Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 15
kjarasamningaviðræður hófust í febrúar og mars 2019. Áður en farið var í kjarasamningaviðræður fór formaður ásamt starfsmönnum kjara- og réttindasviðs í fundar herferð um landið til að undirbúa komandi viðræður og eins að ræða kjaramál við hjúkrunarfræðinga. Þá lét félagið gera könnun á viðhorfi hjúkrunarfræðinga til kjaramála. Eftir fundarher- ferðina og rýni kannana og annarra gagna, sem snerta kaup og kjör hjúkrunarfræðinga, var lögð fram kröfugerð við við - semjendur sem að grunni til voru eftirfarandi atriði: 1. Laun, vinnutími og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé með þeim hætti að þeir vilji vinna innan íslenska heilbrigðiskerfisins. 2. Tilgangur stofnanasamninga verði skýr og ármögnun þeirra tryggð. 3. fjármagn til jafnlaunavottunar verði tryggt. 4. Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga verði hluti af vinnutíma. 5. nýr kjarasamningur feli í sér breytingar á trygginga- kafla og veikindakafla. 6. útbúin verði mönnunarviðmið fyrir hjúkrunarfræð- inga sem nái yfir mismunandi stig heilbrigðisþjónustu. 7. nýr kjarasamningur taki við af gerðardómi. Lengd samnings verði sambærileg við samninga annarra aðila á vinnumarkaði. Mjög hægur gangur var í viðræðunum fíh við ríkið á árinu 2019 og fyrstu mánuðum 2020 og reyndi það mikið á þol- inmæði hjúkrunarfræðinga. Margar ástæður er hægt að nefna fyrir þessum hæga gangi í viðræðunum. Lengstan tíma í viðræðunum tóku umræður um kerfisbreytingu vegna stytt- ingar vinnuvikunnar, sérstaklega þegar kemur að vaktavinnu. auk þess var mikill ágreiningur vegna launaliðar kjarasamn- ingsins, þá bæði varðandi launahækkanir og eins atriði tengd viðbótarlaunum hjúkrunarfræðinga. Eir ölmarga samningafundi var skrifað undir kjara- samning 10. apríl 2020. Samningurinn var kynntur á raf- rænum kynningarfundum, gegnum vef og tölvupóstsamskipti en var felldur í atkvæðagreiðslu. Í framhaldinu lét fíh fram- kvæma könnum sem send var til hjúkrunarfræðinga til að kanna afstöðu hjúkrunarfræðinga til fellds kjarasamnings. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu litlum árangri og boðaði félagið til verkfalls hjúkrunarfræðinga frá og með 23. júní 2020. Skipuð var verkfallsstjórn og var allt tilbúið fyrir að verkfall myndi heast. að kvöldi 22. júní lagði ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt í atkvæða- greiðslu hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að ríkis- sáttasemjari skipaði gerðardóm til að alla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um. um öll önnur atriði, sem tilgreind eru í miðlunartillögunni, er samkomulag á milli samningsaðila. Þar má nefna breytingu á orlofskafla, styttingu vinnutíma í dag- og vaktavinnu, rétt til sí- og endurmenntunar, breytta yfirvinnuprósentu, önnur laun sem starfinu fylgja, undanþágu frá nætur- og bakvöktum við 55 ára aldur. Einnig var lagt upp með að endurskoða veikindakafla kjarasamnings á samningstímanum. niðurstaða gerðardóms var birt 1. september og voru úr- skurðarorð gerðardómsins eirfarandi: „Ríkið skal leggja heilbrigðisstofnunum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna ármuni sem skal ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grund- velli stofnanasamnings, alls 1.100 miljónir króna á árs- grundvelli frá 1. september 2020. Í þessari árhæð felst heildarviðbótarframlag til stofnana að meðtöldum launa- tengdum gjöldum. Í endurnýjuðum stofnanasamningum sem gera skal á hverri stofnun fyrir lok árs 2020 skulu aðilar semja um hvernig ármunum þeim sem stofnun eru lagðir til sam- kvæmt úrskurði þessum verði ráðstafað.“ greinargerð gerðardóms var ítarleg en niðurstaðan mikil von- brigði. niðurstaðan uppfyllti alls ekki þær kröfur sem barist var fyrir við samningaborð, né væntingar sem gerðar voru til hennar með samþykkt miðlunartillögu. Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu, vís- bendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Þó að niðurstaða gerðardóms hafi ekki tekist á við að leiðrétta þær vísbendingar sem hann komst að í sinni skoðun má vissulega nýta þær áfram í áframhaldandi baráttu. Með þessu hefur gerðardómur ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum og til félagsins. fjárhæðin dugir ekki til þess að leiðrétta launasetningu hjúkrunarfræðinga að fullu. fjárhæðinni var misjafnlega skipt í úrskurðarorðunum og rökin sem gefin voru fyrir því voru þau að í grunninn væri launasetningin með lakari hætti þar sem mest var í lagt og að markmiðið væri að jafna launakjör hjúkrunarfræðinga hjá ríki. Vinna við endurskoðun stofnanasamninga hófst í kjölfar niðurstöðu gerðardóms og tilmæli hans höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu og áhersla lögð á almenna hjúkrunarfræðinga. Þegar hefur verið lokið við að ganga frá stofnanasamningi á Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri og viðræður við aðrar stofnanir ríkisins hafnar eða komnar vel á veg og eiga að liggja fyrir í síðasta lagi um áramót og vera aurvirkar til 1. septem- ber 2020. gengið var frá endurskoðuðum stofnanasamningi við Landspítala um miðjan september 2020 og Sjúkrahúsið á akureyri um miðjan október. Viðræður við aðrar stofnanir standa yfir og er þá meðal annars hor til þess hvort hægt sé að gera sameiginlegan stofnanasamninga fyrir heilbrigðis- stofnanir á landsbyggðinni. Stofnanasamningar eru annars eðlis en miðlægir kjarasamningar og hafa enga endadagsetn- ingu. Þeir eru í gildi þar til nýr tekur við óháð miðlægum mikið um að vera í kjaramálum tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 15 Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launa munur sé til staðar hjá ríkinu, vísbend- ingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.