Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 41
mállaus í landi iittala og múmínálfa tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 41 Það er erfitt að skilja ekki málið, geta ekki gert mig skiljanlega og vera háð manninum mínum að túlka og aðstoða mig við hluti sem ég er vön að bjarga mér með. ferð í kjörbúð verður allt í einu löng og flókin þegar mikill tími fer í að lesa á allar umbúðir og jafnvel með google translate í símanum til að vera viss um að ég sé að kaupa léttmjólk en ekki rjóma. Þetta leiðir af sér pirring og vonleysi, rússíbana af tilfinningum og heim - þrá og í ofanálag búum við á fordæmalausum tímum þar sem ég kemst ekki einu sinni heim til Íslands eða fjölskyldan til mín vegna covid. Þetta er afskaplega sérstakt ástand fyrir einstakling eins og mig sem er vön að vinna mikið og aldrei þurft að hafa fyrir því að fá vinnu. Það er líka erfitt að taka þessu ekki persónulega og átta sig á að ég fái ekki einu sinni séns þrátt fyrir að vera meira en nægilega hæf í starfið. En ég skil þetta mjög vel og það er langt í frá að mínar aðstæður séu einstakar. Svona er þetta bara! Mikil þörf fyrir afleysingarfólk En óttist ekki að ég sitji með hendur í skauti og láti mér leiðast. Sem betur fer vantar hjúkrunarfræðinga meira en nokkru sinni fyrr í noregi og ferðast ég þangað einu sinni til tvisvar í mánuði og vinn á vökudeild í Ósló við Oslo universitetssyke- hus — OuS. Þörfin fyrir afleysingarfólk er gríðarleg og um helgar er oft helmingur starfsfólksins frá Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og finnlandi. Það hafa vissulega komið upp strembin tímabil, ég vann ekkert í apríl og maí þar sem erfitt var að finna flug milli hels- inki og Óslóar og hefði ferðalagið tekið frá 16 til 25 klst. með millilendingu t.d. í frankfurt, London eða Stokkhólmi. Í vor og byrjun sumars þurfti ég að hafa bréf með staðfest- ingu þess að ég væri að ferðast vegna vinnu til að sýna við landamæraeftirlit, bæði þegar ég fór frá finlandi og líka þegar ég kom til noregs, en annars hefði ég ekki fengið að ferðast. Vegna aukinna smita í september í Evrópu og á norðurlönd- unum hefur þessu fyrirkomulagi verið komið á aftur. reglurnar breytast ört fyrir erlent starfsfólk hjá OuS eða fast starfsfólk sem hefur ferðast erlendis. Í mars var landinu lokað og mátti erlent starfsfólk ekki koma til vinnu ef það ferðaðist með flugi en mátti koma með lest, rútu eða bíl. Viku seinna var þessu breytt en þá fengu margir danskir hjúkrunar- fræðingar skilaboð um að þeir mættu ekki starfa erlendis heldur ættu að halda sig heima. nú er það svo að ég þarf að vera með neikvætt covid-próf áður en ég mæti á fyrstu vakt, fer í annað próf eftir sjö til átta daga og geng með andlitsgrímu fyrstu tíu dagana ef ég er svo lengi. Vökudeildinni hefur verið skipt nánast í tvennt, hámark fimm starfsmenn fá að vera í mat á sama tíma og var deildin algjörlega lokuð fyrir gestum í vor. Í næstum tvo mánuði fengu feður ekki að koma í heimsókn til barnanna sinna nema þegar þau fæddust og ef þau voru alvarleg veik. Þetta skapaði svaka- legt álag á foreldrana og sálarangist fyrir marga sem áttu börn sem lágu lengi inni. Það varð því gleðilegt þegar feður fengu að koma í heimsókn tvisvar í viku, fimm klukkustundir í senn og frekar krúttlegt að sjá þá í röð fyrir framan deildina rétt fyrir kl. 16 og bíða eftir að mega koma inn. nú má eitt foreldri koma á vakt, þ.e. ef móðir kemur á morgunvakt, verður faðir að bíða þar til á kvöldvakt og svo öfugt. Er þetta til að minnka umferð um deildina og líkur á smiti milli foreldra og starfs- fólks. Ég vona að ég nái einhvern tímann að skrifa um reynslu mína af því að starfa hér í finnlandi, svona þegar ég næ að segja heila setningu á finnsku. Þangað til slaka ég á í sánu og æfi mig að segja á finnsku: Minun nimi on hildur ja puhun vähän suomea. kiitos paljon kaikille tämän lukemisesta ja ter- vetuloa Suomeen! Ég skora á skólasystur mína úr hjúkrunarnáminu, Þóru Sif Sigurðardóttur, forstöðumann Lögmannshlíðar, öldrunar- heimilis akureyrar, að skrifa næsta Þankastrik. „Sem betur fer vantar hjúkrunarfræðinga meira en nokkru sinni fyrr í Noregi og ferðast ég þangað einu sinni til tvisvar í mánuði og vinn á vökudeild í Ósló við Oslo universitetssykehus — OUS. Þörfin fyrir afleysingarfólk er gríðarleg og um helgar er oft helmingur starfsfólksins frá Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.