Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 26
„Fólk þurfti bara að ræða við einhvern“
Í upphafi faraldursins byrjaði þetta rólega en svo drukknuðum við í símaráðgjöf um
covid-19, segir Sólrún. „Margir vildu komast strax í sýnatöku og í byrjun þurum
við að beita okkar klíníska nefi til að meta þörf fyrir sýnatöku. Það fór að sjálfsögðu
eir einkennum hjá hverjum og einum og o fylgdum við fólki eir í nokkra daga
áður en það komst að í sýnatöku. Þegar sýnatökupinnarnir kláruðust þuri virkilega
að vanda til verka,“ riar hún upp. „Við fundum fyrir töluverðum heilsukvíða og
streitu vegna hinnar óþekktu veiru og o þuri fólk bara að ræða við einhvern um
líðan sína og einkenni,“ segir hún jafnframt. Sá kvíði er enn til staðar og þó að störf
hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu snúist alla jafnan um stuðning við andlega líðan þá
hefur vissulega reynt enn meira á okkur í þessum faraldri. Þrátt fyrir að fólk geti nú
pantað sjál sýnatöku, sem fram fer í gamla Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut fyrir
höfuðborgarsvæðið, eru símtölin ófá við að veita ráðleggingar, m.a. hvort þörf sé á
úrvinnslusóttkví, hvernig best sé að leysa ýmsar aðstæður í sóttkví og einangrun,
sem og að hughreysta fólk þegar það finnur fyrir einkennum.
Sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu
Í byrjun faraldurs hvíldi skipulag og framkvæmd skimana á herðum hjúkrunarfræð-
inga. Sýnatökur fóru fram undir beru loi víðs vegar um landið. Sýnatökur á
höfuðborgarsvæðinu voru svo fluttar inn á Suðurlandsbrautina á haustdögum en
ekki var sama upp á teningnum á landsbyggðinni. Þar hafa sýnatökur farið að mestu
leyti fram undir beru loi. Sums staðar hefur iðnaðarhúsnæði og bílakjallarar verið
nýttir. Þar er lohiti o ekki hár en aðstæður þó betri en utandyra. Þessi vinnu -
aðstaða er í mörgum tilfellum ekki boðleg fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa staðið
sig ótrúlega vel í sýnatökunni í alls kyns veðrum, segir Sólrún og hennar von er að
aðstæður fyrir sýnatökur á landsbyggðinni verði mannsæmandi þegar veturinn
skellur á.
Dregið úr heimavitjunum og aukin símaþjónusta
Verulega hefur dregið úr vitjunum hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á Selfossi en
þess í stað er sjúklingum fylgt eir í gegnum síma með aðstoð sjúkraliða og aðstand-
enda. nokkuð hefur verið um að skjólstæðingar heimahjúkrunar hafi afþakkað komu
26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Heilsukvíði og streita á tímum covid-19
„Stór hluti starfs okkar undanfarið hefur verið að róa fólk. Breytingarnar voru svo hraðar til að
byrja með og við áttum fullt í fangi með að læra hvernig við ættum að bregðast við, sem og
að halda ró okkar í þessu ölduróti. Stundum varð fólk mjög reitt en það var þessi óvissa um
veiruna og óöryggið um hvers lags sóttkví fólk átti að fara í enda nýr og óþekktur veruleiki
sem við höfum öll staðið frammi fyrir undanfarna mánuði,“ segir Sólrún Ólína Sigurðardóttir,
hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Salahverfi og formaður fagdeildar heilsugæsluhjúkr-
unarfræðinga.
„Margir vildu komast strax
í sýnatöku og í byrjun
þurftum við að beita okkar
klíníska nefi til að meta
þörf fyrir sýnatöku. Það fór
að sjálfsögðu eftir ein-
kennum hjá hverjum og
einum og oft fylgdum við
fólki eftir í nokkra daga
áður en það komst að í
sýnatöku. Þegar sýnatöku-
pinnarnir kláruðust þurfti
virkilega að vanda til
verka,“ rifjar hún upp.