Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 21
Ágæti trúnaðarmaður.
Viltu hafa áhrif á laun og kjarasamninga hjúkrunarfræðinga?
Auglýst er eftir trúnaðarmönnum í trúnaðarmannaráð.
Framboð þurfa að berast frá eftirtöldum sviðum/stofnunum
fyrir 1. mars 2021.
Komið er að kjöri í trúnaðarmannaráð Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga (Fíh) starfstímabilið 2021–2023.
Hlutverk trúnaðarmannaráðs er að:
• Vera samninganefnd Fíh innan handar við gerð
kjarasamninga.
• Vinna að undirbúningi kröfugerðar Fíh á hverjum
tíma með starfsmönnum kjara- og réttindasviðs.
• Vinna að áherslum Fíh í kjaramálum.
• Gegna ráðgefandi hlutverki, en ráðið kemur þó ekki
beint að gerð kjarasamninga.
Í ráðinu sitja samtals 15 fulltrúar auk starfsmanna kjara- og
réttindasviðs Fíh. Skipan í ráðið tekur mið af viðsemjendum
Fíh í miðlægum kjarasamningum og skiptist hún þannig:
• Frá ríki, stofnunum þar sem hjúkrunarfræðingar vinna
samkvæmt kjarasamningi við fjármálaráð herra fyrir
hönd ríkissjóðs, sitja fulltrúar frá hverri heilbrigðis-
stofnun ríkisins. Þrír fulltrúar Landspítala (einn frá
hverju klínísku sviði), einn frá Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri og einn af hverri heilbrigðisstofnun: Heilbrigðis -
stofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suður-
lands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
• Frá öðrum viðsemjendum, þ.e. Reykjavíkurborg,
Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrir-
tækja í velferðarþjónustu (SFV) og Reykjalundi,
situr einn fulltrúi frá hverjum viðsemjanda.
Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. mars hvers árs
sem stendur á oddatölu.
Tilnefningar frá stofnun/deild skulu berast til kjara -
ráðgjafa Fíh á netfangið eva@hjukrun.is fyrir 27. febrúar
2021.
Fyrir setu á fundum trúnaðarmannaráðs er greitt tíma-
kaup skv. verklagsreglum Fíh. Ferðakostnaður vegna fundar -
sóknar er jafnframt greiddur skv. verklagsreglum Fíh.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 21
Kosning í trúnaðarmannaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
starfstímabilið 2021–2023
ðj til h ilbve ur e rK
ð
f ólkssftarsi ðig s
ði i
og þ kk æti
m n uge v r
a l
arionbanki.is