Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 36
Covid-sjúklingur númer 52
„Ég er covid-sjúklingur númer 52,“ segir Sesselja en hún smitast 2. mars og greinist
7. mars. Sesselja segir að það hafi verið gríðarlegt áfall að smitast af covid-19 en hún
er með asma og þar af leiðandi leggjast hvers kyns sýkingar illa á lungun. hún gerði
sér strax grein fyrir hvernig hún hafði smitast og var því á varðbergi þegar grunur
lék á smiti. fyrstu einkennin voru vöðvaverkir sem hún taldi fyrst vera harðsperrur.
Þann 7. mars er hún orðin veik, hún fær greiningu og fljótlega ágerast einkennin en
þau voru helst beinverkir, ljósfælni, sljóleiki, slappleiki og mikill hósti, hálsbólga og
kölduköst. Ástandið fór fljótt versnandi og hún missti alla matarlyst og bragðskyn
og fékk kviðkrampa, ógleði, svima, orkuleysi, óráð, vöðvakrampa og þar fram eir
götunum. hún fær sýklalyf þremur dögum síðar og á tíunda degi fær hún vökva í
æð en ónæg vökvadrykkja var eitt af vandamálunum, að sögn hennar.
Fékk ómetanlegan stuðning
„fyrstu 14 dagana gerði ég mér í raun enga grein fyrir hversu veik ég var. Ég lá mest
í móki og var með óráð sennilega í einn til tvo daga — ég man ekkert eir neinum
samskiptum þá daga,“ segir Sesselja. hún segir það hafa verið mikið áfall þegar hún
fékk að vita að bæði vinnufélagar og vinir hennar hefðu hringt í hana en hún mundi
ekkert eir þeim samskiptum. „Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á
fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið? Ég fékk
o slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo að ég náði að ferðast
á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“ riar hún upp. Sonur Sesselju var með
henni í sóttkví og segir hún það hafa verið ómetanlegan stuðning, auk þess sem ætt-
ingjar, vinir, yfirmenn og vinnufélagar hafi verið í daglegum samskiptum við hana
36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
„Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði
miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið? Ég fékk
oft slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo
að ég náði að ferðast á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“
rifjar hún upp.
Mikið áfall að greinast með covid-19
Hjúkrunarfræðingarnir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason voru meðal
þeirra fyrstu sem greindust með covid-19. Þau halda reglulega fjölbreytt námskeið í skyndi-
hjálp og sérhæfðum námskeiðum fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum á vegum Bráðaskólans
sem þau eru búin að eiga í tæp tíu ár. Þau voru einmitt að undirbúa eitt slíkt námskeið þegar
þau fá símtal frá Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni á gjörgæslu, um að hann væri kominn í sóttkví
en hann ætlaði að kenna námskeiðið með þeim. Kristinn reyndist ekki sýktur en bæði Sesselja
og Ásgeir Valur reyndust jákvæð eftir greiningu. Ásgeir Valur varð ekki mikið veikur en Sesselja
var ekki svo heppin.
Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir,
gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og
verkefnastjóri á Landspítala.