Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 22
Ófyrirsjáanleikinn er erfiðastur „Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Ófyrirsjáanleikinn er erfiðastur og ég fyllist undrun á hverjum degi yfir því hvernig allir ná að leggja saman til að marka nýjan veg. Það besta við svona stór verkefni er að maður sér girðingarnar hverfa og fullt af nýjum brúm verða til og ég vona að það verði lær- dómur sem við tökum með okkur inn í framtíðina,“ segir ragnheiður og bætir strax við: „Þetta er nýr veruleiki sem ekkert okkar hefur lifað áður, því finnum við fyrir mikilli upplýsingaþörf hjá almenningi. fólk er óöruggt og vill komast í tengingu við heilbrigðiskerfið. Það vill fá upplýsingar en einnig tryggingu fyrir að það sé að gera rétt. Það hefur því verið stórt hlutverk hjúkrunarfræðinga að sinna þessari upplýsingagjöf, bæði í gegnum síma og netspjall. Þegar almannavarnastigið fór upp á neyðarstig í vor fengum við til dæmis alla skólahjúkrunarfræðingana til að koma í þessa upplýsingagjöf ásamt öllum hjúkrunarfræðingum sem voru í einhverjum öðrum verkefnum.“ Öryggisverðir þjálfaðir í Leifsstöð ragnheiður segir að þegar hún horfi til baka þá hafi maímánuður verið nokkuð góður enda hafi allt verið komið í nokkuð fastar skorður og stjórnendur hafi lagt áherslu á að reyna að koma hefðbundinni heilsugæslustarfsemi aftur í gang. En þá kom næsta verkefni sem var að opna landið með landamæraskimun í Leifsstöð. Það verkefni byrjaði 15. júní. „undirbúningstíminn eins og áður var ævintýralega stuttur. heilbrigðisstarfsfólk var sú starfsstétt sem lá alls ekki á lausu. Því var úr vöndu að ráða því við sáum fyrir að við þyrftum mikinn mannafla, nær allan sólarhringinn. Þá var brugðið á það ráð að fá öryggisverði sem störfuðu á flugvellinum til að aðstoða okkur. Þeir voru þjálfaðir upp og unnu undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og lækna. Þetta var að sjálfsögðu umdeilt en þótti þó skynsamlegra heldur en að draga úr heilbrigðisþjónustu á öðrum stöðum. Á þessum tíma hafði hjúkrunarfélagið einnig boðað til verkfalls og þá leit þetta ekki vel út, eins og við værum að bralla ein- hver undanbrögð og fá fólk til að ganga í störf hjúkrunarfræðinga en sú var alls ekki raunin,“ segir ragnheiður og dæsir. hún segir að sumarið hafi síðan gengið þokka- lega, margir hafi tekið þátt í landamæraverkefnunum, bæði opinberir aðilar og einkaaðilar. „Það var því oft töluverð spenna í loftinu þegar allir þurftu að koma sér saman um verklag og leiðir,“ segir hún. 22 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag  — Viðtal  við Ragnheiði Ósk  Erlendsdóttur,  framkvæmdastjóra hjúkrunar  á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarinnar vegna covid-19 þar sem allir hlaupa hratt og gera sitt besta til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra bestan hátt. Það eru margar spurningar sem vakna á þessum dæmalausu tímum í mannkynssögunni þar sem óþekkt veira herjar á meira og minni alla heimsbyggðina. En ef við snúum okkur að hjúkrun og starfsemi heilsugæslunnar í höfuðborg- inni þá er engin betri til svara en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gefum henni orðið. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.