Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 52
vildirðu helst hafa? að geta sest niður hvenær sem er og tekið 10–15 mínútna svefn- pásu til að hlaða batteríin. Ótrúlegur eiginleiki sem Óskar bróðir minn gat alltaf nýtt sér. Þitt helsta afrek? Þátttaka í sjúkraflugi til Taílands á vegum forsætisráðuneytisins árið 2004 til að ná í slasaða Svía í kjölfar jarðskjálftaflóðbylgjunnar. Margir af þeim slösuðu voru að fara heim án barna sinna eða maka sem fundust ekki eftir flóðbylgj- una. Eftirlætisdýrið? hundurinn Snúður hans Óla frænda. Hvar vildir þú helst búa? Í Ástralíu við ströndina og fara í sjóinn á hverjum degi. Það var himneskt að vera skiptinemi í Ástralíu. Hvað er skemmtilegast? hlæja með vinum, ættingjum og vinnufélögum. Það er svo losandi á margan hátt að hlæja, jafnvel við erfiðar aðstæður. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? að þeir séu til staðar og tilbúnir að taka manni eins og maður er. Eitt það dýrmætasta í heimi er að eiga slíka vini því það er ekki sjálfgefið. Eftirlætiskvikmyndin? forrest gump og Yes Man. Markmið í lífinu? að hafa áhrif til góðs í samfélaginu og gagnvart þeim sem eru mér næstir. Eftir- minnilegasti sjúklingurinn? Það var eldri maður sem ég hjúkraði sem hjúkrunar- nemi á a-7 í fossvogi. Man alltaf svo vel hve hann var afskaplega þakklátur fyrir allt sem við jón Símon, sjúkraliði á a-7, gerðum fyrir hann. fékk líka aukainnsýn í hans líf og aðstæður þegar ég heimsótti hann eftir útskrift sem lið í hjúkrunarnemaverk- efni mínu. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Stjórnun og stefnumótun á hug minn allan þessa daga. Sæi fyrir mér að feta mig inn á slíka braut innan heilbrigðisþjónustunnar. Eitthvað að lokum … undanfarna mánuði hef ég fyllst miklu stolti af því að sjá hvernig hjúkrunarfræðingar hafa leikið lykilhlutverk í heilbrigðisþjónustunni gegn covid-faraldrinum. Það er trú mín að sú djúpa innsýn sem almenningur hefur að undanförnu fengið í nútímahlutverk og störf hjúkrunar- fræðinga í covid-faraldrinum muni styðja enn betur við þróun og viðurkenningar á stéttinni til framtíðar. Stærsta ástin mín í mínu lífi er ég! Svo er unnustinn í öðru sæti — Sigurður Ýmir Sigurjónsson Fullkomin hamingja er … Bundin við mjög stutt augnablik þegar maður nær að gleyma öllum öðrum tilfinningum og upplifir aðeins hamingju í því andartaki. Slík augnablik geta verið það að ná langtímamarkmiði líkt og að útskrifast úr krefjandi námi — yfir í einföldu hlutina líkt og að njóta kaffibolla í morgunsárið með ástvini. Slík augnablik skapa hamingjusamar minningar sem maður býr að alla lífsleiðina og kippa ávallt upp munnvikunum þegar maður minnist þeirra. Hvað hræðist þú mest? Það hljómar ögn kjánalega en minn helsti ótti eru hákarlar og djúpur sjór. Þessi ótti birtist bara allt í einu þegar ég var barn og hefur alltaf fylgt mér. Það hefur ekki einu sinni neitt atvik sem kallaði fram þann ótta — ég hef aldrei orðið fyrir hákarlaárás og sem barn horfði ég aldrei á myndir líkt og Ókindina. Fyrirmyndin? Mínar fyrir- myndir eru þær konur sem ólu mig upp: móðir mín og langamma. Þessar mögnuðu konur byrjuðu með lítið á milli fingranna en létu ekki deigan síga. Mamma eignaðist mig mjög ung og vann mjög mikið þegar ég var ungur til þess að fæða mig og klæða. Svo skellti hún sér í nám þegar yngri bróðir minn fæddist og kláraði framhaldsskóla nokkrum árum á undan mér. Í dag er þessi magnaða kona með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum. Mínar helstu fyrirmyndir í hjúkrun eru hins vegar margar flottar konur. Ég man alltaf eftir hönnu þegar ég starfaði á Landakoti á deild L2 sem í dag er orðið að Vífilsstöðum. kristín Davíðsdóttir á smitsjúkdómadeild (ég lít svo upp til hennar að ég er með sama húðflúr og hún á hendinni). Listinn gæti haldið áfram en ég vil þó enda á að einn helsti hjúkrunarfræðingur sem ég lít upp til er Sigríður Zoëga. Ég var svo heppinn að fá hana sem leiðbeinanda í lokaverkefninu mínu í hjúkrunarfræði ásamt Brynju ingadóttur. Eftirlætismáltækið? hver er sinnar gæfu smiður. Hver er þinn helsti kostur? Ég er með mjög opið hugarfar. Það gerir mér kleift að takast auðveldlega á við breytingar sem koma til. Ég á þar með auðvelt með setið fyrir svörum … 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sigurður Ýmir Sigurjónsson hjúkrunarfræðingur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.