Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 24
þurfum bara að gefa okkur þennan tíma í þetta verkefni og sætta okkur við að önnur
verkefni verða ekki í fluggírnum á meðan. En að sama skapi er mikilvægt að vera
meðvitaður um að láta covid ekki vaða yfir allt. Síðan eru það þeir sem eru í sýna-
tökunni sjálfri. Það er mjög erfitt að standa heilu dagana í fullum skrúða og taka
sýni. Þetta eru algjörar hetjur sem standast það álag.“
Hætt að vera nýtt og spennandi
ragnheiður segir að þriðja bylgjan af covid, sem gengur yfir núna, sé mun erfiðari
en hinar tvær. „já, tvímælalaust, hún er erfiðari þar sem nú fer meira að reyna á þolið.
Þetta er alveg hætt að vera nýtt og spennandi. annað sem er erfiðara í þessari bylgju
er að það hafa svo mörg börn lent í sóttkví og heilu leikskólarnir þurfa að mæta í
sýnatöku til að losna úr sóttkví. aðstæðurnar á Suðurlandsbrautinni voru á engan
hátt boðlegar fyrir þessi litlu börn. En þá tók hústökufólkið til sinna ráða og opnaði
móttöku fyrir börnin á 2. hæðinni þar sem mögulegt var að sinna hverju barni í sér-
herbergi.“ ragnheiður segir mjög erfitt að spá um framhaldið með covid, hún sé enn
þá á þeim stað að setja hausinn undir sig og halda bara áfram skref fyrir skref, dag
fyrir dag. „En ef maður reynir nú að líta aðeins upp, þá að sjálfsögðu berum við þá
von í hjarta að bóluefni komi og losi okkur undan þessu stríði, en hvenær það verður
virðist vera nokkuð óljóst enn þá,“ segir hún.
magnús hlynur hreiðarsson
24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Ragnheiður segir starfsandann og
stemminguna á meðal starfsfólk heilsugæsl-
unnar ótrúlega góða þrátt fyrir gríðarlegt
álag á öllu starfsfólki. Hér eru fjórir hressir
hjúkrunarfræðingar gallaðir og klárir
í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni.
„En ef maður reynir nú að líta aðeins upp, þá að sjálfsögðu berum
við þá von í hjarta að bóluefni komi og losi okkur undan þessu
stríði, en hvenær það verður virðist vera nokkuð óljóst enn þá,“
segir hún.