Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 51
um og komu út á 6. og 7. áratugnum. Eftir að hafa klárað guðrúnu frá Lundi ákvað
ég að skoða þessar. Mér áskotnuðust nokkrir bókakassar frá fólki sem var að flytja
og ákvað að lesa fjölda bóka úr þeim sem ég hafði ekki áður lesið. Þetta hefur sparað
margar ferðir á bókasafnið. Svo er spurning hvað á að gera við bækurnar eftir lestur -
inn. Stóra ástin í lífinu? hann Bolli minn. Þitt helsta afrek? fyrir utan að hafa komið
börnunum fjórum í heiminn þá kýs ég að nefna doktorsgráðuna sem ég lauk seint
og um síðir. Eftirlætisdýrið? Ekkert. Hvar vildir þú helst búa? Ég er mjög sátt við
staðinn þar sem ég bý í reykjavík. Hvað er skemmtilegast? að ferðast og njóta matar
með fjölskyldu og vinum. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? heilindi.
Eftir lætiskvikmyndin? Engin. Markmið í lífinu? að njóta hversdagsleikans og dags-
ins í dag. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Ég held að
mér hefði þótt gaman að vera veðurfræðingur. Það gerir nördinn í mér. Eitthvað að
lokum … njótum dagsins í dag og ekki fresta því sem þig langar til að gera til
morgun dagsins. Maður er óþægilega oft minntur á að margir fengu ekki að njóta
morgundagsins. Þetta gerist æ oftar enda ég komin á þann aldur.
„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“
— Gísli Níls Einarsson
Fullkomin hamingja er … að njóta að vera með fjölskyldunni og vera að veiða úti í
á. Hvað hræðist þú mest? að hafa ekki nægan tíma til að koma öllu í verk í þessu
lífi. Það er svo margt sem maður á eftir að gera. Fyrirmyndin? Er þakklátur fyrir að
hafa kynnst mörgum fyrirmyndum á lífsleiðinni sem hafa verið mér gott leiðarljós í
lífinu. foreldra mína sem kenndu mér jákvætt hugarfar og hugrekki til að leita á vit
ævintýranna. Í hjúkruninni er ég afskaplega þakklátur fyrir fyrirmyndina sem ég
fann í Margréti Tómasdóttir og guðbjörgu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingum sem eru
miklir snillingar, leiðtogar og persónur. frábærar fyrirmyndir. Eftirlætismáltækið?
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. aðalhvatningarfrasinn hans pabba við mig
þegar ég var eitthvað að væla utan í honum. Hver er þinn helsti kostur? Bjartsýnt
viðhorf til lífsins og jákvæðni til að takast á við nýverkefni. Sömuleiðis drifkrafturinn
við að koma hlutum af stað eða flokkast það kannski undir þrjósku? Hvað vildirðu
verða þegar þú varst ungur? fyrst vildi ég vera gröfumaður, svo rallí-bílstjóri,
prestur, því næst slökkviliðsmaður og svo hjúkrunarfræðingur. Eftir erfitt val endaði
ég svo á því að verða slökkviliðsmaður og hjúkrunarfræðingur. Eftirlætismaturinn?
nætursaltaður þorskur og hamsatólg. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari
annarra? undirförli, óheiðarleika og neikvæðni. Hverju ertu stoltastur af að hafa
áorkað? Stoltastur að hafa loksins sjóast eftir að hafa verið sjóveikur fyrstu 3 mán -
uðina þegar ég byrjaði 16 ára til sjós. Eftirminnilegasta ferðalagið? Sex mánaða
heimsreisan mín kringum hnöttinn sem hófst daginn eftir stúdentsútskriftina mína
1994. heimsreisan byrjaði á því að flugvélin fór út af flugbrautinni í upphafi flug-
taksins. „fall er fararheill,“ sagði einhver — síðan stökk ég upp í næstu vél. Ofmetn -
asta dyggðin? að vinnan sé allt. Hver er þinn helsti löstur? get verið óþolinmóður
þegar mér finnst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig. Vil þá ýta á eftir hlutum
og stíg stundum á tær. Á líka til með að gera of miklar kröfur til annarra þar sem ég
geri miklar kröfur til sjálfs mín. Hverjum dáist þú mest að? get ekki annað en dáðst
af fólkinu í landinu sem er nú að takast á við covid-19-heimsfaraldurinn. Þetta er
meira en að segja það að sýna sterka samstöðu og úthald til að tryggja öryggi og
lýðheilsu í samfélaginu okkar. Eftirlætishöfundurinn? jo nesbo og fleiri glæpasögu-
höfundar eru vinsælir hjá mér. Mesta eftirsjáin? fara ekki í meistaranám til houston
í Texas í „Emergency nurse Practioner“ eins og til stóð. Var búinn að taka undir-
búningsnámskeið fyrir bandaríska hjúkrunarleyfið í new York. En svo gripu örlögin
inn í. Eftirlætisleikfangið? fluguveiðistöngin og heimagerðu flugurnar. Bókin á
náttborðinu? atomic habits, Tiny Changes, remarkable results. Stóra ástin í lífinu?
Drengirnir mínir tveir og inga Lú, hjúkrunarfræðingur á a-2. Hvaða eiginleika
setið fyrir svörum …
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 51
Gísli Níls Einarsson hjúkrunar-
fræðingur.