Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 50
50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Setið fyrir svörum …
— Þrjár kynslóðir sitja fyrir svörum
„Það þýðir nú lítið að vera að velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt,“ segir Ásta
Thoroddsen aðspurð um hver mesta eftirsjáin sé, en hún ásamt Gísli Níls Einarssyni og Sigurði
Ými Sigurjónssyni sitja fyrir svörum um allt frá því hvaða bækur liggja á náttborðinu þeirra til
dyggða og lasta. Það sem hræðir Gísla mest er að hafa ekki nægan tíma til að koma öllu í verk
í þessu lífi. „Það er svo margt sem maður á eftir að gera.“ Að mati Sigurðar er hans helsti löstur
leti og á hann það sameiginlegt með Ástu. „Ég er get verið ótrúlega latur. Ég er týpan sem
keyri mig á batteríum og þarf að endurhlaða mig reglulega. Á þeim tímapunktum nenni ég
ekki neinu,“ segir Sigurður. Sá eiginleiki sem Gísli vildi helst hafa er að geta sest niður hvar og
hvenær sem er — líkt og bróðir hans Óskar gat gert — og fengið sér stutta kríu til að hlaða
batteríin.
Er fullkomin hamingja til?
— Ásta Thoroddsen
Fullkomin hamingja er … þegar ég hef fólkið mitt, börnin, barnabörnin, tengda-
börnin og manninn minn nálægt mér. En svo er spurning hvort fullkomin hamingja
er til? Hvað hræðist þú mest? Sem betur fer veit ég ekki hvað ég hræðist mest. En
að missa heilsuna er hrikaleg tilhugsun. Fyrirmyndin? Ég gæti nefnt fólk sem mér
finnst til fyrirmyndar en ég tel það ekki endilega vera mínar fyrirmyndir. Eftirlætis -
máltækið? ætli við náum þessu, komist ekki næst því. Hver er þinn helsti kostur?
heiðarleiki og seigla. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Lengi vel sá ég sjálfa
mig fyrir mér í sendiráði úti í heimi. Eftirlætismaturinn? Þessa vikuna eru það svína-
kóteletturnar sem hann Bolli minn býr til. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í
fari annarra? fals og óheiðarleika. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að hafa
komið frábæru börnunum mínum í heiminn. Svo er ég ákaflega stolt af því að hafa
náð að stofna rannsókna- og þróunarsetur um iCnP sem hefur hlotið viðurkenn-
ingu iCn, alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þau eru
nú ansi mörg ferðalögin. Sumarið 2019 fór öll fjölskyldan, 19 manns, til Ítalíu þar
sem við leigðum okkur stórt hús. Það var alveg magnað. Ofmetnasta dyggðin?
Dugnaður. Sumir hafa alltaf svo brjálað að gera og virðast ekki gefa sér tíma til að
njóta. Hver er þinn helsti löstur? Leti og félagsfælni í stórum hóp. Hverjum dáist
þú mest að? Þegar ég skrifa þetta er alþjóðlegi alzheimerdagurinn. Ég dáist að
aðstandendum ungra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Magnús karl
Magnússon og anna Ólafía Sigurðardóttir bera þar af, ég dáist að þeim og þau eru
afar góðar fyrirmyndir. Eftirlætishöfundurinn? Enginn einn. Vigdís grímsdóttir
var lengi vel í uppáhaldi hjá mér. hins vegar hef ég á undanförnum árum lesið bækur
sem hafa skilið mikið eftir hjá mér, t.d. Veröld sem var eftir Stefan Zweig og náðar-
stund eftir hönnu kent. Þýðingin á þeirri seinni er líka alveg frábær. Ofnotaðasta
orðið eða orðatiltækið? heyrðu, og klárlega. Mesta eftirsjáin? Það þýðir nú lítið að
vera velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt. Eftirlætisleikfangið? ætli
það sé ekki bara síminn. Bókin á náttborðinu? fjórar bækur eftir Ólaf jóhann Ólafs-
son og saklausar ástarsögur eftir ingibjörgu Sigurðardóttur sem ég hafði aldrei heyrt
Ásta Thoroddsen, prófessor
í hjúkrunar fræði.