikið
við sögu undanfarna mánuði. Mikil umræða hefur verið í lokuðum hópum á sam-
félagsmiðlum, stundum byggð á misskilningi, og skoðar stjórn félagsins möguleikann
á lokuðu spjallsvæði fyrir hjúkrunarfræðinga á vef fíh.
Í þessari grein er leitast við að gefa yfirlit um þessi stóru mál sem hafa verið í gangi
og hvaða verkefni verði í gangi á næstu vikum í kjaramálum hjúkrunarfræðinga.
Kjaraviðræður
allir miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu í mars 2019 og standa
viðræður um nýja kjarasamninga enn yfir. gerðardómur, sem féll í kjölfar verkfalls
og lagasetningar á hjúkrunarfræðinga árið 2015, er þar stærstur og er kjarasamn-
ingurinn við ríki að mörgu leyti fyrirmyndin í viðræðum við aðra. jafnframt starfar
stærstur hluti hjúkrunarfræðinga hjá ríki. fíh semur við fimm aðila um miðlægan
kjarasamning: ármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (ríki), reykjalund, Samtök fyrirtækja
í velferðarþjónustu (SfV), reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga.
hjá ríki, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og reykjalundi allar miðlægur
kjarasamningur m.a. um launatöflur, taxtahækkanir, vinnutíma, vaktaálag og rétt-
indi, eins og orlof, veikindi og uppsagnarfrest. Samhliða þessum samningum eru í
gildi stofnanasamningar við einstaka stofnanir sem fela í sér launaröðun, röðun í
starfsheiti og ákvæði um persónubundna þætti. Samningar við reykjavíkurborg og
Samband íslenskra sveitarfélaga eru ólíkir ríkissamningnum að því leyti að í þeim
er samið um bæði almenn réttindi, starfsheiti, persónubundna þætti og launaröðun.
14 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Mikið um að vera í kjaramálum
— Gerðardómur vonbrigði, en tækifæri til framtíðar
Það hefur verið mikið um að vera í kjaramálum hjúkrunarfræðinga frá því í byrjun síðasta árs
þegar kjarasamningar hjúkrunarfræðinga við helstu viðsemjendur runnu út. Viðræður um
þessa kjarasamninga hafa verið stór þáttur í starfsemi kjara- og réttindasviðs félagsins undan -
farið. Nú liggur fyrir kjarasamningur við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs í formi miðlunartillögu
og við Reykjavíkurborg.
Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og
réttindasviðs.
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur
í kjaramálum.
Kjarasamningaviðræður hófust í febrúar og mars 2019. Áður en
farið var í kjarasamningaviðræður fór formaður ásamt starfs-
mönnum kjara- og réttindasviðs í fundar herferð um landið til að
undirbúa komandi viðræður og eins að ræða kjaramál við hjúkr-
unarfræðinga.